Bandaríska Öldungadeildin staðfesti í gærkvöldi skipun Janet Yellen, í embætti seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Fimmtíu og sex þingmenn voru samþykkir ráðningunni en tuttugu og sex voru á móti.
Þá komust fjölmargir þeirra ekki til þess að greiða atkvæði um ráðninguna í gær, vegna óveðursins sem geisar í landinu. Yellen, sem er sextíu og sjö ára, mun taka við af forvera sínum í starfi, Ben Bernanke, þann fyrsta febrúar næstkomandi en hún er fyrsta konan til þess að stjórna bankanum í hundrað ára sögu hans.
Yellen staðfest í embætti seðlabankastjóra
