Viðskipti erlent

Facebook græðir gífurlega á auglýsingum í snjalltækjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/AP
Tæknifyrirtækið Facebook byrjaði illa á hlutabréfamarkaði í maí 2012, en blaðinu hefur nú verið snúið við. Tekjur fyrirtækisins á auglýsingum í snjalltækjum á jukust um 429 prósent á þriðja ársfjórðungi 2013, borið saman við sama fjórðung 2012. Síðan verð hlutabréfa fyrirtækisins náði lágmarki árið 2012 hefur það hækkað aftur um 208 prósent.

Frá þessu er sagt á vef Wall Street Journal, þar sem ítarlega er fjallað um ferðalag Mark Zuckerberg með Facebook.

Árið 2012 hóf fyrirtækið að selja fleiri auglýsingar í „News Feed“, sem er miðja skjásins þar sem uppfærslur birtast og um 1,2 milljarður fólks eyðir tíma sínum.

Í fréttinni er sagt að greinendur reikni með að Facebook tilkynni á næstunni að heildartekjur fyrirtækisins hafi aukist um meira en 40 prósent á milli ára. Um þrír milljarðar Bandaríkjadala af tekjum fyrirtækisins, eða yfir þriðjungur, koma líklega frá auglýsingum í snjalltækjum.

Aulýsingatekjur Facebook í snjalltækjum hafa aukist gífurlega.Skjáskot úr myndbandi Wall Street Journal





Fleiri fréttir

Sjá meira


×