Viðskipti erlent

Viðskiptahalli ekki verið lægri í fjögur ár

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Útflutningur jókst í Bandaríkjunum um 0,9 prósent.
Útflutningur jókst í Bandaríkjunum um 0,9 prósent.
Viðskiptahalli í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægri í fjögur ár en hann var í nóvember, en aukin sala á olíu varð til þess að útflutningur náði methæðum. BBC greinir frá þessu.

Hallinn lækkaði um 12,9 prósent í nóvember, var þá 34 milljarðar dala og hefur ekki verið lægri síðan í október 2009.

Innflutningur lækkaði um 1,4 prósent frá því október en útflutningur jókst um 0,9 prósent.

Ekki var aðeins meiri útflutningur á olíu heldur einnig á amerískum flugvélum og tækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×