Salan á Skeljungi er viðskipti ársins Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. desember 2013 07:00 Þótt dómnefnd Markaðarins hafi valið söluna á Skeljungi sem viðskipti ársins vegna þeirrar endurskipulagningar, uppbyggingar og virðisaukningar sem orðið hefur hjá félaginu síðustu ár, þá þykir sumum sem helst til hátt verð hafi verið greitt fyrir félagið. Hvort það er rétt leiðir tíminn einn í ljós. Fréttablaðið/Daníel Frá því var greint á vordögum að hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Guðmundsson hefðu ákveðið að selja allan hlut sinn, um 92 prósent, í olíufélaginu Skeljungi. Viðræður voru teknar upp við framtakssjóðinn SÍA II sem sjóðastýringarfélagið Stefnir rekur. Viðskiptin gengu svo í gegn og þóttu seljendur félagsins koma svo vel frá borði að dómnefnd Markaðarins hefur valið þau viðskipti ársins. Valið byggir á miklum hagnaði sem þau hjón virðast hafa innleyst við söluna, sem síðan gekk í gegn á haustdögum og hlaut blessun samkeppnisyfirvalda snemma í desember. Í október greindi Morgunblaðið frá því að Svanhildur Nanna og Guðmundur Örn hefðu selt hlut sinn fyrir tíu milljarða króna. Með í kaupunum fóru fasteignir Skeljungs og færeyska olíudreifingarfélagið P/F Magn. Virðisaukningin er allnokkur því fyrir hlutinn hafa þau hjón líkast til greitt tvo til þrjá milljarða. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir Frá því var greint á sínum tíma að 51 prósents hlut í félaginu hefðu þau, ásamt Birgi Bieltvedt, keypt af Glitni á 1,5 milljarða króna í ágúst 2008. Restina keyptu þau svo af bankanum á um milljarð árið 2010 og árið 2011 keyptu þau átta prósenta hlut Birgis. Gert er ráð fyrir því að nýir eigendur að Skeljungi taki við félaginu núna eftir áramótin, en kaupandi félagsins er samlagshlutafélagið SF IV, sem er í rekstri Stefnis. Gerð var sátt við Samkeppniseftirlitið, sem í tilkynningu Stefnis er sögð ætlað að „tryggja sjálfstæði Skeljungs“. Sáttin er enn óbirt, en Samkeppniseftirlitið hefur fylgst grannt með olíumarkaði og er annt um að þar haldist áfram virk samkeppni. Skilyrði sem sett eru í sáttinni eru sögð miða að því marki. „Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka var ráðgjafi kaupenda í viðskiptunum. Kaupin voru leidd af framtakssjóðnum SÍA II, sem er í rekstri Stefnis, en meðal annarra hluthafa eru lífeyrissjóðir, aðrir stofnanafjárfestar og einstaklingar. Nánar verður greint frá hluthöfum SF IV þegar nýir eigendur taka við félaginu,“ segir í tilkynningu á vef Stefnis. Guðmundur Örn Þórðarson Þar er líka haft eftir Benedikt Ólafssyni, forstöðumanni sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, að með því að ganga samhliða frá kaupum á öllu hlutafé í P/F Magn og sameina félögin, sé enn fleiri stoðum skotið undir reksturinn auk þess sem töluverður hluti tekna verði í erlendri mynt. „Við teljum því sameinað félag vera álitlegan fjárfestingarkost og fjölmörg tækifæri þegar horft er fram á veginn,“ er eftir honum haft. Viðskiptin eru þó ekki alveg óumdeild, því þau eru líka nefnd í vali Markaðarins á verstu viðskiptum ársins. Þótt seljendur hafi mögulega komið vel frá borði eru skiptar skoðanir um ágæti viðskiptanna fyrir kaupendurna. Þannig mun sú staða lífeyrissjóðanna að vera stútfullir af peningum sem þeir þurfa nauðsynlega að „koma í vinnu“ ef til vill hafa ýtt þeim út í að greiða fullhátt verð fyrir félagið. „Til lengri tíma er þetta mjög líklega hnignandi bissness þar sem nýrri bílar sem seljast í dag eyða fjórum lítrum á hundraðið í stað eldri bíla sem er skipt út, sem eyddu tíu lítrum eða meira,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. Þá mun þróunin á sviði rafmagnsbíla einnig þýða versnandi viðskiptamódel fyrir olíufélög til lengri tíma. Vangaveltum sem þessum verður hins vegar trauðla svarað nema með reynslunni einni. Svanhildur Nanna segir þau mjög ánægð yfir því að Skeljungur sé kominn á þann stað að fagfjárfestar sýni félaginu áhuga, séu reiðubúnir að fjárfesta í því og styðja við áframhaldandi enduruppbyggingu fyrirtækisins, að því er fram kemur á vef Stefnis. „Þegar við komum að félaginu seinnihluta árs 2008, stóð það mjög völtum fótum og ljóst að tíðar breytingar á eignarhaldi og sviptingar í efnahagsumhverfinu höfðu bitnað illa á félaginu, sem var í raun orðið tæknilega gjaldþrota á þessum tíma,“ er eftir henni haft. Síðustu fimm ár hafi svo öflugur hópur stjórnenda og starfsmanna unnið hörðum höndum að því að byggja félagið upp á nýjan leik. „Rekstur þess hefur batnað til muna og skuldastaðan er aftur orðin viðráðanleg.“ Þá bendir Svanhildur Nanna á að Skeljungur sé gamalt og rótgróið félag sem eigi sér langa sögu. Því hafi stór hópur fólks komið að félaginu með einum eða öðrum hætti í gegnum árin. „Við höfum fundið það í gegnum aðkomu okkar að margir bera sterkar taugar til félagsins og er það okkar von að félagið sé nú komið á þann stað að allir Skeljungsmenn geti verið stoltir af. Við teljum þetta rétta tímapunktinn til að koma félaginu í hendurnar á öflugum hópi fjárfesta sem er vel í stakk búinn að styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins.“ Einar Örn Ólafsson heldur áfram sem forstjóri Skeljungs eftir söluna, en hann á yfir þriggja prósenta hlut í félaginu. Hann hefur verið forstjóri frá árinu 2009. Áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis banka og hélt áfram störfum fyrir Íslandsbanka eftir hrun. Hann lét af störfum hjá bankanum á vordögum 2009. Skeljungur, Magn og SÍA II Skeljungur var stofnaður árið 1928. Félagið rekur um 100 afgreiðslustöðvar undir vörumerkjum Orkunnar og Shell. Þá selur félagið fyrirtækjum um allt land olíu og tengdan varning. Hjá félaginu starfa um þrjú hundruð starfsmenn. Fasteignir félagsins eru sagðar nálægt 35 talsins og eru samtals um 23 þúsund fermetrar. P/F Magn var stofnað af Shell í Danmörku árið 1953, að því er fram kemur í upplýsingum Stefnis. „Hjá fyrirtækinu starfa um 140 starfsmenn. Magn rekur ellefu bensínafgreiðslustöðvar í Færeyjum auk þess að sinna fyrirtækjamarkaði og selja gasolíu til húshitunar í Færeyjum.“ SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. „Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 20 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011,“ segir á vef Stefnis. Bestu viðskipti ársins 1. sæti Salan á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn til samlagshlutafélagsins SF IV. Á vormánuðum var greint frá því að viðræður stæðu yfir um söluna á Skeljungi, en viðræðurnar leiddi framtakssjóðurinn SÍA II, sem er í rekstri Stefnis. Í desemberbyrjun kom svo græna ljósið á viðskiptin frá Samkeppniseftirlitinu. Rökstuðningur: „Ef staða Skeljungs og tengdra félaga er skoðuð nánar er ljóst að „samstæðan“ var lítils virði fyrir um þremur árum vegna mikilla skulda. Niðurfellingar skulda síðan þá og kaupgleði fagfjárfesta í dag gerir eigendum félagsins kleift að ná fram einum bestu viðskiptum síðustu ára.“ „Eigendur Skeljungs koma vel frá borði — fengu ríflega greitt fyrir sinn hlut.“ „Ef rétt er að þau [hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson] hafi hafi fengið tíu milljarða króna fyrir félagið (með skuldum) eru þau réttnefnd snillingar!“ 2. sæti Plain Vanilla og QuizUp Leikjafyrirtækið Plain Vanilla sló í gegn með tölvuleiknum QuizUp og náði heimsathygli fyrir. Viðræður um sölu fyrirtækisins fyrir milljarða standa yfir. Rökstuðningur: „Það er svo frábært þegar ungir frumkvöðvar „sigra heiminn“ með þessum hætti. Frábærar fyrirmyndir sem sýna vonandi að útrásin er ekki með öllu dauð og að orðið útrás ætti ekki að vera skammaryrði á Íslandi.“ „Flott fjármögnun frá alvöru fjárfestum, tæknilega góð útfærsla á mjög góðu konsepti og stórkostlega vel heppnuð „viral“ markaðssetning sem byggir algerlega á aðdráttarafli vörunnar sjálfrar. Gaman að sjá svona verkefni spretta upp úr íslenska sprotaumhverfinu.“ „Að fá risa-yfirtökutilboð frá Zynga Games í Bandaríkjunum og hafna því. Þetta setur ótrúlega háan verðmiða á þetta tölvufyrirtæki.“ „Ótrúlegt að íslenskt fyrirtæki nái því að eiga app sem er í efstu sætum iTunes Store vikum saman. Magnaður árangur.“ 3. sæti Salan á Betware Austurríska fyrirtækjasamsteypan Novomatic keypti 90% hlutafjár Betware í nóvember. Salan er meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Kaupverð nam tveimur til þremur milljörðum króna. Rökstuðningur: „Sala á íslensku hátæknifyrirtæki sem ekki er skráð á hlutabréfamarkað sýnir hversu ábatasamt það getur verið að leggja áherslu á tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi.“ „Kaup á fyrirtækjum hafa oftar vakið athygli en sala þeirra. Það er hins vegar ekki fyrr en við sölu sem menn innleysa verðmæti.“ „Mikil fagmennska einkennir rekstur Betware og fyrirtækið er með faggilda vottun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Salan á fyrirtækinu fyrir tvo til þrjá milljarða króna sýnir að það er eftirspurn eftir íslensku hugviti.“ Annað sem var nefnt: Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. 800 milljóna viðbótarfjármögnun Meniga í júní. „Hef fylgst með Meniga frá upphafi og tel að Georg Lúðvíksson sé snillingur sem eigi sér fáa líka. Afar sjaldgæf blanda frumkvöðuls, akademísks fræðimanns og hörku bissnessmanns.“ Fríverslunarsamningur Íslands og Kína. „Opnar mýmörg tækifæri sem standa nágrannaríkjum okkar ekki til boða.“ Kaup Kristjáns Loftssonar á hlut Árna Vilhjálmssonar í Granda. „Kristján er orðinn einn valdamesti maður viðskiptalífsins eftir kaup hans á hlutabréfum erfingja Árna Vilhjálmssonar í Fiskveiðahlutafélaginu Venusi. Kristján heldur nú um alla þræði í HB Granda og fær að veiða hval óáreittur. Auk þess hafa Kristján og Arion banki sammælst um að skrá HB Granda á aðalmarkaðinn á næsta ári sem mun auka verðmæti útgerðarrisans til muna.“ Í dómnefnd Markaðarins áttu sæti: Árni Hauksson fjárfestir • Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Virðingu • Hafliði Helgason, sérfræðingur hjá Framtakssjóði Íslands • Hallbjörn Karlsson fjárfestir • Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gekon • Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania • Gísli Hauksson, forstjóri Gamma • Haraldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket • Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri • Jafet S. Ólafsson fjárfestir • Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu • Óli Kristján Ármannsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Markaðarins • Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland • Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins • Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og dósent við HÍ • Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar HR. Skeljungsmálið Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Frá því var greint á vordögum að hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Guðmundsson hefðu ákveðið að selja allan hlut sinn, um 92 prósent, í olíufélaginu Skeljungi. Viðræður voru teknar upp við framtakssjóðinn SÍA II sem sjóðastýringarfélagið Stefnir rekur. Viðskiptin gengu svo í gegn og þóttu seljendur félagsins koma svo vel frá borði að dómnefnd Markaðarins hefur valið þau viðskipti ársins. Valið byggir á miklum hagnaði sem þau hjón virðast hafa innleyst við söluna, sem síðan gekk í gegn á haustdögum og hlaut blessun samkeppnisyfirvalda snemma í desember. Í október greindi Morgunblaðið frá því að Svanhildur Nanna og Guðmundur Örn hefðu selt hlut sinn fyrir tíu milljarða króna. Með í kaupunum fóru fasteignir Skeljungs og færeyska olíudreifingarfélagið P/F Magn. Virðisaukningin er allnokkur því fyrir hlutinn hafa þau hjón líkast til greitt tvo til þrjá milljarða. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir Frá því var greint á sínum tíma að 51 prósents hlut í félaginu hefðu þau, ásamt Birgi Bieltvedt, keypt af Glitni á 1,5 milljarða króna í ágúst 2008. Restina keyptu þau svo af bankanum á um milljarð árið 2010 og árið 2011 keyptu þau átta prósenta hlut Birgis. Gert er ráð fyrir því að nýir eigendur að Skeljungi taki við félaginu núna eftir áramótin, en kaupandi félagsins er samlagshlutafélagið SF IV, sem er í rekstri Stefnis. Gerð var sátt við Samkeppniseftirlitið, sem í tilkynningu Stefnis er sögð ætlað að „tryggja sjálfstæði Skeljungs“. Sáttin er enn óbirt, en Samkeppniseftirlitið hefur fylgst grannt með olíumarkaði og er annt um að þar haldist áfram virk samkeppni. Skilyrði sem sett eru í sáttinni eru sögð miða að því marki. „Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka var ráðgjafi kaupenda í viðskiptunum. Kaupin voru leidd af framtakssjóðnum SÍA II, sem er í rekstri Stefnis, en meðal annarra hluthafa eru lífeyrissjóðir, aðrir stofnanafjárfestar og einstaklingar. Nánar verður greint frá hluthöfum SF IV þegar nýir eigendur taka við félaginu,“ segir í tilkynningu á vef Stefnis. Guðmundur Örn Þórðarson Þar er líka haft eftir Benedikt Ólafssyni, forstöðumanni sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, að með því að ganga samhliða frá kaupum á öllu hlutafé í P/F Magn og sameina félögin, sé enn fleiri stoðum skotið undir reksturinn auk þess sem töluverður hluti tekna verði í erlendri mynt. „Við teljum því sameinað félag vera álitlegan fjárfestingarkost og fjölmörg tækifæri þegar horft er fram á veginn,“ er eftir honum haft. Viðskiptin eru þó ekki alveg óumdeild, því þau eru líka nefnd í vali Markaðarins á verstu viðskiptum ársins. Þótt seljendur hafi mögulega komið vel frá borði eru skiptar skoðanir um ágæti viðskiptanna fyrir kaupendurna. Þannig mun sú staða lífeyrissjóðanna að vera stútfullir af peningum sem þeir þurfa nauðsynlega að „koma í vinnu“ ef til vill hafa ýtt þeim út í að greiða fullhátt verð fyrir félagið. „Til lengri tíma er þetta mjög líklega hnignandi bissness þar sem nýrri bílar sem seljast í dag eyða fjórum lítrum á hundraðið í stað eldri bíla sem er skipt út, sem eyddu tíu lítrum eða meira,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. Þá mun þróunin á sviði rafmagnsbíla einnig þýða versnandi viðskiptamódel fyrir olíufélög til lengri tíma. Vangaveltum sem þessum verður hins vegar trauðla svarað nema með reynslunni einni. Svanhildur Nanna segir þau mjög ánægð yfir því að Skeljungur sé kominn á þann stað að fagfjárfestar sýni félaginu áhuga, séu reiðubúnir að fjárfesta í því og styðja við áframhaldandi enduruppbyggingu fyrirtækisins, að því er fram kemur á vef Stefnis. „Þegar við komum að félaginu seinnihluta árs 2008, stóð það mjög völtum fótum og ljóst að tíðar breytingar á eignarhaldi og sviptingar í efnahagsumhverfinu höfðu bitnað illa á félaginu, sem var í raun orðið tæknilega gjaldþrota á þessum tíma,“ er eftir henni haft. Síðustu fimm ár hafi svo öflugur hópur stjórnenda og starfsmanna unnið hörðum höndum að því að byggja félagið upp á nýjan leik. „Rekstur þess hefur batnað til muna og skuldastaðan er aftur orðin viðráðanleg.“ Þá bendir Svanhildur Nanna á að Skeljungur sé gamalt og rótgróið félag sem eigi sér langa sögu. Því hafi stór hópur fólks komið að félaginu með einum eða öðrum hætti í gegnum árin. „Við höfum fundið það í gegnum aðkomu okkar að margir bera sterkar taugar til félagsins og er það okkar von að félagið sé nú komið á þann stað að allir Skeljungsmenn geti verið stoltir af. Við teljum þetta rétta tímapunktinn til að koma félaginu í hendurnar á öflugum hópi fjárfesta sem er vel í stakk búinn að styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins.“ Einar Örn Ólafsson heldur áfram sem forstjóri Skeljungs eftir söluna, en hann á yfir þriggja prósenta hlut í félaginu. Hann hefur verið forstjóri frá árinu 2009. Áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis banka og hélt áfram störfum fyrir Íslandsbanka eftir hrun. Hann lét af störfum hjá bankanum á vordögum 2009. Skeljungur, Magn og SÍA II Skeljungur var stofnaður árið 1928. Félagið rekur um 100 afgreiðslustöðvar undir vörumerkjum Orkunnar og Shell. Þá selur félagið fyrirtækjum um allt land olíu og tengdan varning. Hjá félaginu starfa um þrjú hundruð starfsmenn. Fasteignir félagsins eru sagðar nálægt 35 talsins og eru samtals um 23 þúsund fermetrar. P/F Magn var stofnað af Shell í Danmörku árið 1953, að því er fram kemur í upplýsingum Stefnis. „Hjá fyrirtækinu starfa um 140 starfsmenn. Magn rekur ellefu bensínafgreiðslustöðvar í Færeyjum auk þess að sinna fyrirtækjamarkaði og selja gasolíu til húshitunar í Færeyjum.“ SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. „Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 20 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011,“ segir á vef Stefnis. Bestu viðskipti ársins 1. sæti Salan á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn til samlagshlutafélagsins SF IV. Á vormánuðum var greint frá því að viðræður stæðu yfir um söluna á Skeljungi, en viðræðurnar leiddi framtakssjóðurinn SÍA II, sem er í rekstri Stefnis. Í desemberbyrjun kom svo græna ljósið á viðskiptin frá Samkeppniseftirlitinu. Rökstuðningur: „Ef staða Skeljungs og tengdra félaga er skoðuð nánar er ljóst að „samstæðan“ var lítils virði fyrir um þremur árum vegna mikilla skulda. Niðurfellingar skulda síðan þá og kaupgleði fagfjárfesta í dag gerir eigendum félagsins kleift að ná fram einum bestu viðskiptum síðustu ára.“ „Eigendur Skeljungs koma vel frá borði — fengu ríflega greitt fyrir sinn hlut.“ „Ef rétt er að þau [hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson] hafi hafi fengið tíu milljarða króna fyrir félagið (með skuldum) eru þau réttnefnd snillingar!“ 2. sæti Plain Vanilla og QuizUp Leikjafyrirtækið Plain Vanilla sló í gegn með tölvuleiknum QuizUp og náði heimsathygli fyrir. Viðræður um sölu fyrirtækisins fyrir milljarða standa yfir. Rökstuðningur: „Það er svo frábært þegar ungir frumkvöðvar „sigra heiminn“ með þessum hætti. Frábærar fyrirmyndir sem sýna vonandi að útrásin er ekki með öllu dauð og að orðið útrás ætti ekki að vera skammaryrði á Íslandi.“ „Flott fjármögnun frá alvöru fjárfestum, tæknilega góð útfærsla á mjög góðu konsepti og stórkostlega vel heppnuð „viral“ markaðssetning sem byggir algerlega á aðdráttarafli vörunnar sjálfrar. Gaman að sjá svona verkefni spretta upp úr íslenska sprotaumhverfinu.“ „Að fá risa-yfirtökutilboð frá Zynga Games í Bandaríkjunum og hafna því. Þetta setur ótrúlega háan verðmiða á þetta tölvufyrirtæki.“ „Ótrúlegt að íslenskt fyrirtæki nái því að eiga app sem er í efstu sætum iTunes Store vikum saman. Magnaður árangur.“ 3. sæti Salan á Betware Austurríska fyrirtækjasamsteypan Novomatic keypti 90% hlutafjár Betware í nóvember. Salan er meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Kaupverð nam tveimur til þremur milljörðum króna. Rökstuðningur: „Sala á íslensku hátæknifyrirtæki sem ekki er skráð á hlutabréfamarkað sýnir hversu ábatasamt það getur verið að leggja áherslu á tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi.“ „Kaup á fyrirtækjum hafa oftar vakið athygli en sala þeirra. Það er hins vegar ekki fyrr en við sölu sem menn innleysa verðmæti.“ „Mikil fagmennska einkennir rekstur Betware og fyrirtækið er með faggilda vottun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Salan á fyrirtækinu fyrir tvo til þrjá milljarða króna sýnir að það er eftirspurn eftir íslensku hugviti.“ Annað sem var nefnt: Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. 800 milljóna viðbótarfjármögnun Meniga í júní. „Hef fylgst með Meniga frá upphafi og tel að Georg Lúðvíksson sé snillingur sem eigi sér fáa líka. Afar sjaldgæf blanda frumkvöðuls, akademísks fræðimanns og hörku bissnessmanns.“ Fríverslunarsamningur Íslands og Kína. „Opnar mýmörg tækifæri sem standa nágrannaríkjum okkar ekki til boða.“ Kaup Kristjáns Loftssonar á hlut Árna Vilhjálmssonar í Granda. „Kristján er orðinn einn valdamesti maður viðskiptalífsins eftir kaup hans á hlutabréfum erfingja Árna Vilhjálmssonar í Fiskveiðahlutafélaginu Venusi. Kristján heldur nú um alla þræði í HB Granda og fær að veiða hval óáreittur. Auk þess hafa Kristján og Arion banki sammælst um að skrá HB Granda á aðalmarkaðinn á næsta ári sem mun auka verðmæti útgerðarrisans til muna.“ Í dómnefnd Markaðarins áttu sæti: Árni Hauksson fjárfestir • Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Virðingu • Hafliði Helgason, sérfræðingur hjá Framtakssjóði Íslands • Hallbjörn Karlsson fjárfestir • Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gekon • Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania • Gísli Hauksson, forstjóri Gamma • Haraldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket • Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri • Jafet S. Ólafsson fjárfestir • Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu • Óli Kristján Ármannsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Markaðarins • Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland • Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins • Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og dósent við HÍ • Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar HR.
Skeljungsmálið Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira