KR-ingar í fámennan klúbb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 08:00 KR-ingurinn Darri Hilmarsson. Mynd/Daníel KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum