Ó, land vors RÚV Pawel Bartoszek skrifar 27. desember 2013 07:00 Jón Gnarr sagði nýlega á borgarstjórnarfundi að hann ætti Sjálfstæðisflokknum leiklistarferil sinn að þakka enda hefði það verið í hans valdatíð sem rekstur útvarps- og sjónvarsstöðva var gefinn frjáls. Óháð því hve vel mönnum finnst sá flokkur vera að því hrósi kominn er þetta ferskt viðmót hjá Jóni. Ferskara en að láta sem maður standi í þakkarskuld við einokunaraðila. Margir vilja „verja Ríkisútvarpið“. Nýlega lét hópur fólks í ljós þá skoðun í blaðagrein að öflugt ríkissjónvarp væri forsenda þess að „okkar rödd“, rödd þjóðarinnar, heyrðist. Aðrir létu í ljós þá skoðun að ráðandi öfl væru að refsa stöðinni fyrir gagnrýna umfjöllun. Oft var svo látið í veðri vaka að þeir sem vildu sjá hlutverk RÚV minna en ekki meira væru á móti menningu. Að leikarar þakki RÚV leiklistarferil sinn er eins og ef ég myndi þakka kommúnismanum fyrir að hafa kennt mér að lesa. Listafólk stendur ekki í einhverri skuld við Ríkisútvarpið. Raunar er sorglegt til þess að hugsa að öll þessi ár til 1986 hafi sjón- eða tónlistarmaður ekki getað komið sér á framfæri öðruvísi en að vera í náðinni hjá nokkrum opinberum starfsmönnum sem réðu efnisvalinu á einu stöðvunum sem löglegar voru hér á landi. Hugsa sér: Hve mörgum Jónum Gnörrum höfum við misst af?Ekkert að þakka Undir hvaða kringumstæðum gætu íslenskir listamenn staðið í þakkarskuld við Ríkissjónvarpið? Nú, til dæmis ef Sjónvarpið hefði framleitt einhverja frábæra gaman-, barna- eða glæpaþætti á 8. áratugnum sem komið hefðu íslenskri leiklist og tónlist rækilega á kortið. En allan þann tíma sem ríkið var eitt um þennan rekstur gerðist ekkert slíkt. Enda er Ríkisútvarpið svolítið eins og landbúnaðarkerfið. Flest lof sem um afurðirnar heyrist er lygi. Dagskrárgerðin á RÚV hefur lengst af verið álíka mikið í heimsklassa og íslenska brauðskinkan. Hefur mikið efni frá RÚV verið leikið á erlendum stöðvum? Hafa þættir af RÚV verið seldir á mynddiskum í erlendum verslunum? Hafa þeir unnið til einhverra alþjóðlegra verðlauna? Nei, því miður. Menn geta ekki verið í heimsklassa í bara einu landi.Frumkvæðið hjá einkastöðvum Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson voru í hópi frumherja á sviði útvarpsreksturs á Íslandi sem uppgötvuðu að „þáttur fyrir ungt fólk“ gat verið eitthvað annað en bara vinsæl tónlist í bland við upplýsingar um hvað klukkan væri. Maður hlustaði á þessa Tvíhöfðaþætti þeirra heilu unglingavinnutímabilin. Þeir fóru á Stöð 2 og gerðu Fóstbræður. Það er DVD-efni. Síðan kom Næturvaktin. Menn hafa endurgert hana í útlöndum. Það til merkis um eitthvað. Sumir sjá kannski RÚV fyrir sér sem stað þar sem fólk fær tækifæri. Svona frumkvöðlasetur. En stofnunin stendur varla undir nafni sem slík. Hvað þá með alla þessa þætti sem byrjuðu annars staðar? Nefna má Hraðfréttir, Silfur Egils og Popppunkt. Er það hlutverk RÚV að kaupa yfir þætti sem aðrir hafa veðjað á?Gegn einstaklingum og útlendingum Það er líka magnað hvernig baráttan gegn „erlendum áhrifum“ og einstaklingsframtaki hefur einkennt marga atburði í sögu RÚV. Ríkið þurfti að stofna útvarpsstöð því svo mikið af fólki var farið að hlusta á erlent útvarp. Svo þurfti auðvitað að banna einkaaðilum að útvarpa. Ríkið þurfti að stofna sjónvarpsstöð því Bandaríkjamenn ráku hér Kanasjónvarp. Svo þurfti nauðsynlega að loka Kanasjónvarpinu, því ekki gekk að erlent ríki ræki hér sjónvarpsstöð og spillti landanum. Svo í þann mund sem pressan á að einkaaðilum yrði leyft að reka útvarp var að aukast þá var Rás 2 sett á fót. Kannski í einhverri von um að fólk léti sér þetta nægja.Eins og bláa mjólkin Fólk er vanafast. Ríkisstöðvarnar njóta gríðarlegs forskots. Þessar stöðvar eru stilltar númer eitt á flestum viðtækjum landsins, sem er svipað og ef allir landsmenn notuðu sömu upphafssíðu í vafranum. Á þann hátt eru þessar stöðvar eins og nýmjólkin og léttmjólkin. Fólk neytir þeirra, hálftilneytt, sama hvað. Stundum barnslega sannfært um að aðrir í heiminum myndu öfunda það af upplifuninni.Uppfært 27.12. 2013. Pawel Bartoszek leiðréttir greinina hér að ofan á heimasíðu sinni: Í grein minni í Fréttablaðinu í dag, sem fjallaði um RÚV, hélt ég eftirfarandi fram um dagskrárgerð RÚV: „Hafa þeir [þættir RÚV] unnið til einhverra alþjóðlegra verðlauna? Nei, því miður.“ Ég játa fúslega að þetta var ekki rétt hjá mér. Hér eru nokkur dæmi sem ég hef fundið síðan og mér hefur verið bent á:https://www.ruv.is/leiklist/tvo-utvarpsverk-tilnefnd-til-prix-europahttps://www.ruv.is/frett/opid-hus-faer-norraen-utvarpsleikhusverdlaunhttps://www.press.is/index.php/felagidh/frettir/2793-enginn_titill11111111112222222222333333333344444446 Þá hefur mér verið bent á að Fóstbræður hafi upprunarlega verið framleiddir af Stöð 3 en ekki Stöð 2. Nú mætti í sjálfu sér eyða restinni af þessari færslu til að klóra sig í prentafturendan og bösslast við að halda því fram að efni greinarinnar standi þrátt fyrir þessar staðreyndavillur. Það verður að vera annarra að dæma um það. Hins vegar er það bara þannig að þegar maður birtir grein í blaði þá á maður að sjá til að þar sé rétt farið með sannleikann. Svo var ekki í þessu tilfelli og ég skal því glaður láta út úr mér einfaldasta orð íslenskrar tungu: Fyrirgefið, lesendur og allir aðrir sem í hlut eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Jón Gnarr sagði nýlega á borgarstjórnarfundi að hann ætti Sjálfstæðisflokknum leiklistarferil sinn að þakka enda hefði það verið í hans valdatíð sem rekstur útvarps- og sjónvarsstöðva var gefinn frjáls. Óháð því hve vel mönnum finnst sá flokkur vera að því hrósi kominn er þetta ferskt viðmót hjá Jóni. Ferskara en að láta sem maður standi í þakkarskuld við einokunaraðila. Margir vilja „verja Ríkisútvarpið“. Nýlega lét hópur fólks í ljós þá skoðun í blaðagrein að öflugt ríkissjónvarp væri forsenda þess að „okkar rödd“, rödd þjóðarinnar, heyrðist. Aðrir létu í ljós þá skoðun að ráðandi öfl væru að refsa stöðinni fyrir gagnrýna umfjöllun. Oft var svo látið í veðri vaka að þeir sem vildu sjá hlutverk RÚV minna en ekki meira væru á móti menningu. Að leikarar þakki RÚV leiklistarferil sinn er eins og ef ég myndi þakka kommúnismanum fyrir að hafa kennt mér að lesa. Listafólk stendur ekki í einhverri skuld við Ríkisútvarpið. Raunar er sorglegt til þess að hugsa að öll þessi ár til 1986 hafi sjón- eða tónlistarmaður ekki getað komið sér á framfæri öðruvísi en að vera í náðinni hjá nokkrum opinberum starfsmönnum sem réðu efnisvalinu á einu stöðvunum sem löglegar voru hér á landi. Hugsa sér: Hve mörgum Jónum Gnörrum höfum við misst af?Ekkert að þakka Undir hvaða kringumstæðum gætu íslenskir listamenn staðið í þakkarskuld við Ríkissjónvarpið? Nú, til dæmis ef Sjónvarpið hefði framleitt einhverja frábæra gaman-, barna- eða glæpaþætti á 8. áratugnum sem komið hefðu íslenskri leiklist og tónlist rækilega á kortið. En allan þann tíma sem ríkið var eitt um þennan rekstur gerðist ekkert slíkt. Enda er Ríkisútvarpið svolítið eins og landbúnaðarkerfið. Flest lof sem um afurðirnar heyrist er lygi. Dagskrárgerðin á RÚV hefur lengst af verið álíka mikið í heimsklassa og íslenska brauðskinkan. Hefur mikið efni frá RÚV verið leikið á erlendum stöðvum? Hafa þættir af RÚV verið seldir á mynddiskum í erlendum verslunum? Hafa þeir unnið til einhverra alþjóðlegra verðlauna? Nei, því miður. Menn geta ekki verið í heimsklassa í bara einu landi.Frumkvæðið hjá einkastöðvum Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson voru í hópi frumherja á sviði útvarpsreksturs á Íslandi sem uppgötvuðu að „þáttur fyrir ungt fólk“ gat verið eitthvað annað en bara vinsæl tónlist í bland við upplýsingar um hvað klukkan væri. Maður hlustaði á þessa Tvíhöfðaþætti þeirra heilu unglingavinnutímabilin. Þeir fóru á Stöð 2 og gerðu Fóstbræður. Það er DVD-efni. Síðan kom Næturvaktin. Menn hafa endurgert hana í útlöndum. Það til merkis um eitthvað. Sumir sjá kannski RÚV fyrir sér sem stað þar sem fólk fær tækifæri. Svona frumkvöðlasetur. En stofnunin stendur varla undir nafni sem slík. Hvað þá með alla þessa þætti sem byrjuðu annars staðar? Nefna má Hraðfréttir, Silfur Egils og Popppunkt. Er það hlutverk RÚV að kaupa yfir þætti sem aðrir hafa veðjað á?Gegn einstaklingum og útlendingum Það er líka magnað hvernig baráttan gegn „erlendum áhrifum“ og einstaklingsframtaki hefur einkennt marga atburði í sögu RÚV. Ríkið þurfti að stofna útvarpsstöð því svo mikið af fólki var farið að hlusta á erlent útvarp. Svo þurfti auðvitað að banna einkaaðilum að útvarpa. Ríkið þurfti að stofna sjónvarpsstöð því Bandaríkjamenn ráku hér Kanasjónvarp. Svo þurfti nauðsynlega að loka Kanasjónvarpinu, því ekki gekk að erlent ríki ræki hér sjónvarpsstöð og spillti landanum. Svo í þann mund sem pressan á að einkaaðilum yrði leyft að reka útvarp var að aukast þá var Rás 2 sett á fót. Kannski í einhverri von um að fólk léti sér þetta nægja.Eins og bláa mjólkin Fólk er vanafast. Ríkisstöðvarnar njóta gríðarlegs forskots. Þessar stöðvar eru stilltar númer eitt á flestum viðtækjum landsins, sem er svipað og ef allir landsmenn notuðu sömu upphafssíðu í vafranum. Á þann hátt eru þessar stöðvar eins og nýmjólkin og léttmjólkin. Fólk neytir þeirra, hálftilneytt, sama hvað. Stundum barnslega sannfært um að aðrir í heiminum myndu öfunda það af upplifuninni.Uppfært 27.12. 2013. Pawel Bartoszek leiðréttir greinina hér að ofan á heimasíðu sinni: Í grein minni í Fréttablaðinu í dag, sem fjallaði um RÚV, hélt ég eftirfarandi fram um dagskrárgerð RÚV: „Hafa þeir [þættir RÚV] unnið til einhverra alþjóðlegra verðlauna? Nei, því miður.“ Ég játa fúslega að þetta var ekki rétt hjá mér. Hér eru nokkur dæmi sem ég hef fundið síðan og mér hefur verið bent á:https://www.ruv.is/leiklist/tvo-utvarpsverk-tilnefnd-til-prix-europahttps://www.ruv.is/frett/opid-hus-faer-norraen-utvarpsleikhusverdlaunhttps://www.press.is/index.php/felagidh/frettir/2793-enginn_titill11111111112222222222333333333344444446 Þá hefur mér verið bent á að Fóstbræður hafi upprunarlega verið framleiddir af Stöð 3 en ekki Stöð 2. Nú mætti í sjálfu sér eyða restinni af þessari færslu til að klóra sig í prentafturendan og bösslast við að halda því fram að efni greinarinnar standi þrátt fyrir þessar staðreyndavillur. Það verður að vera annarra að dæma um það. Hins vegar er það bara þannig að þegar maður birtir grein í blaði þá á maður að sjá til að þar sé rétt farið með sannleikann. Svo var ekki í þessu tilfelli og ég skal því glaður láta út úr mér einfaldasta orð íslenskrar tungu: Fyrirgefið, lesendur og allir aðrir sem í hlut eiga.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun