Vann fyrir Victoriu Beckham í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 09:30 Eydís Helena Evensen er að gera góða hluti í fyrirsætugeiranum í London. Hún vann meðal annars fyrir Victoriu Beckham og tók lagið með henni. fréttablaðið/valli „Ég vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og það var mjög magnað að hitta hana,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem hefur búið í London í haust. Hún hefur unnið sem Elite-fyrirsæta þar undanfarið og tekist á við ýmis áhugaverð verkefni. „Verkefnið fyrir Victoriu Beckham var svokallað „showroom“ fyrir nýju línuna hennar, sem virkar þannig að nokkrar fyrirsætur gengu um salinn og sýndu línuna hennar. Salurinn var fullur af kúnnum alls staðar að úr heiminum,“ útskýrir Eydís Helena, sem tók meira að segja lagið með frú Beckham baksviðs. „Það var mjög gaman, enda er ég dyggur aðdáandi Spice Girls,“ bætir Eydís Helena við létt í lundu. Hún hefur setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og ELLE UK vefsíðuna, fyrir utan Victoriu Beckham-verkefnið. „Þetta hefur verið virkilega áhugavert og ég hef öðlast mikla reynslu þarna úti. Fyrir Top Shop gerði ég sex tískumyndbönd sem munu birtast á vefsíðu Top Shop innan skamms,“ segir Eydís Helena. Verk hennar má einnig sjá á hinni vinsælu og virtu vefsíðu Urban Outfitters og einnig á vefsíðu Elle UK. „Ég fæ yfirleitt bara sms á kvöldin frá skrifstofunni sem segir til um hvað ég sé að fara gera daginn eftir. Það er spennandi og skemmtilegt,“ segir Eydís Helena aðspurð um hvernig verkefnin verði til.Vann fyrir Kryddpíuna Victoriu Beckham.NORDICPHOTOS/GETTYFyrir utan fyrirsætustörfin, spilar Eydís Helena á píanó og var hún ekki í vandræðum við að finna sér stað í London til þess að æfa sig á píanóið. „Einn daginn, þegar var ég að labba heim úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar koma áttræður maður til dyra og ég spurði hann hvort ég mætti æfa mig á píanóið hjá honum. Hann svaraði játandi og fór ég til hans nokkrum sinnum í viku og æfði mig,“ útskýrir Eydís Helena. Eydís Helena er stödd heima á Íslandi yfir hátíðirnar og er óviss hvert stefnan verði sett á næsta ári. „Mig langar að klára tónlistarnámið mitt á Íslandi eftir áramót en mér stendur til boða að fara að vinna í Mílanó í janúar, hjá Fashion Milan,“ útskýrir Eydís Helena. Ef hún heldur áfram í fyrirsætugeiranum eru næstu stoppustöðvarnar líklega París eða New York. „Það er auðvitað mjög spennandi og freistandi að halda áfram en mig langar að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“ RFF Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
„Ég vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og það var mjög magnað að hitta hana,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem hefur búið í London í haust. Hún hefur unnið sem Elite-fyrirsæta þar undanfarið og tekist á við ýmis áhugaverð verkefni. „Verkefnið fyrir Victoriu Beckham var svokallað „showroom“ fyrir nýju línuna hennar, sem virkar þannig að nokkrar fyrirsætur gengu um salinn og sýndu línuna hennar. Salurinn var fullur af kúnnum alls staðar að úr heiminum,“ útskýrir Eydís Helena, sem tók meira að segja lagið með frú Beckham baksviðs. „Það var mjög gaman, enda er ég dyggur aðdáandi Spice Girls,“ bætir Eydís Helena við létt í lundu. Hún hefur setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og ELLE UK vefsíðuna, fyrir utan Victoriu Beckham-verkefnið. „Þetta hefur verið virkilega áhugavert og ég hef öðlast mikla reynslu þarna úti. Fyrir Top Shop gerði ég sex tískumyndbönd sem munu birtast á vefsíðu Top Shop innan skamms,“ segir Eydís Helena. Verk hennar má einnig sjá á hinni vinsælu og virtu vefsíðu Urban Outfitters og einnig á vefsíðu Elle UK. „Ég fæ yfirleitt bara sms á kvöldin frá skrifstofunni sem segir til um hvað ég sé að fara gera daginn eftir. Það er spennandi og skemmtilegt,“ segir Eydís Helena aðspurð um hvernig verkefnin verði til.Vann fyrir Kryddpíuna Victoriu Beckham.NORDICPHOTOS/GETTYFyrir utan fyrirsætustörfin, spilar Eydís Helena á píanó og var hún ekki í vandræðum við að finna sér stað í London til þess að æfa sig á píanóið. „Einn daginn, þegar var ég að labba heim úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar koma áttræður maður til dyra og ég spurði hann hvort ég mætti æfa mig á píanóið hjá honum. Hann svaraði játandi og fór ég til hans nokkrum sinnum í viku og æfði mig,“ útskýrir Eydís Helena. Eydís Helena er stödd heima á Íslandi yfir hátíðirnar og er óviss hvert stefnan verði sett á næsta ári. „Mig langar að klára tónlistarnámið mitt á Íslandi eftir áramót en mér stendur til boða að fara að vinna í Mílanó í janúar, hjá Fashion Milan,“ útskýrir Eydís Helena. Ef hún heldur áfram í fyrirsætugeiranum eru næstu stoppustöðvarnar líklega París eða New York. „Það er auðvitað mjög spennandi og freistandi að halda áfram en mig langar að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“
RFF Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira