Birna: Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 08:30 Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttir í lok síðasta tímabils. Mynd/Daníel „Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Sjá meira
„Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Sjá meira