Drogba: Ég verð á heimavelli í báðum leikjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2013 00:01 Það verður vafalítið skemmtileg stund er Drogba kemur aftur til Chelsea. Hann mun örugglega fá faðmlag frá Mourinho. Mynd/NordicPhotos/Getty Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira