Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Marín Manda skrifar 13. desember 2013 07:00 Aníta Briem leikkona býr í Los Angeles með grískættuðum eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus. Í fjölda ára hefur hún sinnt leikkonuferli sínum en um jólin eiga þau hjónin von á frumburðinum. Anita segir meðgönguna vera stórbrotna reynslu og hlakkar til að kynnast litla englinum sínum.Til hamingju með óléttuna. Hvenær áttu von á þér? „Takk fyrir. Ég er sett á 28. desember, svo hún gæti í rauninni komið hvenær sem er frá þessari stundu. Hún er orðin svo stór og sterk að hún ýtir líffærum mínum til miskunnarlaust. Þetta er allt alvöru núna. Litlir fætur potast upp í rifbein.“Hvernig hefur þér liðið á meðgöngunni?„Ég hef verið ótrúlega heppin. Ég fann fyrir smá ógleði fyrst en síðan bara smá þreytu einstöku sinnum. Ég get tekið mér 10 mínútna „djúpsvefns-kríu“ næstum því hvar og hvenær sem er. Þegar ég var í tökum á Fólkinu í blokkinni í sumar festi ég oft djúpan svefn á milli atriða, þá vissi enginn af þessu enn og allir héldu ábyggilega að ég þjáðist af drómasýki,“ segir hún og hlær.Anita Briem er stórglæsileg verðandi mamma.Þetta barn er kraftaverkHefurðu fengið einhverja sérstaka löngun í mat á meðgöngunni?„Ég fæ ekki nóg af kornfleksi. Stundum vakna ég um miðja nótt að drepast úr hungri og verð að fara og fá mér kornfleks með ískaldri mjólk. Þetta er alveg orðið vandamál. Svo er ég frekar sjúk í ávexti og hangi stundum aðeins í ávaxtadeildinni í búðinni til að njóta ilmsins af ferskum fíkjum og ferskjum.“Er meðgangan eitthvað í líkingu við það sem þú bjóst við? „Ég er orðlaus næstum daglega yfir öllu því sem líkami minn er að gera. Þetta er margfalt meira undur en ég gat ímyndað mér. Svo hefur þetta líka verið ánægjulegra. Mig langaði lengi til að búa til barn en var mjög hikandi og áhyggjufull yfir að kippa mér svona af markaðinum. Ég hef unnið alveg rosalega hörðum höndum að mínum ferli til að geta klifið hærra og haft meira frelsi til að velja mér leikstjóra til að vinna með og verkefni sem hafa virkilega merkingu fyrir mig. Þó að ég hafi áorkað miklu er þetta allt ósköp brothætt. En þetta kraftaverk gaf mér þá gjöf að sleppa aðeins óttanum og kvíðanum. Maður fær bara að vera barnshafandi í fyrsta skipti einu sinni og ég ætla ekki að leyfa neinum að taka frá mér þá stórbrotnu upplifun.“Amerískt gjafaregn Hefurðu upplifað eitthvað óvenjulegt á þessum tíma? „Almenna kurteisi og tillitssemi sem maður finnur á allt annan hátt þegar maður er sýnilega óléttur. Svo upplifði ég alvöru amerískt „baby shower“. Vinkona mín hélt veislu fyrir mig og var hún líkust brúðkaupsveislu. Ég vildi endilega hafa bæði stelpur og stráka því ég hef alltaf verið mjög óttaslegin yfir þessum „barnasturtum“ sem þú sérð í bíómyndunum. Það eina sem ég bað um var að strákarnir mættu vera með og nóg væri til af áfengi svo við gætum nú haldið gott partí. Mamma kom ásamt Evu Ásrúnu, bestu vinkonu sinni, (sem var líka ljósmóðir mömmu og tók á móti mér) og þær héldu uppi stuðinu fram á kvöld með söng og kennslustund í íslenskum drykkjusiðum.“Veistu kynið? „Við eigum von á lítilli dömu.“Fórstu í 3D-sónar sem er svo vinsælt? „Já, ég bað reyndar ekki um það en þeir gerðu það bara óumbeðnir. Fyrst um 20 vikur þar sem hún leit út eins og gamall krumpaður karl, og svo núna aftur nýlega þar sem dásamlega litla andlitið hennar og gígantísku varirnar hennar færðu foreldrum hennar mikinn létti og gleði. Við fengum meira að segja vídeó af henni í 3D þar sem hún er að naga á sér handarbakið. Þetta litla vídeó getur lyft hjartanu til tunglsins í hvaða kringumstæðum sem er.“Mynd úr Baby shower veislunni.Eruð þið hjónin búin að velja nafn? Kannski íslenskt nafn? „Við erum ekki búin að velja nafn ennþá en erum komin með nokkur í úrslit. Þetta er gríðarlega mikið ábyrgðarstarf. Það er mér mikilvægt að nafnið sé íslenskt og við viljum gjarnan finna nafn sem virkar bæði á íslensku og grísku þar sem barnsfaðir minn er af grískum uppruna. Svo þarf það líka að vera eitthvað sem auðvelt er að bera fram á enskri tungu – sem sagt nærri ómögulegt. Við ætlum að halda því okkar á milli þangað til hún fæðist, og þá verður hún sú fyrsta sem heyrir nafnið sitt.“Einmanaleg ólétta í L.A. Ertu þá búin að vera á fullu í hreiðurgerð? „Við vorum að kaupa hús og erum þessa dagana að rífa niður veggi og leggja gólf. Mig sárlangar að byrja á alvöru hreiðurgerð, þvo og strauja fötin hennar og hengja upp gluggatjöld en það bíður í nokkra daga í viðbót. Nú eigum við allavega rosa sætan garð þar sem hún getur hlaupið um og haldið teboð í framtíðinni.“Hvernig er að vera ólétt í Hollywood? „Pínu einmanalegt. Engin af vinkonum mínum hér á börn. Ein var að láta frysta úr sér egg, hún er það næsta sem ég kemst að eiga vinkonu með barn. Stelpur hér bíða miklu lengur til að sinna framanum svo mér finnst ég svolítið einangruð hér. Umboðsmennirnir mínir og lögfræðingur voru ótrúlega ánægðir fyrir mína hönd og það var mikill léttir. Ég var hrædd um að þeir myndu halda að ég myndi vera svona amerísk mamma sem missir áhugann á vinnunni. Fólk hér veit ekki hvers konar sjálfstæði og töggur eru í íslensku kvenfólki.“Líta konur í Hollywood jafnvel öðruvísi á barneignir, nú þegar margir þekktir eru farnir að eignast fullt af börnum eins og Brad Pitt og Angelina? „Já, ég held að ímyndin hafi breyst frá því að það að eignast börn geri konur eldri og þær séu bara teknar af kjötmarkaðnum yfir í að það geri konur enn kvenlegri og kynþokkafyllri fyrir vikið. Í rauninni nær íslenskum hugsunarhætti, guði sé lof.“Talandi um framann, geturðu tekið þér almennilegt fæðingarorlof? „Það er ekkert til sem heitir fæðingarorlof í þessum bransa þar sem ég er bara ráðin í eitt verkefni eftir annað og ekki með fastan vinnuveitanda. Pínu erfitt að því leyti. En óvissan fylgir svolítið þessu lífi sem ég hef kosið mér og ég verð bara að lifa lífinu af hugrekki en ekki í áhyggjukasti yfir hvað gerist næst. Það er hægt að sóa hálfu lífi í áhyggjur og missa af öllu því mikilvæga á meðan. Ég veit ég myndi sjá eftir því að lifa svoleiðis. Ég hef verið mjög meðvituð um að halda mér í góðu formi á meðgöngunni til að auðvelda mér að komast aftur í form. Það þarf að gerast ansi hratt og ég reikna með og stefni á að vera komin aftur í „action“ sirka mánuði eftir fæðingu.“Anita BriemLíkaminn tilbúinn að framkvæmaVarðandi fæðinguna, hvort heldurðu að verði fyrir valinu, náttúruleg fæðing eða hyggurðu á keisara eins og svo margar konur velja í dag? „Náttúrulega alla leið. Það hljómar kannski masókismalega en ég myndi alls ekki vilja missa af þessari upplifun. Hún sneri lengst af með hausinn upp og ég hafði miklar áhyggjur af að þurfa að fara í keisara en eftir löng samtöl og samningaviðræður við hana og alls konar daglegar apastöður sneri hún sér loksins. Nú er hún alveg þar sem hún á að vera, í viðbragðsstöðu, litla jólabarnið mitt. Ég ætla að fæða á Cedars Sinai-spítalanum en þeir eru sagðir vera með einhverja bestu fæðingaraðstöðu í heiminum. Ég er bara spennt að upplifa stund fyrir stund öll þessi kraftaverk sem líkami minn ætlar að fara að framkvæma.“Aníta var á Íslandi í sumar að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Fólkið í blokkinni. Þá gafst henni tækifæri til að tilkynna fjölskyldunni góðu fréttirnar. „Íslendingar hafa miklu heilbrigðari hugsunarhátt gagnvart barneignum og fjölskyldu og ég naut þess virkilega að vera heima í þennan tíma.“ Eftir tökurnar á Íslandi var förinni heitið til Ástralíu að sinna öðru verkefni en fjármögnunin á verkefninu dróst og því eru tökur áætlaðar á næsta ári. „Ég gerði mitt besta til að þykjast vera vonsvikin við leikstjórann í símann en var dauðfegin því það byrjaði að sjá á mér einmitt um þetta leyti, svona nokkrum vikum eftir tökurnar á Fólkinu. Ég hefði þurft að gefa það frá mér ef tökur hefðu haldist í sumar.“ Á næsta ári hefur Anita ráðið sig í þrjú verkefni en vill njóta þess að kynnast litla englinum sínum fyrstu mánuðina.Hafa framtíðardraumarnir breyst nú þegar þú ert að fara að takast á við stærsta hlutverk lífs þíns, að vera móðir? „Já, ég hef verið mjög hugsi um umhverfið. Langar að hún geti eytt ári hér og þar á Íslandi. Los Angeles er spennandi borg að mörgu leyti en hún er best þegar hún er jöfnuð út með íslenskri menningu svo hún litla dóttir mín fái alltaf jarðtengingu og finni í sálinni hvaðan hún kemur. Ég vil áorka hlutum sem hún getur verið stolt af. Mikilvægi þess að hún sé stolt af mömmu sinni heldur mér vakandi á nóttunni.“Úr afmælisveislu systur hennar.Íslensk jól í útlöndumGætir þú hugsað þér að flytja aftur til Íslands nær fjölskyldunni? „Ég myndi vilja eyða meiri tíma heima nær fjölskyldunni, sérstaklega með litlu stelpuna mína. Ég veit ekki hvort ég myndi flytja til frambúðar. En lífið er alltaf að koma mér á óvart. Alltaf þegar mér finnst ég vita hvað kemur næst, snýst allt á haus og nýr kafli byrjar sem ég bjóst aldrei við. Vinnan er alltaf að fara með okkur um allar trissur og okkur hjónunum finnst gaman að ferðast og við erum ekki föst í einu umhverfi. Ég ólst upp í svoddan rokk og ról lífsstíl með foreldrum mínum að þannig líður mér best. Og þannig langar mig að kynna heiminn fyrir dóttur minni.“Aníta lék í þáttunum, Fólkið í blokkinni í sumar.Hvernig verða jólin hjá ykkur? „Jólin okkar verða ósköp friðsæl og róleg vona ég. Við verðum bara tvö og bíðum eftir litla jólaenglinum okkar. Höfum verið á haus að gera upp nýja húsið okkar en vonandi getum við gírað aðeins niður í friðarjól núna. Mamma kom með malt og appelsín í síðustu heimsókn svo það situr alveg heilagt í ísskápnum til aðfangadagskvölds. Svo er ég að vonast eftir íslenskum jólamolum í pakkanum sem er á leiðinni frá mömmu.“Verða þau mikið öðruvísi en á Íslandi?„Við höfum alltaf haldið mjög íslensk jól. Það er vissulega meira sólskin hér en ég geri alltaf aðventukrans og kveiki á kertum á hverjum sunnudegi og hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1 á Þorláksmessu eins og mamma gerir alltaf. Svo hlustum við á klukkurnar hringja inn jólin klukkan 18 á aðfangadagskvöld og messuna sem fylgir. Næst borðum við jólamatinn sem er venjulega hangikjöt og uppstúf en það má víst ekki vera á matseðlinum í ár. Svo eru kortin lesin og pökkunum sinnt áður en við göngum inn í nóttina með jóladisk Karlakórs Reykjavíkur. Mér finnst hátíðleikinn vera afar mikilvægur á jólum. Taka smástund til að staldra við og þakka fyrir allt sem ég hef.“ Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Sjá meira
Aníta Briem leikkona býr í Los Angeles með grískættuðum eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus. Í fjölda ára hefur hún sinnt leikkonuferli sínum en um jólin eiga þau hjónin von á frumburðinum. Anita segir meðgönguna vera stórbrotna reynslu og hlakkar til að kynnast litla englinum sínum.Til hamingju með óléttuna. Hvenær áttu von á þér? „Takk fyrir. Ég er sett á 28. desember, svo hún gæti í rauninni komið hvenær sem er frá þessari stundu. Hún er orðin svo stór og sterk að hún ýtir líffærum mínum til miskunnarlaust. Þetta er allt alvöru núna. Litlir fætur potast upp í rifbein.“Hvernig hefur þér liðið á meðgöngunni?„Ég hef verið ótrúlega heppin. Ég fann fyrir smá ógleði fyrst en síðan bara smá þreytu einstöku sinnum. Ég get tekið mér 10 mínútna „djúpsvefns-kríu“ næstum því hvar og hvenær sem er. Þegar ég var í tökum á Fólkinu í blokkinni í sumar festi ég oft djúpan svefn á milli atriða, þá vissi enginn af þessu enn og allir héldu ábyggilega að ég þjáðist af drómasýki,“ segir hún og hlær.Anita Briem er stórglæsileg verðandi mamma.Þetta barn er kraftaverkHefurðu fengið einhverja sérstaka löngun í mat á meðgöngunni?„Ég fæ ekki nóg af kornfleksi. Stundum vakna ég um miðja nótt að drepast úr hungri og verð að fara og fá mér kornfleks með ískaldri mjólk. Þetta er alveg orðið vandamál. Svo er ég frekar sjúk í ávexti og hangi stundum aðeins í ávaxtadeildinni í búðinni til að njóta ilmsins af ferskum fíkjum og ferskjum.“Er meðgangan eitthvað í líkingu við það sem þú bjóst við? „Ég er orðlaus næstum daglega yfir öllu því sem líkami minn er að gera. Þetta er margfalt meira undur en ég gat ímyndað mér. Svo hefur þetta líka verið ánægjulegra. Mig langaði lengi til að búa til barn en var mjög hikandi og áhyggjufull yfir að kippa mér svona af markaðinum. Ég hef unnið alveg rosalega hörðum höndum að mínum ferli til að geta klifið hærra og haft meira frelsi til að velja mér leikstjóra til að vinna með og verkefni sem hafa virkilega merkingu fyrir mig. Þó að ég hafi áorkað miklu er þetta allt ósköp brothætt. En þetta kraftaverk gaf mér þá gjöf að sleppa aðeins óttanum og kvíðanum. Maður fær bara að vera barnshafandi í fyrsta skipti einu sinni og ég ætla ekki að leyfa neinum að taka frá mér þá stórbrotnu upplifun.“Amerískt gjafaregn Hefurðu upplifað eitthvað óvenjulegt á þessum tíma? „Almenna kurteisi og tillitssemi sem maður finnur á allt annan hátt þegar maður er sýnilega óléttur. Svo upplifði ég alvöru amerískt „baby shower“. Vinkona mín hélt veislu fyrir mig og var hún líkust brúðkaupsveislu. Ég vildi endilega hafa bæði stelpur og stráka því ég hef alltaf verið mjög óttaslegin yfir þessum „barnasturtum“ sem þú sérð í bíómyndunum. Það eina sem ég bað um var að strákarnir mættu vera með og nóg væri til af áfengi svo við gætum nú haldið gott partí. Mamma kom ásamt Evu Ásrúnu, bestu vinkonu sinni, (sem var líka ljósmóðir mömmu og tók á móti mér) og þær héldu uppi stuðinu fram á kvöld með söng og kennslustund í íslenskum drykkjusiðum.“Veistu kynið? „Við eigum von á lítilli dömu.“Fórstu í 3D-sónar sem er svo vinsælt? „Já, ég bað reyndar ekki um það en þeir gerðu það bara óumbeðnir. Fyrst um 20 vikur þar sem hún leit út eins og gamall krumpaður karl, og svo núna aftur nýlega þar sem dásamlega litla andlitið hennar og gígantísku varirnar hennar færðu foreldrum hennar mikinn létti og gleði. Við fengum meira að segja vídeó af henni í 3D þar sem hún er að naga á sér handarbakið. Þetta litla vídeó getur lyft hjartanu til tunglsins í hvaða kringumstæðum sem er.“Mynd úr Baby shower veislunni.Eruð þið hjónin búin að velja nafn? Kannski íslenskt nafn? „Við erum ekki búin að velja nafn ennþá en erum komin með nokkur í úrslit. Þetta er gríðarlega mikið ábyrgðarstarf. Það er mér mikilvægt að nafnið sé íslenskt og við viljum gjarnan finna nafn sem virkar bæði á íslensku og grísku þar sem barnsfaðir minn er af grískum uppruna. Svo þarf það líka að vera eitthvað sem auðvelt er að bera fram á enskri tungu – sem sagt nærri ómögulegt. Við ætlum að halda því okkar á milli þangað til hún fæðist, og þá verður hún sú fyrsta sem heyrir nafnið sitt.“Einmanaleg ólétta í L.A. Ertu þá búin að vera á fullu í hreiðurgerð? „Við vorum að kaupa hús og erum þessa dagana að rífa niður veggi og leggja gólf. Mig sárlangar að byrja á alvöru hreiðurgerð, þvo og strauja fötin hennar og hengja upp gluggatjöld en það bíður í nokkra daga í viðbót. Nú eigum við allavega rosa sætan garð þar sem hún getur hlaupið um og haldið teboð í framtíðinni.“Hvernig er að vera ólétt í Hollywood? „Pínu einmanalegt. Engin af vinkonum mínum hér á börn. Ein var að láta frysta úr sér egg, hún er það næsta sem ég kemst að eiga vinkonu með barn. Stelpur hér bíða miklu lengur til að sinna framanum svo mér finnst ég svolítið einangruð hér. Umboðsmennirnir mínir og lögfræðingur voru ótrúlega ánægðir fyrir mína hönd og það var mikill léttir. Ég var hrædd um að þeir myndu halda að ég myndi vera svona amerísk mamma sem missir áhugann á vinnunni. Fólk hér veit ekki hvers konar sjálfstæði og töggur eru í íslensku kvenfólki.“Líta konur í Hollywood jafnvel öðruvísi á barneignir, nú þegar margir þekktir eru farnir að eignast fullt af börnum eins og Brad Pitt og Angelina? „Já, ég held að ímyndin hafi breyst frá því að það að eignast börn geri konur eldri og þær séu bara teknar af kjötmarkaðnum yfir í að það geri konur enn kvenlegri og kynþokkafyllri fyrir vikið. Í rauninni nær íslenskum hugsunarhætti, guði sé lof.“Talandi um framann, geturðu tekið þér almennilegt fæðingarorlof? „Það er ekkert til sem heitir fæðingarorlof í þessum bransa þar sem ég er bara ráðin í eitt verkefni eftir annað og ekki með fastan vinnuveitanda. Pínu erfitt að því leyti. En óvissan fylgir svolítið þessu lífi sem ég hef kosið mér og ég verð bara að lifa lífinu af hugrekki en ekki í áhyggjukasti yfir hvað gerist næst. Það er hægt að sóa hálfu lífi í áhyggjur og missa af öllu því mikilvæga á meðan. Ég veit ég myndi sjá eftir því að lifa svoleiðis. Ég hef verið mjög meðvituð um að halda mér í góðu formi á meðgöngunni til að auðvelda mér að komast aftur í form. Það þarf að gerast ansi hratt og ég reikna með og stefni á að vera komin aftur í „action“ sirka mánuði eftir fæðingu.“Anita BriemLíkaminn tilbúinn að framkvæmaVarðandi fæðinguna, hvort heldurðu að verði fyrir valinu, náttúruleg fæðing eða hyggurðu á keisara eins og svo margar konur velja í dag? „Náttúrulega alla leið. Það hljómar kannski masókismalega en ég myndi alls ekki vilja missa af þessari upplifun. Hún sneri lengst af með hausinn upp og ég hafði miklar áhyggjur af að þurfa að fara í keisara en eftir löng samtöl og samningaviðræður við hana og alls konar daglegar apastöður sneri hún sér loksins. Nú er hún alveg þar sem hún á að vera, í viðbragðsstöðu, litla jólabarnið mitt. Ég ætla að fæða á Cedars Sinai-spítalanum en þeir eru sagðir vera með einhverja bestu fæðingaraðstöðu í heiminum. Ég er bara spennt að upplifa stund fyrir stund öll þessi kraftaverk sem líkami minn ætlar að fara að framkvæma.“Aníta var á Íslandi í sumar að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Fólkið í blokkinni. Þá gafst henni tækifæri til að tilkynna fjölskyldunni góðu fréttirnar. „Íslendingar hafa miklu heilbrigðari hugsunarhátt gagnvart barneignum og fjölskyldu og ég naut þess virkilega að vera heima í þennan tíma.“ Eftir tökurnar á Íslandi var förinni heitið til Ástralíu að sinna öðru verkefni en fjármögnunin á verkefninu dróst og því eru tökur áætlaðar á næsta ári. „Ég gerði mitt besta til að þykjast vera vonsvikin við leikstjórann í símann en var dauðfegin því það byrjaði að sjá á mér einmitt um þetta leyti, svona nokkrum vikum eftir tökurnar á Fólkinu. Ég hefði þurft að gefa það frá mér ef tökur hefðu haldist í sumar.“ Á næsta ári hefur Anita ráðið sig í þrjú verkefni en vill njóta þess að kynnast litla englinum sínum fyrstu mánuðina.Hafa framtíðardraumarnir breyst nú þegar þú ert að fara að takast á við stærsta hlutverk lífs þíns, að vera móðir? „Já, ég hef verið mjög hugsi um umhverfið. Langar að hún geti eytt ári hér og þar á Íslandi. Los Angeles er spennandi borg að mörgu leyti en hún er best þegar hún er jöfnuð út með íslenskri menningu svo hún litla dóttir mín fái alltaf jarðtengingu og finni í sálinni hvaðan hún kemur. Ég vil áorka hlutum sem hún getur verið stolt af. Mikilvægi þess að hún sé stolt af mömmu sinni heldur mér vakandi á nóttunni.“Úr afmælisveislu systur hennar.Íslensk jól í útlöndumGætir þú hugsað þér að flytja aftur til Íslands nær fjölskyldunni? „Ég myndi vilja eyða meiri tíma heima nær fjölskyldunni, sérstaklega með litlu stelpuna mína. Ég veit ekki hvort ég myndi flytja til frambúðar. En lífið er alltaf að koma mér á óvart. Alltaf þegar mér finnst ég vita hvað kemur næst, snýst allt á haus og nýr kafli byrjar sem ég bjóst aldrei við. Vinnan er alltaf að fara með okkur um allar trissur og okkur hjónunum finnst gaman að ferðast og við erum ekki föst í einu umhverfi. Ég ólst upp í svoddan rokk og ról lífsstíl með foreldrum mínum að þannig líður mér best. Og þannig langar mig að kynna heiminn fyrir dóttur minni.“Aníta lék í þáttunum, Fólkið í blokkinni í sumar.Hvernig verða jólin hjá ykkur? „Jólin okkar verða ósköp friðsæl og róleg vona ég. Við verðum bara tvö og bíðum eftir litla jólaenglinum okkar. Höfum verið á haus að gera upp nýja húsið okkar en vonandi getum við gírað aðeins niður í friðarjól núna. Mamma kom með malt og appelsín í síðustu heimsókn svo það situr alveg heilagt í ísskápnum til aðfangadagskvölds. Svo er ég að vonast eftir íslenskum jólamolum í pakkanum sem er á leiðinni frá mömmu.“Verða þau mikið öðruvísi en á Íslandi?„Við höfum alltaf haldið mjög íslensk jól. Það er vissulega meira sólskin hér en ég geri alltaf aðventukrans og kveiki á kertum á hverjum sunnudegi og hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1 á Þorláksmessu eins og mamma gerir alltaf. Svo hlustum við á klukkurnar hringja inn jólin klukkan 18 á aðfangadagskvöld og messuna sem fylgir. Næst borðum við jólamatinn sem er venjulega hangikjöt og uppstúf en það má víst ekki vera á matseðlinum í ár. Svo eru kortin lesin og pökkunum sinnt áður en við göngum inn í nóttina með jóladisk Karlakórs Reykjavíkur. Mér finnst hátíðleikinn vera afar mikilvægur á jólum. Taka smástund til að staldra við og þakka fyrir allt sem ég hef.“
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Sjá meira