Fótbolti

Toppsætið í húfi hjá Jóhanni og Aroni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg hefur skorað og skorað í Evrópudeildinni.
Jóhann Berg hefur skorað og skorað í Evrópudeildinni. Nordicphotos/Getty
Lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA fer fram í kvöld og verða þrjú Íslendingalið í eldlínunni. Tvö þeirra, Tottenham og AZ Alkmaar, eru þegar örugg áfram í 32-liða úrslit keppninnar og þá er Zulte Waregem, lið Ólafs Inga Skúlasonar, í ágætri stöðu í D-riðli. Liðið þarf jafntefli gegn Rubin Kazan á útivelli til að gulltryggja sér sæti í næstu umferð en Rússarnir eru þegar öruggir með sigur í riðlinum.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham hafa þegar klófest efsta sæti K-riðils en AZ, með Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson innanborðs, eiga fyrir höndum hreinan úrslitaleik gegn gríska liðinu PAOK á útivelli um sigur í L-riðli. Bæði lið fara þó áfram í 32-liða úrsiltin.

Allir leikir Íslendingaliðanna verða sýndir á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×