Æðislegt að vera komin til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2013 00:01 María Guðmundsdóttir hefur sýnt mikla þrautseigju með að komast til baka í skíðabrekkuna og uppskar vel í gær. „Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María. Íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
„Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María.
Íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira