Viðræðuslit í skóinn? Pawel Bartoszek skrifar 6. desember 2013 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að afturköllun IPA-styrkja Evrópusambandsins megi túlka sem viðræðuslit. Það má túlka það þannig en það er ekki rétt túlkun. Ísland hættir að vera umsóknarríki að ESB ef Íslendingar draga umsókn sína til baka eða ef ESB ákveður að svipta Ísland stöðu umsóknarríkis. Hvort tveggja gæti gerst. En hvorugt hefur enn gerst. Ég skil raunar vel hvers vegna utanríkisráðherra er að reyna spinna þann þráð að ESB „hafi í reynd slitið viðræðunum“ með framkomu sinni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta stef yrði endurtekið í Staksteinum, á Heimssýnarblogginu og í öðrum kórum sem syngja í sömu tóntegund: Að ESB væri í raun búið að segja okkur upp. Restin væri bara formsatriði. Það væri nefnilega draumastaða fyrir Gunnar, ríkisstjórnina og flesta ESB-andstæðinga ef ESB mundi loka á Ísland. Þá þyrftum við ekkert að gera.Beðið eftir Brussel Það má spyrja sig: Hvers vegna hefur þessi stjórn flokka sem báðir eru mótfallnir ESB-aðild ekki þegar ákveðið að draga ESB-umsóknina til baka? Svarið er nokkuð augljóst. Þrátt fyrir að afgerandi meirihluti þingmanna beggja flokka hafni ESB-viðræðum eru innan stjórnarliðsins einnig þingmenn sem vilja ljúka þeim, til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Engin ríkisstjórn vill hefja kjörtímabilið á því að fara að klofna í atkvæðagreiðslu. Þess vegna dreymir ríkisstjórnina um að Evrópusambandið sjálft segi okkur að snáfa. Að ESB skeri stjórnina úr snörunni.Styrkjafallið vonbrigði Ákvörðun ESB að hætta að borga okkur þá aðlögunarstyrki sem eftir stóðu kemur samt eilítið á óvart. Hún er eflaust skiljanleg, því erfitt er að réttlæta fyrir evrópskum skattgreiðendum að fjármunum þeirra sé vel varið til að greiða fyrir inngöngu ríkis þar sem forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseti tala allir gegn aðild. En auðvitað er hún ekki góð út frá íslenskum hagsmunum. Ekki fremur en boðaðar refsiaðgerðir á hendur Íslandi í makríldeilunni. Ég nefni það því okkur Evrópusinnum hættir stundum til að setja okkur of mikið í spor annarra. Við eigum ekki endilega að fagna því þótt ESB borgi okkur ekki pening. Jafnvel þótt við getum kennt framsóknarmanni um það.Hvattur til afglapa Aðeins til að verja Gunnar Braga, því tækifærin gefast ekki alltaf. Í vikunni var það rifjað upp að hann hefði á sínum tíma, sem óbreyttur þingmaður, óskað þess að leynd yrði aflétt af vinnuskjölum um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú hafi hann hins vegar hafnað sambærilegri beiðni, með vísan til þess að afnám leyndarinnar gæti skaðað íslenska hagsmuni, ef Íslendingar myndu einvern tíma kjósa að halda viðræðunum áfram. Núverandi stjórnarandstæðingar voru fljótir að benda á þennan viðsnúning. Já, já. Það má alltaf núa stjórnmálamanni um nasir ef hann segir A í apríl en B í maí en menn ættu að fara varlega í það hvers þeir óska sér. Það er engin ástæða til að hvetja Gunnar Braga ráðherra til að fara að haga sér heimskulega og skaða samskipti okkar við aðrar þjóðir bara vegna þess að Gunnar Bragi þingmaður vildi gera það. Kannski, vonandi, munum við einhvern tíma halda áfram með þessar viðræður. Og þá styrkir birting vinnuskjala sem sýna pælingar embættismanna okkar árið 2012 ekki samningsafstöðu okkar. Og ekki eykur hún heldur trúverðugleika okkar gagnvart viðsemjendunum.Bíðum Stundum þarf að sýna þolinmæði. Það er ágætt að stjórnin hafi ekki dregið umsóknina til baka strax heldur sé að þvælast með málið, ætli sér að skila óþarfa skýrslu og svo framvegis. Ástæðan er, eins og áður sagði, að stjórnin vill kaupa tíma. Ekki get ég séð að skýrsla stjórnarinnar um stöðu viðræðna geri ESB-sinna á þingi að ESB-andstæðingum eða öfugt. Von ESB-andstæðinga er sú að ESB geri eitthvað sem hægt verði að túlka sem slit viðræðna. Svo lengi sem menn fara ekki að bíta í þá illa hnýttu flugu getur þetta haldið svona áfram þangað til stutt verður í næstu kosningar og einhver evrópusinnaðri stjórn tekur við. Næsti utanríkisráðherra getur þá haldið áfram með viðræðurnar án sérstaks samþykkis þingsins. Ég meina, þeim var aldrei slitið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að afturköllun IPA-styrkja Evrópusambandsins megi túlka sem viðræðuslit. Það má túlka það þannig en það er ekki rétt túlkun. Ísland hættir að vera umsóknarríki að ESB ef Íslendingar draga umsókn sína til baka eða ef ESB ákveður að svipta Ísland stöðu umsóknarríkis. Hvort tveggja gæti gerst. En hvorugt hefur enn gerst. Ég skil raunar vel hvers vegna utanríkisráðherra er að reyna spinna þann þráð að ESB „hafi í reynd slitið viðræðunum“ með framkomu sinni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta stef yrði endurtekið í Staksteinum, á Heimssýnarblogginu og í öðrum kórum sem syngja í sömu tóntegund: Að ESB væri í raun búið að segja okkur upp. Restin væri bara formsatriði. Það væri nefnilega draumastaða fyrir Gunnar, ríkisstjórnina og flesta ESB-andstæðinga ef ESB mundi loka á Ísland. Þá þyrftum við ekkert að gera.Beðið eftir Brussel Það má spyrja sig: Hvers vegna hefur þessi stjórn flokka sem báðir eru mótfallnir ESB-aðild ekki þegar ákveðið að draga ESB-umsóknina til baka? Svarið er nokkuð augljóst. Þrátt fyrir að afgerandi meirihluti þingmanna beggja flokka hafni ESB-viðræðum eru innan stjórnarliðsins einnig þingmenn sem vilja ljúka þeim, til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Engin ríkisstjórn vill hefja kjörtímabilið á því að fara að klofna í atkvæðagreiðslu. Þess vegna dreymir ríkisstjórnina um að Evrópusambandið sjálft segi okkur að snáfa. Að ESB skeri stjórnina úr snörunni.Styrkjafallið vonbrigði Ákvörðun ESB að hætta að borga okkur þá aðlögunarstyrki sem eftir stóðu kemur samt eilítið á óvart. Hún er eflaust skiljanleg, því erfitt er að réttlæta fyrir evrópskum skattgreiðendum að fjármunum þeirra sé vel varið til að greiða fyrir inngöngu ríkis þar sem forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseti tala allir gegn aðild. En auðvitað er hún ekki góð út frá íslenskum hagsmunum. Ekki fremur en boðaðar refsiaðgerðir á hendur Íslandi í makríldeilunni. Ég nefni það því okkur Evrópusinnum hættir stundum til að setja okkur of mikið í spor annarra. Við eigum ekki endilega að fagna því þótt ESB borgi okkur ekki pening. Jafnvel þótt við getum kennt framsóknarmanni um það.Hvattur til afglapa Aðeins til að verja Gunnar Braga, því tækifærin gefast ekki alltaf. Í vikunni var það rifjað upp að hann hefði á sínum tíma, sem óbreyttur þingmaður, óskað þess að leynd yrði aflétt af vinnuskjölum um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú hafi hann hins vegar hafnað sambærilegri beiðni, með vísan til þess að afnám leyndarinnar gæti skaðað íslenska hagsmuni, ef Íslendingar myndu einvern tíma kjósa að halda viðræðunum áfram. Núverandi stjórnarandstæðingar voru fljótir að benda á þennan viðsnúning. Já, já. Það má alltaf núa stjórnmálamanni um nasir ef hann segir A í apríl en B í maí en menn ættu að fara varlega í það hvers þeir óska sér. Það er engin ástæða til að hvetja Gunnar Braga ráðherra til að fara að haga sér heimskulega og skaða samskipti okkar við aðrar þjóðir bara vegna þess að Gunnar Bragi þingmaður vildi gera það. Kannski, vonandi, munum við einhvern tíma halda áfram með þessar viðræður. Og þá styrkir birting vinnuskjala sem sýna pælingar embættismanna okkar árið 2012 ekki samningsafstöðu okkar. Og ekki eykur hún heldur trúverðugleika okkar gagnvart viðsemjendunum.Bíðum Stundum þarf að sýna þolinmæði. Það er ágætt að stjórnin hafi ekki dregið umsóknina til baka strax heldur sé að þvælast með málið, ætli sér að skila óþarfa skýrslu og svo framvegis. Ástæðan er, eins og áður sagði, að stjórnin vill kaupa tíma. Ekki get ég séð að skýrsla stjórnarinnar um stöðu viðræðna geri ESB-sinna á þingi að ESB-andstæðingum eða öfugt. Von ESB-andstæðinga er sú að ESB geri eitthvað sem hægt verði að túlka sem slit viðræðna. Svo lengi sem menn fara ekki að bíta í þá illa hnýttu flugu getur þetta haldið svona áfram þangað til stutt verður í næstu kosningar og einhver evrópusinnaðri stjórn tekur við. Næsti utanríkisráðherra getur þá haldið áfram með viðræðurnar án sérstaks samþykkis þingsins. Ég meina, þeim var aldrei slitið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun