Sport

Hver verður bestur í ár?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Matthildur Ylfa og Jón Margeir voru heiðruð í fyrra.
Fréttablaðið/Anton
Matthildur Ylfa og Jón Margeir voru heiðruð í fyrra. Fréttablaðið/Anton
Tilkynnt verður í dag hvaða íþróttakarl og -kona hljóta sæmdarheitið íþróttafólk ársins 2013 úr röðum fatlaðra.

Jón Margeir Sverrisson, sundkappi úr röðum Fjölnis og Aspar, hlaut titilinn í karlaflokki í fyrra. Hann varð þá Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra.

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, frjálsíþrótta- og sundkona hjá ÍFR, hlaut viðurkenninguna í kvennaflokki. Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki í flokki spastískra á Ólympíumótinu í London. Þá setti hún fjölmörg Íslandsmet líkt og Jón Margeir.

Fróðlegt verður að sjá hverjir hljóta viðurkenninguna í ár á hófi á Hótel Sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×