Branson tekur á móti Bitcoin Freyr Bjarnason skrifar 28. nóvember 2013 07:00 Auðkýfingurinn segir Bitcoin nýjan og spennandi gjaldmiðil. nordicphotos/afp Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson mun taka við stafræna gjaldmiðlinum Bitcoin frá þeim sem ætla að kaupa ferð út í geiminn í gegnum fyrirtæki hans Virgin Galactic. Í samtali við fréttastofuna NBC sagði hann þetta „nýjan og spennandi gjaldmiðil“ en hann var kynntur til sögunnar árið 2008. Miðinn út í geim kostar 250 þúsund dali, eða um þrjátíu milljónir króna. Branson hefur tilkynnt um að fyrsta farþegaflugið út í geim verði farið á næsta ári. Branson og börnin hans Holly og Sam verða um borð í geimfarinu SpaceShipTwo sem þýtur af stað frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. NBC mun fylgjast með förinni í beinni útsendingu. „Virgin Galactic er himinlifandi með að NBC Universal fari með okkur í þessa fyrstu ferð út í geiminn,“ sagði Branson. „Í þessum fyrsta kafla geimferða viljum við gera geiminn aðgengilegri og fá almenning úti um allan heim til að taka þátt í könnun alheimsins og til að vera hluti af nýjungum í vísindum.“ Sharon Scott, forseti og framkvæmdastjóri Peapock Productions sem er hluti af NBC News, er spennt fyrir beinu útsendingunni. „Þátttaka Sir Richards og barnanna hans í fyrsta farþegafluginu út í geiminn verður einn eftirminnilegasti atburður sjónvarpssögunnar.“ Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson mun taka við stafræna gjaldmiðlinum Bitcoin frá þeim sem ætla að kaupa ferð út í geiminn í gegnum fyrirtæki hans Virgin Galactic. Í samtali við fréttastofuna NBC sagði hann þetta „nýjan og spennandi gjaldmiðil“ en hann var kynntur til sögunnar árið 2008. Miðinn út í geim kostar 250 þúsund dali, eða um þrjátíu milljónir króna. Branson hefur tilkynnt um að fyrsta farþegaflugið út í geim verði farið á næsta ári. Branson og börnin hans Holly og Sam verða um borð í geimfarinu SpaceShipTwo sem þýtur af stað frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. NBC mun fylgjast með förinni í beinni útsendingu. „Virgin Galactic er himinlifandi með að NBC Universal fari með okkur í þessa fyrstu ferð út í geiminn,“ sagði Branson. „Í þessum fyrsta kafla geimferða viljum við gera geiminn aðgengilegri og fá almenning úti um allan heim til að taka þátt í könnun alheimsins og til að vera hluti af nýjungum í vísindum.“ Sharon Scott, forseti og framkvæmdastjóri Peapock Productions sem er hluti af NBC News, er spennt fyrir beinu útsendingunni. „Þátttaka Sir Richards og barnanna hans í fyrsta farþegafluginu út í geiminn verður einn eftirminnilegasti atburður sjónvarpssögunnar.“
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira