Treyjunúmerið er hluti af manni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2013 07:00 Treyjan sem allt þetta snýst um Martin Hermannsson og Pavel Ermolinskij sjást hér saman með KR-treyjuna sem þeir vilja báðir spila í. Fréttablaðið/Stefán Tapleikur KR í Ljónagryfjunni í Powerade-bikarnum markaði viss tímamót innan KR-liðsins. Þetta er eina tap liðsins í deild eða bikar í vetur og eftir þann leik fékk Martin Hermannsson að klæðast treyjunni „sinni“ á ný. Pavel Ermolinskij kvaddi KR fyrir tveimur árum, þá sem tvöfaldur meistari og besti leikmaður ársins. Martin Hermannsson fékk mun stærra hlutverk í liðinu og treyju númer fimmtán þegar Pavel fór út í atvinnumennsku. Þegar Pavel snéri aftur í KR í haust vandaðist hins vegar málið. Bæði Pavel og Martin vildu vera í treyju númer fimmtán. „Það var komin upp smá pattstaða þarna en í staðinn fyrir að fara í eitthvað hart þá ákváðum við bara að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Pavel Ermolinskij. Niðurstaðan var að Pavel, sá eldri og reyndari, byrjaði leiktíðina í fimmtán en þeir þyrftu síðan að skipta um treyjur við hvern tapleik.Báðir hjátrúarfullir „Pavel var mjög sanngjarn. Ég var ánægður með það. Hann tók enga stjörnustæla á þetta og nýtti sér aldur eða landsleiki. Við erum báðir nett hjátrúarfullir og viljum báðir vera númer fimmtán. Ég held að þetta sé besta lausnin,“ segir Martin. Martin hefur verið frábær síðan hann komst í sitt númer og KR-ingar hafa unnið síðustu fjóra leiki sína. „Ég hef alltaf verið númer fimmtán, upp alla yngri flokka og í flestum landsleikjum. Pabbi var alltaf númer fimmtán og það er aðalástæðan fyrir því að ég spila í fimmtán. Fimmtán er einhvern veginn bara partur af manni,“ segir Martin. Hann er með 22,3 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik síðan hann komst í „réttu“ treyjuna. Alexander Ermolinskij, faðir Pavels, spilaði lengstum í númer níu, treyjunni sem Pavel spilar í eftir tapleikinn í Njarðvík.Búinn að vinna fyrir henni „Ef strákurinn væri ekki að standa sig þá væri ég löngu búinn að kippa honum úr treyjunni. Hann er búinn að vinna fyrir henni og meira en það,“ segir Pavel en það er samt morgunljóst að Pavel vill vera númer fimmtán frekar en í treyju númer níu. Pavel hrósar Martin fyrir frammistöðuna. „Hann er orðinn hörkugóður körfuboltamaður og er búinn að vera frábær fyrir okkur í vetur. Vonandi heldur hann svona áfram,“ segir Pavel og það er einkenni á KR-liðinu hversu margir skila til liðsins. „Við þurfum ekki einhverja 30 stiga menn þótt það sé meiri líkur en minni á því að leikmenn í KR-liðinu eigi eftir að eiga súperdag. Við pössum upp á það að vera ekki að setja þá pressu á einn eða tvo leikmenn heldur leyfa þessu að ráðast. Ég gæti spilað eigingjarnari bolta en það liggur í augum uppi að það myndi bara gera þetta lið verra,“ segir Pavel. „Það verður aldrei sami maðurinn stigahæstur í þessu liði leik eftir leik. Við getum allir átt stórleiki og allir hitt á vondan dag. Einhver annar þarf þá að stíga fram,“ segir Martin. KR-ingar eru stoltir af því hversu margir uppaldir KR-ingar eru í liðinu í dag. „Ég finn rosalega mikinn mun á því frá því í fyrra þegar við vorum með tvo Kana í byrjunarliðinu. Maður finnur KR-hjartað og KR-egóið í leikmönnum. Ég fer líka inn í hvern einasta leik stoltur af því að vera í KR-treyjunni,“ segir Martin. Pavel er efstur í KR-liðinu í fráköstum og stoðsendingum en Martin er stigahæsti leikmaður liðsins og annar í stoðsendingum. „Ég reyni bara að gefa liðinu það sem það þarf hverju sinni. Ég er ekki að setja einhverja pressu á sjálfan mig að vera með einhverja fáránlega leiki eða fáránlegar tölur. Ég veit að ég á þátt í velgengni liðsins en reyni að laga mig að því sem þarf í hverjum leik,“ segir Pavel.Maður sem kann allt Martin er ánægður með Pavel. „Pavel er náttúrulega gríðarlegur liðsstyrkur. Maður sem kann allt í þessum bransa og gerir menn í kringum sig betri. Virkilega þægilegt og gott að spila með honum. Hann opnar mikið fyrir aðra og er með hrikalega góðar sendingar,“ segir Martin. Martin hefur tekist að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og landsliðsmaðurinn Brynjar Þór Björnsson þarf að sætta sig við það að byrja á bekknum. „Það er hrikalega sterkt fyrir okkur að eiga Brynjar á bekknum. Það heldur manni á tánum vitandi að hann er á bekknum. Maður þarf að gefa sig allan í þetta,“ segir Martin og það eru fleiri ungir leikmenn að banka á dyrnar í KR-liðinu. „Ef þú ert nógu góður eins og Martin og fleiri strákar í KR þá áttu eftir að fá að spila,“ sagði Pavel og hann og reyndari leikenn liðsins vita vel að þeir mega ekkert slaka á. „Þeir eru nú þegar búnir að taka treyjurnar af okkur,“ segir Pavel í léttum tón. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Tapleikur KR í Ljónagryfjunni í Powerade-bikarnum markaði viss tímamót innan KR-liðsins. Þetta er eina tap liðsins í deild eða bikar í vetur og eftir þann leik fékk Martin Hermannsson að klæðast treyjunni „sinni“ á ný. Pavel Ermolinskij kvaddi KR fyrir tveimur árum, þá sem tvöfaldur meistari og besti leikmaður ársins. Martin Hermannsson fékk mun stærra hlutverk í liðinu og treyju númer fimmtán þegar Pavel fór út í atvinnumennsku. Þegar Pavel snéri aftur í KR í haust vandaðist hins vegar málið. Bæði Pavel og Martin vildu vera í treyju númer fimmtán. „Það var komin upp smá pattstaða þarna en í staðinn fyrir að fara í eitthvað hart þá ákváðum við bara að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Pavel Ermolinskij. Niðurstaðan var að Pavel, sá eldri og reyndari, byrjaði leiktíðina í fimmtán en þeir þyrftu síðan að skipta um treyjur við hvern tapleik.Báðir hjátrúarfullir „Pavel var mjög sanngjarn. Ég var ánægður með það. Hann tók enga stjörnustæla á þetta og nýtti sér aldur eða landsleiki. Við erum báðir nett hjátrúarfullir og viljum báðir vera númer fimmtán. Ég held að þetta sé besta lausnin,“ segir Martin. Martin hefur verið frábær síðan hann komst í sitt númer og KR-ingar hafa unnið síðustu fjóra leiki sína. „Ég hef alltaf verið númer fimmtán, upp alla yngri flokka og í flestum landsleikjum. Pabbi var alltaf númer fimmtán og það er aðalástæðan fyrir því að ég spila í fimmtán. Fimmtán er einhvern veginn bara partur af manni,“ segir Martin. Hann er með 22,3 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik síðan hann komst í „réttu“ treyjuna. Alexander Ermolinskij, faðir Pavels, spilaði lengstum í númer níu, treyjunni sem Pavel spilar í eftir tapleikinn í Njarðvík.Búinn að vinna fyrir henni „Ef strákurinn væri ekki að standa sig þá væri ég löngu búinn að kippa honum úr treyjunni. Hann er búinn að vinna fyrir henni og meira en það,“ segir Pavel en það er samt morgunljóst að Pavel vill vera númer fimmtán frekar en í treyju númer níu. Pavel hrósar Martin fyrir frammistöðuna. „Hann er orðinn hörkugóður körfuboltamaður og er búinn að vera frábær fyrir okkur í vetur. Vonandi heldur hann svona áfram,“ segir Pavel og það er einkenni á KR-liðinu hversu margir skila til liðsins. „Við þurfum ekki einhverja 30 stiga menn þótt það sé meiri líkur en minni á því að leikmenn í KR-liðinu eigi eftir að eiga súperdag. Við pössum upp á það að vera ekki að setja þá pressu á einn eða tvo leikmenn heldur leyfa þessu að ráðast. Ég gæti spilað eigingjarnari bolta en það liggur í augum uppi að það myndi bara gera þetta lið verra,“ segir Pavel. „Það verður aldrei sami maðurinn stigahæstur í þessu liði leik eftir leik. Við getum allir átt stórleiki og allir hitt á vondan dag. Einhver annar þarf þá að stíga fram,“ segir Martin. KR-ingar eru stoltir af því hversu margir uppaldir KR-ingar eru í liðinu í dag. „Ég finn rosalega mikinn mun á því frá því í fyrra þegar við vorum með tvo Kana í byrjunarliðinu. Maður finnur KR-hjartað og KR-egóið í leikmönnum. Ég fer líka inn í hvern einasta leik stoltur af því að vera í KR-treyjunni,“ segir Martin. Pavel er efstur í KR-liðinu í fráköstum og stoðsendingum en Martin er stigahæsti leikmaður liðsins og annar í stoðsendingum. „Ég reyni bara að gefa liðinu það sem það þarf hverju sinni. Ég er ekki að setja einhverja pressu á sjálfan mig að vera með einhverja fáránlega leiki eða fáránlegar tölur. Ég veit að ég á þátt í velgengni liðsins en reyni að laga mig að því sem þarf í hverjum leik,“ segir Pavel.Maður sem kann allt Martin er ánægður með Pavel. „Pavel er náttúrulega gríðarlegur liðsstyrkur. Maður sem kann allt í þessum bransa og gerir menn í kringum sig betri. Virkilega þægilegt og gott að spila með honum. Hann opnar mikið fyrir aðra og er með hrikalega góðar sendingar,“ segir Martin. Martin hefur tekist að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og landsliðsmaðurinn Brynjar Þór Björnsson þarf að sætta sig við það að byrja á bekknum. „Það er hrikalega sterkt fyrir okkur að eiga Brynjar á bekknum. Það heldur manni á tánum vitandi að hann er á bekknum. Maður þarf að gefa sig allan í þetta,“ segir Martin og það eru fleiri ungir leikmenn að banka á dyrnar í KR-liðinu. „Ef þú ert nógu góður eins og Martin og fleiri strákar í KR þá áttu eftir að fá að spila,“ sagði Pavel og hann og reyndari leikenn liðsins vita vel að þeir mega ekkert slaka á. „Þeir eru nú þegar búnir að taka treyjurnar af okkur,“ segir Pavel í léttum tón.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira