Halldór Ásgrímsson samdi sjálfur við Bandaríkin Árni Finnsson skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun