Já, það er hægt að breyta stjórnarskrá Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Vinna við breytingar á stjórnarskránni er enn og aftur komin í gang með því að forsætisráðherra hefur skipað nýja stjórnarskrárnefnd. Hún er skipuð í samræmi við samkomulag allra þingflokka frá því í sumar og á að hafa til hliðsjónar meðal annars tillögur stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar frá síðasta kjörtímabili, vinnu stjórnarskrárnefndar frá kjörtímabilinu þar á undan og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs. Saga þeirrar heildarendurskoðunar á stjórnarskránni, sem átti að eiga sér stað fljótlega eftir að lýðveldisstjórnarskráin var sett saman í hasti 1944, er hálfgerð sorgarsaga. Margar stjórnarskrárnefndir hafa gert atlögu að verkinu, en það hefur iðulega dottið ofan í einhverjar flokks- og kjördæmaskotgrafir og aldrei klárazt. Endurskoðuninni sem stefnt var að á síðasta kjörtímabili var klúðrað af ýmsum orsökum. Mistök við framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti þær. Þá voru gerð þau mistök að endurtaka ekki kosningarnar, sem var eina tæka leiðin, heldur skipa þá sem höfðu fengið flest atkvæði í stjórnlagaráð. Strax þá var búið að veikja umboð ráðsins. Stjórnlagaráðið reyndist síðan ekki vandanum vaxið. Í stað þess að gera stjórnarskrána skýrari og reyna að tryggja betur festu í stjórnarfari gerði það tillögur um alltof víðtækar breytingar, sem sumar hverjar hefðu getað haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og búið til alls konar stjórnskipulega óvissu. Tillögurnar fengu margvíslega gagnrýni, bæði frá innlendum og erlendum sérfræðingum. Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmarkaða leiðsögn. Eftir þennan skelfilega málatilbúnað var gjörsamlega útilokað að ná samkomulagi um afgreiðslu breyttrar stjórnarskrár á Alþingi fyrir kosningar, enda er stjórnarskrá ekki plagg sem á að afgreiða í bullandi pólitískum ágreiningi. Þessi saga gefur kannski ekki tilefni til bjartsýni um að nú náist loksins einhver árangur í verkefninu. Samt grillir í grundvöll fyrir samkomulagi um að minnsta kosti nokkrar afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni. Skúli Magnússon, héraðsdómari og einn nefndarmanna í hinni nýju stjórnarskrárnefnd, rekur þær í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann nefnir þannig að samkomulag sé um að hafa ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Almenn samstaða sé sömuleiðis um að mæla fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu almennings. Þá séu flestir sammála um að bæta við ákvæði sem heimili framsal valds í þágu alþjóðasamvinnu. Styrking á eftirlitshlutverki Alþingis og endurskoðun dómsmálakaflans megi heita ágreiningslaus. Það er rétt hjá Skúla að þetta þykir þeim sem vilja umbylta stjórnarskránni sjálfsagt ekki merkilegt. En það er líka rétt hjá honum að jafnvel þótt samstaða næðist aðeins um þessar takmörkuðu breytingar væri það veigamesta breytingin í sögu stjórnarskrárinnar. Það væri að minnsta kosti alveg klárlega betra en engin breyting og nýja nefndin ætti að stefna að því að ná samkomulagi, sem Alþingi getur afgreitt og lagt í dóm þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Vinna við breytingar á stjórnarskránni er enn og aftur komin í gang með því að forsætisráðherra hefur skipað nýja stjórnarskrárnefnd. Hún er skipuð í samræmi við samkomulag allra þingflokka frá því í sumar og á að hafa til hliðsjónar meðal annars tillögur stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar frá síðasta kjörtímabili, vinnu stjórnarskrárnefndar frá kjörtímabilinu þar á undan og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs. Saga þeirrar heildarendurskoðunar á stjórnarskránni, sem átti að eiga sér stað fljótlega eftir að lýðveldisstjórnarskráin var sett saman í hasti 1944, er hálfgerð sorgarsaga. Margar stjórnarskrárnefndir hafa gert atlögu að verkinu, en það hefur iðulega dottið ofan í einhverjar flokks- og kjördæmaskotgrafir og aldrei klárazt. Endurskoðuninni sem stefnt var að á síðasta kjörtímabili var klúðrað af ýmsum orsökum. Mistök við framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti þær. Þá voru gerð þau mistök að endurtaka ekki kosningarnar, sem var eina tæka leiðin, heldur skipa þá sem höfðu fengið flest atkvæði í stjórnlagaráð. Strax þá var búið að veikja umboð ráðsins. Stjórnlagaráðið reyndist síðan ekki vandanum vaxið. Í stað þess að gera stjórnarskrána skýrari og reyna að tryggja betur festu í stjórnarfari gerði það tillögur um alltof víðtækar breytingar, sem sumar hverjar hefðu getað haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og búið til alls konar stjórnskipulega óvissu. Tillögurnar fengu margvíslega gagnrýni, bæði frá innlendum og erlendum sérfræðingum. Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmarkaða leiðsögn. Eftir þennan skelfilega málatilbúnað var gjörsamlega útilokað að ná samkomulagi um afgreiðslu breyttrar stjórnarskrár á Alþingi fyrir kosningar, enda er stjórnarskrá ekki plagg sem á að afgreiða í bullandi pólitískum ágreiningi. Þessi saga gefur kannski ekki tilefni til bjartsýni um að nú náist loksins einhver árangur í verkefninu. Samt grillir í grundvöll fyrir samkomulagi um að minnsta kosti nokkrar afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni. Skúli Magnússon, héraðsdómari og einn nefndarmanna í hinni nýju stjórnarskrárnefnd, rekur þær í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann nefnir þannig að samkomulag sé um að hafa ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Almenn samstaða sé sömuleiðis um að mæla fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu almennings. Þá séu flestir sammála um að bæta við ákvæði sem heimili framsal valds í þágu alþjóðasamvinnu. Styrking á eftirlitshlutverki Alþingis og endurskoðun dómsmálakaflans megi heita ágreiningslaus. Það er rétt hjá Skúla að þetta þykir þeim sem vilja umbylta stjórnarskránni sjálfsagt ekki merkilegt. En það er líka rétt hjá honum að jafnvel þótt samstaða næðist aðeins um þessar takmörkuðu breytingar væri það veigamesta breytingin í sögu stjórnarskrárinnar. Það væri að minnsta kosti alveg klárlega betra en engin breyting og nýja nefndin ætti að stefna að því að ná samkomulagi, sem Alþingi getur afgreitt og lagt í dóm þjóðarinnar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun