Sýna unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. nóvember 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir segir jafnmikilvægt að læra að lesa myndmál og texta „Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar myndirnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda nú á dögunum. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoðað okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er markmiðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið myndmál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tjáningarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjallhvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nautabanar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikilvægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu. Andóf Pussy Riot Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar myndirnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda nú á dögunum. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoðað okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er markmiðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið myndmál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tjáningarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjallhvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nautabanar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikilvægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu.
Andóf Pussy Riot Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira