Spornar gegn einelti með sögu sinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. nóvember 2013 09:30 Hermann Jónsson, Selma Björk Hermannsdóttir og Björg Jónsdóttir vilja hafa áhrif. fréttablaðið/daníel „Mér líður mjög vel og það er rosalega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunnskólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kennari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldissviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og langaði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmyndar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ungmenni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrirlestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíðum. Hér eru frekari upplýsingar. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
„Mér líður mjög vel og það er rosalega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunnskólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kennari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldissviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og langaði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmyndar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ungmenni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrirlestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíðum. Hér eru frekari upplýsingar.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira