Spornar gegn einelti með sögu sinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. nóvember 2013 09:30 Hermann Jónsson, Selma Björk Hermannsdóttir og Björg Jónsdóttir vilja hafa áhrif. fréttablaðið/daníel „Mér líður mjög vel og það er rosalega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunnskólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kennari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldissviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og langaði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmyndar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ungmenni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrirlestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíðum. Hér eru frekari upplýsingar. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Mér líður mjög vel og það er rosalega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunnskólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kennari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldissviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og langaði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmyndar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ungmenni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrirlestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíðum. Hér eru frekari upplýsingar.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira