„Gátum kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Sigrún Dís Tryggvadóttir (til vinstri) og Glódís Guðgeirsdóttir hafa verið með í fjórum síðustu gull-liðum Gerplu og hefur Glódís keppt á öllum fjórum mótunum. Mynd/Úr einkasafni „Þetta var alveg sérstaklega sætur sigur enda við með tiltölulega nýtt lið og nýtt þjálfarateymi,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir sem varð Norðurlandameistari í hópfimleikum með Gerplu í Óðinsvéum um helgina. Gerpla vann eftir mjög harða baráttu við Örebro GF frá Svíþjóð en þetta er í annað skiptið í röð og í þriðja skiptið á fjórum Norðurlandamótum sem Gerplustelpurnar vinna gull á þessu móti. Það var mikil spenna í loftinu á meðan beðið var eftir úrslitunum. Stelpurnar voru búnar að klára sínar æfingar en þurftu að bíða eftir því að sænska liðið fengi sínar einkunnir.Miklar mannabreytingar „Þetta var svakalegt. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og var eiginlega bara farin að gráta af öllum þessum spenningi. Það var síðan mjög skemmtilegt að sjá okkur í efsta sætinu á töflunni,“ segir Glódís. Gerpluliðið hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar síðan það varð Evrópumeistari fyrir ári. „Mér fannst við vera rosalega mikið að sanna okkur og sanna það að við gætum þetta þrátt fyrir allar þessar breytingar. Þar lá pressan en ekki í því að við höfðum verið Norðurlandameistarar áður,“ segir Glódís. „Í heildina litið þá gekk okkur mjög vel á öllum áhöldunum. Það voru einhver mistök en þau voru ekki dýr. Við vorum því sáttar með allt mótið. Það var ekkert eitt áhald sem stóð frekar upp úr,“ segir Glódís en liðið fékk hæstu einkunn sína á gólfi. Gerpla endaði með 53,833 stig, heilu stigi á undan Örebro sem hafði forystu eftir 2 umferðir, Höganäs GF endaði svo í þriðja sæti með 52,483 stig. Stjarnan, sem einnig keppti í kvennaflokki, endaði í 6.sæti.Fengu alla stúkuna með sér „Dansinn er svolítið erfiður því við þurfum að æfa hann svo svakalega mikið. Það var mjög flott að við náðum að dansa og fá alla stúkuna með okkur. Við fundum alveg að við vorum að skila okkar,“ segir Glódís. Gerpla byrjaði með frábærri gólfæfingu sem gaf liðinu 19,583 stig, fylgdi því eftir með ágætis stökkum á dýnum sem gáfu 16,950 stig og lauk keppninni á trampólíni, sem þrátt fyrir smá hnökra gaf 17,300 stig. „Það var fínt að byrja í dansinum því þá er maður rólegri. Svo þegar við vorum búnar í honum gátum við kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar. Það þarf meiri kraft í hin tvö áhöldin,“ segir Glódís í léttum tón. Glódís er sú eina í liðinu sem hefur keppt á síðustu fjórum gullmótum Gerpluliðsins en liðið hefur nú varið bæði Evrópu- og Norðurlandameistaratitil sinn á síðustu árum.Allt annað hlutverk í dag „Fyrir fjórum árum var ég sú yngsta í liðinu á mínu fyrsta móti en svo er ég allt í einu núna með mestu reynsluna,“ segir Glódís en Sigrún Dís Tryggvadóttir var líka í hópnum í öll skiptin en keppti ekki á EM í fyrra. Þjálfarar liðsins eru Kenneth Hedeegard Christiansen, Bjarni Gíslason, Hjalti Geir Erlendsson, Ásta Þyrí Emilsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Ásdís sat heima þar sem hún á von á sér á næstu dögum. „Síðustu vikuna voru við búnar að undirbúa það að hún færi ekki með. Við vorum samt bara að grínast með það að við ætluðum bara að senda hana af stað í fæðingu með titlinum,“ segir Glódís hlæjandi. Íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
„Þetta var alveg sérstaklega sætur sigur enda við með tiltölulega nýtt lið og nýtt þjálfarateymi,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir sem varð Norðurlandameistari í hópfimleikum með Gerplu í Óðinsvéum um helgina. Gerpla vann eftir mjög harða baráttu við Örebro GF frá Svíþjóð en þetta er í annað skiptið í röð og í þriðja skiptið á fjórum Norðurlandamótum sem Gerplustelpurnar vinna gull á þessu móti. Það var mikil spenna í loftinu á meðan beðið var eftir úrslitunum. Stelpurnar voru búnar að klára sínar æfingar en þurftu að bíða eftir því að sænska liðið fengi sínar einkunnir.Miklar mannabreytingar „Þetta var svakalegt. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og var eiginlega bara farin að gráta af öllum þessum spenningi. Það var síðan mjög skemmtilegt að sjá okkur í efsta sætinu á töflunni,“ segir Glódís. Gerpluliðið hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar síðan það varð Evrópumeistari fyrir ári. „Mér fannst við vera rosalega mikið að sanna okkur og sanna það að við gætum þetta þrátt fyrir allar þessar breytingar. Þar lá pressan en ekki í því að við höfðum verið Norðurlandameistarar áður,“ segir Glódís. „Í heildina litið þá gekk okkur mjög vel á öllum áhöldunum. Það voru einhver mistök en þau voru ekki dýr. Við vorum því sáttar með allt mótið. Það var ekkert eitt áhald sem stóð frekar upp úr,“ segir Glódís en liðið fékk hæstu einkunn sína á gólfi. Gerpla endaði með 53,833 stig, heilu stigi á undan Örebro sem hafði forystu eftir 2 umferðir, Höganäs GF endaði svo í þriðja sæti með 52,483 stig. Stjarnan, sem einnig keppti í kvennaflokki, endaði í 6.sæti.Fengu alla stúkuna með sér „Dansinn er svolítið erfiður því við þurfum að æfa hann svo svakalega mikið. Það var mjög flott að við náðum að dansa og fá alla stúkuna með okkur. Við fundum alveg að við vorum að skila okkar,“ segir Glódís. Gerpla byrjaði með frábærri gólfæfingu sem gaf liðinu 19,583 stig, fylgdi því eftir með ágætis stökkum á dýnum sem gáfu 16,950 stig og lauk keppninni á trampólíni, sem þrátt fyrir smá hnökra gaf 17,300 stig. „Það var fínt að byrja í dansinum því þá er maður rólegri. Svo þegar við vorum búnar í honum gátum við kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar. Það þarf meiri kraft í hin tvö áhöldin,“ segir Glódís í léttum tón. Glódís er sú eina í liðinu sem hefur keppt á síðustu fjórum gullmótum Gerpluliðsins en liðið hefur nú varið bæði Evrópu- og Norðurlandameistaratitil sinn á síðustu árum.Allt annað hlutverk í dag „Fyrir fjórum árum var ég sú yngsta í liðinu á mínu fyrsta móti en svo er ég allt í einu núna með mestu reynsluna,“ segir Glódís en Sigrún Dís Tryggvadóttir var líka í hópnum í öll skiptin en keppti ekki á EM í fyrra. Þjálfarar liðsins eru Kenneth Hedeegard Christiansen, Bjarni Gíslason, Hjalti Geir Erlendsson, Ásta Þyrí Emilsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Ásdís sat heima þar sem hún á von á sér á næstu dögum. „Síðustu vikuna voru við búnar að undirbúa það að hún færi ekki með. Við vorum samt bara að grínast með það að við ætluðum bara að senda hana af stað í fæðingu með titlinum,“ segir Glódís hlæjandi.
Íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira