Ekki illt á milli mín og þjálfarans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2013 06:30 Rúrik leggst yfir boltann með Cristiano Ronaldo á bakinu á dögunum. Króatinn Luka Modric fylgist spenntur með.Nordiphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
„Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira