Hefði viljað vita af síðasta landsleiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Hrafnhildur Skúladóttir með systrum sínum Drífu og Dagnýju. Fréttablaðið/Daníel Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var ekki valin í íslenska landsliðið þegar það hóf leik í undankeppni EM 2014 í síðasta mánuði. Valið kom mörgum á óvart enda Hrafnhildur að spila á fullu með Val. Ákvörðun Ágústs Þórs Jóhannssonar kom Hrafnhildi sjálfri þó ekki á óvart. „Ég talaði við Gústa í sumar og tjáði honum að ég ætlaði að hætta eftir þetta tímabil",? sagði Hrafnhildur við Fréttablaðið. ? „Hann hlýtur að taka mið af því enda byrjaði nú mót sem lýkur með úrslitakeppni í desember eftir rúmt ár. Þá verð ég hætt í handbolta. Eftir samtal okkar í sumar bjóst ég ekki við því að verða valin".?Gefur enn kost á sérHrafnhildur á samkvæmt heimasíðu HSÍ að baki 170 leiki með íslenska landsliðinu en í þeim hefur hún skorað 620 mörk. Síðast spilaði hún með Íslandi í tveimur æfingaleikjum gegn Noregi hér á landi um miðjan júní. Hrafnhildur hefur spilað með Íslandi á öllum þremur stórmótum sem liðið hefur komist á og verið lykilmaður í uppgangi þess undanfarin ár. „Ég fæ ekki betur séð en að mínum landsliðsferli sé lokið. Það eina sem ég sakna er að ég hefði gjarnan viljað vita fyrirfram að leikurinn í sumar yrði minn síðasti landsleikur. Að ég væri að klæða mig í treyjuna í síðasta sinn".? Hrafnhildur er þó ekki hætt að gefa kost á sér og útilokar ekki að spila með landsliðinu á ný, verði leitað eftir því. „Ef upp koma meiðsli eða eitthvað slíkt í hópnum þá verð ég aldrei með nein leiðindi. Ég er alltaf til í að hjálpa til. En þær þurfa ekki á minni hjálp að halda nú og er það gott. Ungar stelpur eru að vinna sér sess í liðinu og ég mun styðja þær á pöllunum".Fyrsti og síðasti með DagnýjuÞað er algengt að margreyndar landsliðskempur fá kveðjuleiki að lokinni langri þjónustu í þágu viðkomandi landsliðs. Hrafnhildur segist ekki vilja fara fram á neitt slíkt en hefði sjálf viljað kveðja landsliðið á viðeigandi hátt. „?Eins og ég segi – ég hefði gjarnan viljað vita af því. Ég er búin að vera í landsliðinu í sautján ár. Ég á flesta leikina, hef skorað flest mörkin og á öll metin. Það hefði verið fínt að fá að kveðja þetta tímabil í mínu lífi". Henni þykir vænt um að hafa spilað síðasta landsleik sinn með Dagnýju systur sinni, enda spiluðu þær saman sinn fyrsta landsleik á sínum tíma.Lífið á pásu Hrafnhildur segist hafa ákveðið að hætta þegar hún gerði nýjan tveggja ára samning við Val fyrir rúmu ári. „?Þá ákvað ég að það yrði minn síðasti samningur. Ég væri örugglega búin að eignast fjögur börn ef ekki væri fyrir handboltann,?" segir hún og hlær en Hrafnhildur er tveggja barna móðir. „Maður hefur því sett lífið á smápásu fyrir íþróttina. Ég vil því klára þetta tímabil og svo bíða mín vonandi barneignir eða eitthvað skemmtilegt".? Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var ekki valin í íslenska landsliðið þegar það hóf leik í undankeppni EM 2014 í síðasta mánuði. Valið kom mörgum á óvart enda Hrafnhildur að spila á fullu með Val. Ákvörðun Ágústs Þórs Jóhannssonar kom Hrafnhildi sjálfri þó ekki á óvart. „Ég talaði við Gústa í sumar og tjáði honum að ég ætlaði að hætta eftir þetta tímabil",? sagði Hrafnhildur við Fréttablaðið. ? „Hann hlýtur að taka mið af því enda byrjaði nú mót sem lýkur með úrslitakeppni í desember eftir rúmt ár. Þá verð ég hætt í handbolta. Eftir samtal okkar í sumar bjóst ég ekki við því að verða valin".?Gefur enn kost á sérHrafnhildur á samkvæmt heimasíðu HSÍ að baki 170 leiki með íslenska landsliðinu en í þeim hefur hún skorað 620 mörk. Síðast spilaði hún með Íslandi í tveimur æfingaleikjum gegn Noregi hér á landi um miðjan júní. Hrafnhildur hefur spilað með Íslandi á öllum þremur stórmótum sem liðið hefur komist á og verið lykilmaður í uppgangi þess undanfarin ár. „Ég fæ ekki betur séð en að mínum landsliðsferli sé lokið. Það eina sem ég sakna er að ég hefði gjarnan viljað vita fyrirfram að leikurinn í sumar yrði minn síðasti landsleikur. Að ég væri að klæða mig í treyjuna í síðasta sinn".? Hrafnhildur er þó ekki hætt að gefa kost á sér og útilokar ekki að spila með landsliðinu á ný, verði leitað eftir því. „Ef upp koma meiðsli eða eitthvað slíkt í hópnum þá verð ég aldrei með nein leiðindi. Ég er alltaf til í að hjálpa til. En þær þurfa ekki á minni hjálp að halda nú og er það gott. Ungar stelpur eru að vinna sér sess í liðinu og ég mun styðja þær á pöllunum".Fyrsti og síðasti með DagnýjuÞað er algengt að margreyndar landsliðskempur fá kveðjuleiki að lokinni langri þjónustu í þágu viðkomandi landsliðs. Hrafnhildur segist ekki vilja fara fram á neitt slíkt en hefði sjálf viljað kveðja landsliðið á viðeigandi hátt. „?Eins og ég segi – ég hefði gjarnan viljað vita af því. Ég er búin að vera í landsliðinu í sautján ár. Ég á flesta leikina, hef skorað flest mörkin og á öll metin. Það hefði verið fínt að fá að kveðja þetta tímabil í mínu lífi". Henni þykir vænt um að hafa spilað síðasta landsleik sinn með Dagnýju systur sinni, enda spiluðu þær saman sinn fyrsta landsleik á sínum tíma.Lífið á pásu Hrafnhildur segist hafa ákveðið að hætta þegar hún gerði nýjan tveggja ára samning við Val fyrir rúmu ári. „?Þá ákvað ég að það yrði minn síðasti samningur. Ég væri örugglega búin að eignast fjögur börn ef ekki væri fyrir handboltann,?" segir hún og hlær en Hrafnhildur er tveggja barna móðir. „Maður hefur því sett lífið á smápásu fyrir íþróttina. Ég vil því klára þetta tímabil og svo bíða mín vonandi barneignir eða eitthvað skemmtilegt".?
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira