Guð blessi miðabraskarann Pawel Bartoszek skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Ef þú ert með þrjá sleikjóa og fjóra krakka þá verður einhver ósáttur. Ef það eru færri pláss í skóla en umsækjendur þá verður einhver ósáttur. Ef það eru 15 þúsund manns sem vilja leggja í miðbænum en aðeins 10 þúsund bílastæði þá verður einhver ósáttur. Ef 40 þúsund manns langar á landsleik en aðeins 5.000 miðar eru til sölu þá verður einhver ósáttur. Mér detta í hug fjórar leiðir til að dreifa takmörkuðum gæðum. 1) Það er hægt að láta fólk bíða í biðröð. 2) Það er hægt að halda samkeppni (t.d. inntökupróf). 3 )Það er hægt að draga úr hatti og 4) það er hægt að hækka verðið. Ég veit ekki hvort fyrstu átta lífsárin í Alþýðulýðveldinu ráði hér skoðun minni en mér finnst betra að hækka verðið á kjötinu heldur en að láta fólk standa í fimm tíma biðröð. Sú leið að gefa misvísandi upplýsingar um hvenær kjötbúðin verður opnuð í von um að færri komist finnst mér síst.Of ódýrt Það var of ódýrt á landsleik Íslands og Króatíu. Það var raunar ranglátt að hafa miðaverðið svona lágt, sérstaklega gagnvart því fólki sem virkilega langaði að fara. Af hverju? Tökum dæmi: Ímyndum okkur mann; köllum hann Pawel. Pawel horfir lítið á knattspyrnu, hann fylgist þó með HM og EM en fer venjulega ekki á landsleiki, þekkir raunar fáa íslenska leikmenn með nafni þegar liðinu gengur illa. Nú þegar vel gengur er Pawel auðvitað talsvert spenntari og þótt hann myndi venjulega ekki eyða 5.000 krónum til að fara á landsleik gegnir nú öðru máli. Það eru auðvitað þúsundir Íslendinga eins og hann. Þeir sem virkilega, virkilega væru til í að mæta þurfa fyrir vikið að keppa um þessa fáu, allt of ódýru miða við menn eins og Pawel. Það myndi margt ávinnast með því að hafa miða á svona atburði dýrari. Með því að hækka verðið um 5.000 kr. væri hægt að ná í nokkra tugi milljóna sem þyrftu þá vonandi ekki að koma úr vasa okkar hinna næst þegar reisa þarf stúku hjá einhverju fyrstudeildarliði eða styrkja annað fótboltastarf. En í ljósi alls þess fjár sem varið er til íþróttamannvirkja er örlæti þeirra sem kjósa að hækka ekki miðaverðið þegar þeir geta það einfaldlega örlæti á kostnað skattgreiðenda. En það er fleira. Færri myndu kaupa „einn miða til öryggis fyrir Gunna og börnin hans“ ef miðinn kostaði 15 þúsund. Færri hefðu keypt miða til að selja þá aftur. Og bara til samanburðar: Ódýrustu miðar á leik Manchester United og Arsenal fimm dögum áður eru á 32 þúsund krónur. Og samt er alltaf nóg af fólki til í að fara. Það er því mjög eðlilegt að sumir þeirra sem sváfu af sér miðasöluna séu fúlir. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að taka þátt í samkeppni um miðana. Og samkeppnin var óþarflega hörð því miðarnir voru allt of ódýrir.Brask ekki vont Brask og hamstur. Það eru hötuð orð. Oft ranglega. Því um eitt getur maður verið viss: Þegar einhver framleiðandi eða viðburðarhaldari er farinn að kenna bröskurum um skortinn þá er nokkuð öruggt að hann sjálfur hafi klúðrað sölunni og verðlagningunni. Í raun er nákvæmlega ekkert að þessari endursölustarfsemi sem miðabraskið er. En eins og alltaf þegar einhverju er ýtt út úr dagsljósinu kann starfsemin að virka aðeins skuggalegri fyrir vikið. Grínlaust: Dreifing miða á leik Íslands og Króatíu hefði verið hagkvæmari og sanngjarnari ef miðabraskarar hefðu alfarið fengið að sjá um hana. Margir vilja taka fyrir braskið en til að bjarga því sem bjargað verður ætti í raun að leyfa fólki að braska með miðana að vild. Því miðabraskið gerir það sem gott miðasölukerfi ætti að gera. Það tryggir að miðarnir rati í hendur þeirra sem helst vilja yfir þá komast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Ef þú ert með þrjá sleikjóa og fjóra krakka þá verður einhver ósáttur. Ef það eru færri pláss í skóla en umsækjendur þá verður einhver ósáttur. Ef það eru 15 þúsund manns sem vilja leggja í miðbænum en aðeins 10 þúsund bílastæði þá verður einhver ósáttur. Ef 40 þúsund manns langar á landsleik en aðeins 5.000 miðar eru til sölu þá verður einhver ósáttur. Mér detta í hug fjórar leiðir til að dreifa takmörkuðum gæðum. 1) Það er hægt að láta fólk bíða í biðröð. 2) Það er hægt að halda samkeppni (t.d. inntökupróf). 3 )Það er hægt að draga úr hatti og 4) það er hægt að hækka verðið. Ég veit ekki hvort fyrstu átta lífsárin í Alþýðulýðveldinu ráði hér skoðun minni en mér finnst betra að hækka verðið á kjötinu heldur en að láta fólk standa í fimm tíma biðröð. Sú leið að gefa misvísandi upplýsingar um hvenær kjötbúðin verður opnuð í von um að færri komist finnst mér síst.Of ódýrt Það var of ódýrt á landsleik Íslands og Króatíu. Það var raunar ranglátt að hafa miðaverðið svona lágt, sérstaklega gagnvart því fólki sem virkilega langaði að fara. Af hverju? Tökum dæmi: Ímyndum okkur mann; köllum hann Pawel. Pawel horfir lítið á knattspyrnu, hann fylgist þó með HM og EM en fer venjulega ekki á landsleiki, þekkir raunar fáa íslenska leikmenn með nafni þegar liðinu gengur illa. Nú þegar vel gengur er Pawel auðvitað talsvert spenntari og þótt hann myndi venjulega ekki eyða 5.000 krónum til að fara á landsleik gegnir nú öðru máli. Það eru auðvitað þúsundir Íslendinga eins og hann. Þeir sem virkilega, virkilega væru til í að mæta þurfa fyrir vikið að keppa um þessa fáu, allt of ódýru miða við menn eins og Pawel. Það myndi margt ávinnast með því að hafa miða á svona atburði dýrari. Með því að hækka verðið um 5.000 kr. væri hægt að ná í nokkra tugi milljóna sem þyrftu þá vonandi ekki að koma úr vasa okkar hinna næst þegar reisa þarf stúku hjá einhverju fyrstudeildarliði eða styrkja annað fótboltastarf. En í ljósi alls þess fjár sem varið er til íþróttamannvirkja er örlæti þeirra sem kjósa að hækka ekki miðaverðið þegar þeir geta það einfaldlega örlæti á kostnað skattgreiðenda. En það er fleira. Færri myndu kaupa „einn miða til öryggis fyrir Gunna og börnin hans“ ef miðinn kostaði 15 þúsund. Færri hefðu keypt miða til að selja þá aftur. Og bara til samanburðar: Ódýrustu miðar á leik Manchester United og Arsenal fimm dögum áður eru á 32 þúsund krónur. Og samt er alltaf nóg af fólki til í að fara. Það er því mjög eðlilegt að sumir þeirra sem sváfu af sér miðasöluna séu fúlir. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að taka þátt í samkeppni um miðana. Og samkeppnin var óþarflega hörð því miðarnir voru allt of ódýrir.Brask ekki vont Brask og hamstur. Það eru hötuð orð. Oft ranglega. Því um eitt getur maður verið viss: Þegar einhver framleiðandi eða viðburðarhaldari er farinn að kenna bröskurum um skortinn þá er nokkuð öruggt að hann sjálfur hafi klúðrað sölunni og verðlagningunni. Í raun er nákvæmlega ekkert að þessari endursölustarfsemi sem miðabraskið er. En eins og alltaf þegar einhverju er ýtt út úr dagsljósinu kann starfsemin að virka aðeins skuggalegri fyrir vikið. Grínlaust: Dreifing miða á leik Íslands og Króatíu hefði verið hagkvæmari og sanngjarnari ef miðabraskarar hefðu alfarið fengið að sjá um hana. Margir vilja taka fyrir braskið en til að bjarga því sem bjargað verður ætti í raun að leyfa fólki að braska með miðana að vild. Því miðabraskið gerir það sem gott miðasölukerfi ætti að gera. Það tryggir að miðarnir rati í hendur þeirra sem helst vilja yfir þá komast.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun