Sport

Afi var stuðningsmaður númer eitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sævar Birgisson í ítölsku ölpunum.
Sævar Birgisson í ítölsku ölpunum. Mynd/Aðsend
Skíðagöngukappinn Sævar Birgisson á ekki langt að sækja skíðahæfileika sína. Afi hans heitinn, Gunnar Guðmundsson, var mikill skíðagöngukappi og sömuleiðis faðir hans, Birgir Gunnarsson.

„Afi var stuðningsmaður númer eitt,“ segir Sævar um afa sinn, sem varð bráðkvaddur fyrir þremur árum. Gunnar keppti fyrir Siglufjörð á sínum tíma en faðirinn með Tindastóli. Það gerði Sævar framan af en keppir í dag fyrir Fjallabyggð.

„Ef ekki hefði verið fyrir pabba þá væri maður löngu hættur í þessu,“ segir Sævar um aðkomu og stuðning föður síns. Sævar hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið að loknum leikunum í Sochi.

„Ef maður slær í gegn í vetur heldur maður auðvitað áfram. Þá verður auðveldara að ná í styrki,“ segir Sævar sem nýtur styrks frá Ólympíusamhjálpinni. Sá styrkur skiptir sköpum að hans sögn.

Ítarlegt viðtal við Sævar í Fréttablaðinu í morgun má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×