Nýi landsliðsþjálfari Króata elskaður og dáður í heimalandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 08:00 Niko Kovac, fyrir miðju, ásamt Lars Lagerbäck og Didier Deschamps, þjálfara Frakka, við dráttinn í umspilið á mánudaginn. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“ Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira