Nammisala ekki minnkað í meistaramánuði Sara McMahon skrifar 18. október 2013 08:00 Helgi Vilhjálmsson, eigandi Sælgætisgerðarinnar Góu. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Við höfum ekki orðið vör við það, salan hefur aukist ef eitthvað er. Þeir eru nokkuð seigir í nammiátinu Íslendingarnir, enda er þetta svo gott nammi, það má ekki gleyma því,“ segir Helgi Vilhjálmsson, eigandi Sælgætisgerðarinnar Góu. Ekki hefur borið á að minna sé keypt af sælgæti þennan mánuðinn þrátt fyrir meistaramánuð. Heilsuátakið meistaramánuður er nú hálfnað en þátttakendur í átakinu einsetja sér að borða hollt, hreyfa sig og neyta ekki áfengis á meðan á því stendur. Óli Þorbjörnsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllu Tómasar, tekur undir með Helga og segir að sala á hamborgurum hafi ekki dalað þrátt fyrir meistaramánuð. „Fólk er enn jafn sólgið í borgara,“ segir hann. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct hefur þó aðra sögu að segja:„Það kemur alltaf sölukippur í lok sumars og um áramót, þegar fólk strengir áramótaheit. En svo varð annar sölukippur í lok septembermánaðar sem við teljum að megi rekja beint til meistaramánaðar. Við seldum mikið af æfingafötum, hlaupaskóm og svo sérhæfðu æfingadóti á borð við boxhanska, tennisspaða og badmintonspaða,“ segir Sigurður Pálmi að lokum. Meistaramánuður Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Við höfum ekki orðið vör við það, salan hefur aukist ef eitthvað er. Þeir eru nokkuð seigir í nammiátinu Íslendingarnir, enda er þetta svo gott nammi, það má ekki gleyma því,“ segir Helgi Vilhjálmsson, eigandi Sælgætisgerðarinnar Góu. Ekki hefur borið á að minna sé keypt af sælgæti þennan mánuðinn þrátt fyrir meistaramánuð. Heilsuátakið meistaramánuður er nú hálfnað en þátttakendur í átakinu einsetja sér að borða hollt, hreyfa sig og neyta ekki áfengis á meðan á því stendur. Óli Þorbjörnsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllu Tómasar, tekur undir með Helga og segir að sala á hamborgurum hafi ekki dalað þrátt fyrir meistaramánuð. „Fólk er enn jafn sólgið í borgara,“ segir hann. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct hefur þó aðra sögu að segja:„Það kemur alltaf sölukippur í lok sumars og um áramót, þegar fólk strengir áramótaheit. En svo varð annar sölukippur í lok septembermánaðar sem við teljum að megi rekja beint til meistaramánaðar. Við seldum mikið af æfingafötum, hlaupaskóm og svo sérhæfðu æfingadóti á borð við boxhanska, tennisspaða og badmintonspaða,“ segir Sigurður Pálmi að lokum.
Meistaramánuður Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira