Ríkisstjórnir Taílands og Kína hafa átt í uppbyggilegum viðræðum um viðskiptasamninga milli landanna. Samningarnir snúast um kaup og sölu á hrísgrjónum og gúmmíi.
Kína hefur að sögn skuldbundið sig til að kaupa milljón tonn af hrísgrjónum og 200 þúsund tonn af gúmmíi frá Taílandi árlega í óákveðinn tíma.
Yfirvöld í Taílandi segja að um 100 milljarða dollara innspýtingu í efnahag landsins sé að ræða á næstu tveimur árum.
Viðskiptasamningar um gúmmí og grjón
