Mjög skemmtilegt að skora í þessum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 07:00 Atvinnumannaferill Söru Bjarkar Gunnarsdóttur byrjar vel. Frábær leikmaður í frábæru liði. Mynd/AFP Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira