Óvitar frumsýndir tvisvar sama daginn með ólíkum leikhópum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. október 2013 11:00 Leikmynd, búningar og gervi tóku mið af því hvernig börn myndu hafa hannað Reykjavík hefðu þau fengið að ráða. Leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Fimmtán börn leika í hvorri sýningu auk níu af leikurum Þjóðleikhússins. Ný tónlist í verkinu er eftir Moses Hightower. „Þetta er í fjórða skipti sem Óvitar eru settir upp,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. „Þriðja skiptið í Þjóðleikhúsinu, var áður sýnt 1979 og 1989, og svo setti Leikfélag Akureyrar verkið upp fyrir norðan árið 2007.“ Gunnar segir litlar breytingar hafa verið gerðar á leikritinu, nema að hann hafi stytt það minna en áður hafi verið gert og svo auðvitað að hljómsveitin Moses Hightower semur tónlist og lagatexta. Hljómsveitin sér um undirleikinn af bandi en leikararnir syngja að sjálfsögðu textana sjálfir á sviðinu.Gunnar Helgason leikstjóriStór hópur reyndra og óreyndra leikara stígur á Stóra svið Þjóðleikhússins á sunnudaginn því auk níu leikara hússins leika í Óvitum þrjátíu börn sem valin voru í áheyrnarprufum sem tæplega 1.300 börn tóku þátt í. Frumsýningarnar verða reyndar tvær því sýnt verður bæði klukkan 13 og 16 og barnahópurinn er ólíkur í hvorri sýningu. „Ég raðaði í hópana eftir því hverjir mér fannst passa best saman,“ útskýrir Gunnar, „og svo var dregið um það hvor hópurinn fengi að sýna fyrst. Spenningurinn var svona álíka og þegar borgir eru valdar til að halda Ólympíuleikana. Ég lít hins vegar á þetta sem tvær jafnréttháar frumsýningar og ég get lofað áhorfendum því að gæðin eru þau sömu hvora sýninguna sem þeir sjá.“ Auk nýrrar tónlistar og lengri texta segir Gunnar leikmynd, búninga og gervi mjög frábrugðin því sem áður hafi verið, enda hafi markmiðið verið að sýna hvernig Reykjavík hefði litið út ef börn hefðu fengið að hanna umhverfi sitt. Það er Ilmur Stefánsdóttir sem hannar leikmyndina en um búninga og leikgervi sér Þórunn María Jónsdóttir. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Fimmtán börn leika í hvorri sýningu auk níu af leikurum Þjóðleikhússins. Ný tónlist í verkinu er eftir Moses Hightower. „Þetta er í fjórða skipti sem Óvitar eru settir upp,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. „Þriðja skiptið í Þjóðleikhúsinu, var áður sýnt 1979 og 1989, og svo setti Leikfélag Akureyrar verkið upp fyrir norðan árið 2007.“ Gunnar segir litlar breytingar hafa verið gerðar á leikritinu, nema að hann hafi stytt það minna en áður hafi verið gert og svo auðvitað að hljómsveitin Moses Hightower semur tónlist og lagatexta. Hljómsveitin sér um undirleikinn af bandi en leikararnir syngja að sjálfsögðu textana sjálfir á sviðinu.Gunnar Helgason leikstjóriStór hópur reyndra og óreyndra leikara stígur á Stóra svið Þjóðleikhússins á sunnudaginn því auk níu leikara hússins leika í Óvitum þrjátíu börn sem valin voru í áheyrnarprufum sem tæplega 1.300 börn tóku þátt í. Frumsýningarnar verða reyndar tvær því sýnt verður bæði klukkan 13 og 16 og barnahópurinn er ólíkur í hvorri sýningu. „Ég raðaði í hópana eftir því hverjir mér fannst passa best saman,“ útskýrir Gunnar, „og svo var dregið um það hvor hópurinn fengi að sýna fyrst. Spenningurinn var svona álíka og þegar borgir eru valdar til að halda Ólympíuleikana. Ég lít hins vegar á þetta sem tvær jafnréttháar frumsýningar og ég get lofað áhorfendum því að gæðin eru þau sömu hvora sýninguna sem þeir sjá.“ Auk nýrrar tónlistar og lengri texta segir Gunnar leikmynd, búninga og gervi mjög frábrugðin því sem áður hafi verið, enda hafi markmiðið verið að sýna hvernig Reykjavík hefði litið út ef börn hefðu fengið að hanna umhverfi sitt. Það er Ilmur Stefánsdóttir sem hannar leikmyndina en um búninga og leikgervi sér Þórunn María Jónsdóttir.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira