Óvitar frumsýndir tvisvar sama daginn með ólíkum leikhópum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. október 2013 11:00 Leikmynd, búningar og gervi tóku mið af því hvernig börn myndu hafa hannað Reykjavík hefðu þau fengið að ráða. Leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Fimmtán börn leika í hvorri sýningu auk níu af leikurum Þjóðleikhússins. Ný tónlist í verkinu er eftir Moses Hightower. „Þetta er í fjórða skipti sem Óvitar eru settir upp,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. „Þriðja skiptið í Þjóðleikhúsinu, var áður sýnt 1979 og 1989, og svo setti Leikfélag Akureyrar verkið upp fyrir norðan árið 2007.“ Gunnar segir litlar breytingar hafa verið gerðar á leikritinu, nema að hann hafi stytt það minna en áður hafi verið gert og svo auðvitað að hljómsveitin Moses Hightower semur tónlist og lagatexta. Hljómsveitin sér um undirleikinn af bandi en leikararnir syngja að sjálfsögðu textana sjálfir á sviðinu.Gunnar Helgason leikstjóriStór hópur reyndra og óreyndra leikara stígur á Stóra svið Þjóðleikhússins á sunnudaginn því auk níu leikara hússins leika í Óvitum þrjátíu börn sem valin voru í áheyrnarprufum sem tæplega 1.300 börn tóku þátt í. Frumsýningarnar verða reyndar tvær því sýnt verður bæði klukkan 13 og 16 og barnahópurinn er ólíkur í hvorri sýningu. „Ég raðaði í hópana eftir því hverjir mér fannst passa best saman,“ útskýrir Gunnar, „og svo var dregið um það hvor hópurinn fengi að sýna fyrst. Spenningurinn var svona álíka og þegar borgir eru valdar til að halda Ólympíuleikana. Ég lít hins vegar á þetta sem tvær jafnréttháar frumsýningar og ég get lofað áhorfendum því að gæðin eru þau sömu hvora sýninguna sem þeir sjá.“ Auk nýrrar tónlistar og lengri texta segir Gunnar leikmynd, búninga og gervi mjög frábrugðin því sem áður hafi verið, enda hafi markmiðið verið að sýna hvernig Reykjavík hefði litið út ef börn hefðu fengið að hanna umhverfi sitt. Það er Ilmur Stefánsdóttir sem hannar leikmyndina en um búninga og leikgervi sér Þórunn María Jónsdóttir. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Fimmtán börn leika í hvorri sýningu auk níu af leikurum Þjóðleikhússins. Ný tónlist í verkinu er eftir Moses Hightower. „Þetta er í fjórða skipti sem Óvitar eru settir upp,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. „Þriðja skiptið í Þjóðleikhúsinu, var áður sýnt 1979 og 1989, og svo setti Leikfélag Akureyrar verkið upp fyrir norðan árið 2007.“ Gunnar segir litlar breytingar hafa verið gerðar á leikritinu, nema að hann hafi stytt það minna en áður hafi verið gert og svo auðvitað að hljómsveitin Moses Hightower semur tónlist og lagatexta. Hljómsveitin sér um undirleikinn af bandi en leikararnir syngja að sjálfsögðu textana sjálfir á sviðinu.Gunnar Helgason leikstjóriStór hópur reyndra og óreyndra leikara stígur á Stóra svið Þjóðleikhússins á sunnudaginn því auk níu leikara hússins leika í Óvitum þrjátíu börn sem valin voru í áheyrnarprufum sem tæplega 1.300 börn tóku þátt í. Frumsýningarnar verða reyndar tvær því sýnt verður bæði klukkan 13 og 16 og barnahópurinn er ólíkur í hvorri sýningu. „Ég raðaði í hópana eftir því hverjir mér fannst passa best saman,“ útskýrir Gunnar, „og svo var dregið um það hvor hópurinn fengi að sýna fyrst. Spenningurinn var svona álíka og þegar borgir eru valdar til að halda Ólympíuleikana. Ég lít hins vegar á þetta sem tvær jafnréttháar frumsýningar og ég get lofað áhorfendum því að gæðin eru þau sömu hvora sýninguna sem þeir sjá.“ Auk nýrrar tónlistar og lengri texta segir Gunnar leikmynd, búninga og gervi mjög frábrugðin því sem áður hafi verið, enda hafi markmiðið verið að sýna hvernig Reykjavík hefði litið út ef börn hefðu fengið að hanna umhverfi sitt. Það er Ilmur Stefánsdóttir sem hannar leikmyndina en um búninga og leikgervi sér Þórunn María Jónsdóttir.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira