Illugi tekinn á beinið Elín Albertsdóttir skrifar 9. október 2013 18:00 Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu. Stóru málin Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Dóttirin algjör draumur Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Humarhátíð á Hornafirði Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu.
Stóru málin Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Dóttirin algjör draumur Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Humarhátíð á Hornafirði Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“