Í fjárleitum með fjalldrottningu 9. október 2013 19:00 Kristján Már Unnarsson heldur áfram að kynna áskrifendum Stöðvar 2 áhugaverða staði, fólk og starfsemi á landsbyggðinni í þætti sínum Um land allt. Þátturinn hóf göngu sína síðasta vetur og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Þeir voru með vinsælustu þáttum stöðvarinnar síðasta vetur og mældust stundum með meira áhorf en fréttatími Stöðvar 2, að sögn Kristjáns. Í þættinum í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að fylgjast með því þegar Kristján Már fór með fjallmönnum Gnúpverja í lengstu fjárleitir á Íslandi, sem tíunda árið í röð var stjórnað af fjalldrottningu, Lilju Loftsdóttur.Kristján Már Unnarsson.Í næsta þætti verða Kristján Már og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður á Norðausturlandi. „Við förum um byggðir Öxarfjarðar og Skjálfandaflóa og kynnum okkur rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum áratugum á gasi sem þar hefur fundist. Við spyrjum hvaða líkur séu á að finna olíu- og gaslindir úti fyrir ströndum Norðurlands og fjöllum um nýjustu rannsóknir á þessu sviði.“ Kristján Már segist sjá mikinn mun á landsbyggðinni undanfarna áratugi. „Þegar ég var ungur bjó um þriðjungur landsmanna á Reykjavíkursvæðinu. Í dag hefur þetta snúist við, sem er uggvænleg þróun að mínu mati. Ég finn líka sterka þrá hjá fólki um land allt að sjá heimabyggð sína vaxa og dafna.“ Þar skipti miklu máli að huga að samgöngum og öðrum innviðum eins og háhraðaneti, að sögn Kristjáns. Góðar samgöngur í dreifbýlinu eru nefnilega líka fyrir þéttbýlisbúa. „Þær skipta auðvitað meira máli yfir veturinn enda ekki síður heillandi að skoða Ísland að vetrarlagi.” Um land allt Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Kristján Már Unnarsson heldur áfram að kynna áskrifendum Stöðvar 2 áhugaverða staði, fólk og starfsemi á landsbyggðinni í þætti sínum Um land allt. Þátturinn hóf göngu sína síðasta vetur og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Þeir voru með vinsælustu þáttum stöðvarinnar síðasta vetur og mældust stundum með meira áhorf en fréttatími Stöðvar 2, að sögn Kristjáns. Í þættinum í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að fylgjast með því þegar Kristján Már fór með fjallmönnum Gnúpverja í lengstu fjárleitir á Íslandi, sem tíunda árið í röð var stjórnað af fjalldrottningu, Lilju Loftsdóttur.Kristján Már Unnarsson.Í næsta þætti verða Kristján Már og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður á Norðausturlandi. „Við förum um byggðir Öxarfjarðar og Skjálfandaflóa og kynnum okkur rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum áratugum á gasi sem þar hefur fundist. Við spyrjum hvaða líkur séu á að finna olíu- og gaslindir úti fyrir ströndum Norðurlands og fjöllum um nýjustu rannsóknir á þessu sviði.“ Kristján Már segist sjá mikinn mun á landsbyggðinni undanfarna áratugi. „Þegar ég var ungur bjó um þriðjungur landsmanna á Reykjavíkursvæðinu. Í dag hefur þetta snúist við, sem er uggvænleg þróun að mínu mati. Ég finn líka sterka þrá hjá fólki um land allt að sjá heimabyggð sína vaxa og dafna.“ Þar skipti miklu máli að huga að samgöngum og öðrum innviðum eins og háhraðaneti, að sögn Kristjáns. Góðar samgöngur í dreifbýlinu eru nefnilega líka fyrir þéttbýlisbúa. „Þær skipta auðvitað meira máli yfir veturinn enda ekki síður heillandi að skoða Ísland að vetrarlagi.”
Um land allt Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira