Kitlar að skella sér í landsliðsúrtökurnar um áramótin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 07:30 Íris Mist ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í HR. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur. "Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Fréttablaðið/Arnþór „Ég bjóst aldrei við því að fá þessa tilfinningu og mér brá að finna hana þegar hún kom allt í einu upp,“ segir Íris Mist Magnúsdóttir. Fimleikakempan 26 ára, sem meðal annars hafnaði í þriðja sæti í kjörinu um íþróttamann ársins árið 2010, ákvað á dögunum að hætta keppni í íþrótt sinni þegar hún fann að metnaðurinn var farinn að minnka. „Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta. Þegar ég fann að áhuginn var farinn að minnka langaði mig ekki til þess að enda ferilinn í einhverju slugsi.“ Íris Mist, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, hefur keppt fyrir Gerplu og íslenska landsliðið um árabil. Hún var níu ár í áhaldafimleikum en þegar hún varð sextán ára tóku hópfimleikarnir við. „Ég er búin að vera í fimleikum í nítján ár og það er kominn tími til að eitthvað annað taki við,“ segir Íris sem útskrifaðist úr íþróttafræði í vor. Nú leggur hún stund á sálfræði í Háskólanum í Reykjavík.Það lá vel á Írisi Mist í síðdegissólinni í Kópavoginum í gær.Fréttablaðið/ArnþórGaman að geta hvatt vinina Mikill tími hefur farið í æfingar og keppni hjá Írisi, sem hlotið hefur mikið lof fyrir stökk sín á trampólíni. Hún sér þó ekki eftir einni mínútu. „Ég hef aldrei grátið tímann sem fór í þetta. Það eru forréttindi að fá að gera eitthvað sem manni þykir svo skemmtilegt,“ segir Íris. Sá tími sem áður fór í æfingar nýtist vel í lærdóm, auk þess sem hún getur sinnt fjölskyldu og vinum betur en áður. Minningarnar úr fimleikunum, hvort heldur sem er áhalda- eða hópfimleikum, verða alltaf til staðar. „Ég hefði aldrei viljað sleppa áhaldafimleikunum. Á sínum tíma voru þeir það skemmtilegasta sem ég gerði. En það var líka gaman að geta farið í aðra útgáfu af fimleikum sem eru á öðrum forsendum,“ segir Gerplukonan. Íris Mist segir það rosalega gaman að vera hluti af hóp eftir að hafa æft og keppt sem einstaklingur í langan tíma. Æfingar séu jafn langar og strangar í hópfimleikunum og á áhöldum en þær séu vissulega öðruvísi. „Þegar þú hefur keppt við vini þína í mörg ár í áhaldafimleikum er gott að geta snúið því við og hvatt vini þína til dáða,“ segir Íris Mist sem ber félögum sínum í Gerplu sérstaklega vel söguna.Íris Mist vakti athygli á nýju og áður óséðu stökki á trampólíni á sínum tíma.Kitlar strax að byrja aftur Íris hefur unnið allt sem hægt er að vinna í hópfimleikum með Gerplu og landsliði Íslands. Norðurlanda- og Evrópumeistaratitlar standa upp úr. Sá síðasti kom í Árósum fyrir tæpu ári. Hún tengir minnkandi áhuga ekki við neitt spennufall í kjölfar góðs árangurs. Sex úr liðinu hafi hætt í haust og hún hafi bæst í hópinn að loknum æfingabúðum í sumar. Þá eru þrír af fjórum þjálfurum hættir tímabundið hið minnsta. Íris kvíðir þó ekki framtíðinni. „Þótt margar hafi hætt er efniviðurinn rosalega góður. Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna.“ Evrópumeistaramótið haustið 2014 fer fram hér á Íslandi. Íris viðurkennir að það hafi freistað hennar að halda áfram í eitt ár í viðbót. Að verja gullið á heimavelli er einstakt tækifæri. „Það hefur hvarflað að mér að bomba mér í form og skella mér í landsliðsúrtökurnar um áramótin,“ segir Íris Mist. „Það kitlar og ég veit að það kitlar fleiri af stelpunum sem hættu. Ef tilfinningin verður enn til staðar á ég örugglega eftir að henda mér í úrtökurnar um áramótin.“Myndasyrpu frá ferli Írisar Mistar má sjá með því að smella hér. Fimleikar Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Sjá meira
„Ég bjóst aldrei við því að fá þessa tilfinningu og mér brá að finna hana þegar hún kom allt í einu upp,“ segir Íris Mist Magnúsdóttir. Fimleikakempan 26 ára, sem meðal annars hafnaði í þriðja sæti í kjörinu um íþróttamann ársins árið 2010, ákvað á dögunum að hætta keppni í íþrótt sinni þegar hún fann að metnaðurinn var farinn að minnka. „Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta. Þegar ég fann að áhuginn var farinn að minnka langaði mig ekki til þess að enda ferilinn í einhverju slugsi.“ Íris Mist, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, hefur keppt fyrir Gerplu og íslenska landsliðið um árabil. Hún var níu ár í áhaldafimleikum en þegar hún varð sextán ára tóku hópfimleikarnir við. „Ég er búin að vera í fimleikum í nítján ár og það er kominn tími til að eitthvað annað taki við,“ segir Íris sem útskrifaðist úr íþróttafræði í vor. Nú leggur hún stund á sálfræði í Háskólanum í Reykjavík.Það lá vel á Írisi Mist í síðdegissólinni í Kópavoginum í gær.Fréttablaðið/ArnþórGaman að geta hvatt vinina Mikill tími hefur farið í æfingar og keppni hjá Írisi, sem hlotið hefur mikið lof fyrir stökk sín á trampólíni. Hún sér þó ekki eftir einni mínútu. „Ég hef aldrei grátið tímann sem fór í þetta. Það eru forréttindi að fá að gera eitthvað sem manni þykir svo skemmtilegt,“ segir Íris. Sá tími sem áður fór í æfingar nýtist vel í lærdóm, auk þess sem hún getur sinnt fjölskyldu og vinum betur en áður. Minningarnar úr fimleikunum, hvort heldur sem er áhalda- eða hópfimleikum, verða alltaf til staðar. „Ég hefði aldrei viljað sleppa áhaldafimleikunum. Á sínum tíma voru þeir það skemmtilegasta sem ég gerði. En það var líka gaman að geta farið í aðra útgáfu af fimleikum sem eru á öðrum forsendum,“ segir Gerplukonan. Íris Mist segir það rosalega gaman að vera hluti af hóp eftir að hafa æft og keppt sem einstaklingur í langan tíma. Æfingar séu jafn langar og strangar í hópfimleikunum og á áhöldum en þær séu vissulega öðruvísi. „Þegar þú hefur keppt við vini þína í mörg ár í áhaldafimleikum er gott að geta snúið því við og hvatt vini þína til dáða,“ segir Íris Mist sem ber félögum sínum í Gerplu sérstaklega vel söguna.Íris Mist vakti athygli á nýju og áður óséðu stökki á trampólíni á sínum tíma.Kitlar strax að byrja aftur Íris hefur unnið allt sem hægt er að vinna í hópfimleikum með Gerplu og landsliði Íslands. Norðurlanda- og Evrópumeistaratitlar standa upp úr. Sá síðasti kom í Árósum fyrir tæpu ári. Hún tengir minnkandi áhuga ekki við neitt spennufall í kjölfar góðs árangurs. Sex úr liðinu hafi hætt í haust og hún hafi bæst í hópinn að loknum æfingabúðum í sumar. Þá eru þrír af fjórum þjálfurum hættir tímabundið hið minnsta. Íris kvíðir þó ekki framtíðinni. „Þótt margar hafi hætt er efniviðurinn rosalega góður. Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna.“ Evrópumeistaramótið haustið 2014 fer fram hér á Íslandi. Íris viðurkennir að það hafi freistað hennar að halda áfram í eitt ár í viðbót. Að verja gullið á heimavelli er einstakt tækifæri. „Það hefur hvarflað að mér að bomba mér í form og skella mér í landsliðsúrtökurnar um áramótin,“ segir Íris Mist. „Það kitlar og ég veit að það kitlar fleiri af stelpunum sem hættu. Ef tilfinningin verður enn til staðar á ég örugglega eftir að henda mér í úrtökurnar um áramótin.“Myndasyrpu frá ferli Írisar Mistar má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Sjá meira