Aftur til hægri Katrín Jakobsdóttir skrifar 7. október 2013 07:00 Að mörgu leyti eru fjárlög mikilvægasta stefnuplagg stjórnvalda á hverjum tíma. Þar birtist forgangsröðun stjórnvalda. Undanfarin ár hefur fjárlagagerð hins vegar borið þess merki að hér varð hrun árið 2008, meðal annars með þeim afleiðingum að halli á ríkissjóði varð hátt í 200 milljarðar. Eðlilega hefur svigrúm stjórnvalda til að leggja pólitískar línur takmarkast af þeirri stöðu. Ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lyfti grettistaki í að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Um leið birtust pólitískar áherslur þar sem minna var skorið niður í heilbrigðis- og velferðarmálum og menntamálum en öðrum málaflokkum. Pólitískar áherslur birtust líka í því að tekna var aflað og því farin blönduð leið tekjuöflunar og niðurskurðar. Við gerð síðustu fjárlaga fyrir árið 2013 ákvað síðasta ríkisstjórn að setja enga niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Enn fremur var ákveðið að fara í sérstaka tekjuöflun til að efla fjárfestingu í landinu. Leiðarljós fjárfestingaáætlunar var fjölbreytt atvinnuuppbygging á sviði ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar og stefnubreytingin er algjör. Aftur er haldið í niðurskurðarleiðangur og í staðinn afsalar ríkisstjórnin almenningi tekjum – t.d. með því að hætta við sérstakt veiðigjald og falla frá hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Boðað er að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur og sama má segja um orkuskattinn. Í stað tekjuöflunar er meiri þungi á niðurskurð á grunnþjónustu. Grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, framhaldsskóla og háskóla. Þá er boðuð aukin gjaldtaka og eru legugjöld á sjúklinga alræmdasta dæmið um það. Í stuttu máli ber fjárlagafrumvarpið skýrt vitni um að horfið er frá félagslegum áherslum og tekin upp skýr hægristefna. Síðast en ekki síst er horfið frá öllum hugmyndum um fjárfestingu og uppbyggingu. Eina atvinnuhugmynd nýrrar ríkisstjórnar er fleiri álver. Þegar langtímaáætlun í ríkisfjármálum er skoðuð má sjá að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á fjárlögum 2015 og 2016. Það er því ekki stefnt á að greiða niður skuldir í fyrirsjáanlegri framtíð og það virðist engin von um uppbyggingu á innviðum. Þetta er framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að mörgu leyti eru fjárlög mikilvægasta stefnuplagg stjórnvalda á hverjum tíma. Þar birtist forgangsröðun stjórnvalda. Undanfarin ár hefur fjárlagagerð hins vegar borið þess merki að hér varð hrun árið 2008, meðal annars með þeim afleiðingum að halli á ríkissjóði varð hátt í 200 milljarðar. Eðlilega hefur svigrúm stjórnvalda til að leggja pólitískar línur takmarkast af þeirri stöðu. Ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lyfti grettistaki í að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Um leið birtust pólitískar áherslur þar sem minna var skorið niður í heilbrigðis- og velferðarmálum og menntamálum en öðrum málaflokkum. Pólitískar áherslur birtust líka í því að tekna var aflað og því farin blönduð leið tekjuöflunar og niðurskurðar. Við gerð síðustu fjárlaga fyrir árið 2013 ákvað síðasta ríkisstjórn að setja enga niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Enn fremur var ákveðið að fara í sérstaka tekjuöflun til að efla fjárfestingu í landinu. Leiðarljós fjárfestingaáætlunar var fjölbreytt atvinnuuppbygging á sviði ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar og stefnubreytingin er algjör. Aftur er haldið í niðurskurðarleiðangur og í staðinn afsalar ríkisstjórnin almenningi tekjum – t.d. með því að hætta við sérstakt veiðigjald og falla frá hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Boðað er að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur og sama má segja um orkuskattinn. Í stað tekjuöflunar er meiri þungi á niðurskurð á grunnþjónustu. Grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, framhaldsskóla og háskóla. Þá er boðuð aukin gjaldtaka og eru legugjöld á sjúklinga alræmdasta dæmið um það. Í stuttu máli ber fjárlagafrumvarpið skýrt vitni um að horfið er frá félagslegum áherslum og tekin upp skýr hægristefna. Síðast en ekki síst er horfið frá öllum hugmyndum um fjárfestingu og uppbyggingu. Eina atvinnuhugmynd nýrrar ríkisstjórnar er fleiri álver. Þegar langtímaáætlun í ríkisfjármálum er skoðuð má sjá að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á fjárlögum 2015 og 2016. Það er því ekki stefnt á að greiða niður skuldir í fyrirsjáanlegri framtíð og það virðist engin von um uppbyggingu á innviðum. Þetta er framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun