Ef veitingastaðir væru leikskólar Pawel Bartoszek skrifar 4. október 2013 06:00 - Café-Borg, góðan dag. Get ég aðstoðað? - Já, góðan daginn. Ég er hringja frá XYZ hf. og er að tékka með pöntun fyrir árshátíð. Þetta er á laugardaginn eftir þrjár vikur. - Já, hvað eruð þið mörg? - Við erum fjörutíu… - Já, ok. Bíddu aðeins. Mér sýnist það geta gengið. Já, það er laust. - Frábært. Og hvað myndi þetta kosta? - Ég get boðið þér þriggja rétta matseðil. Glær kjúklingasúpa í forrétt, chillíkjötkássa í aðalrétt og ís í bikar í eftirrétt. Það væru 6.990 krónur á mann án drykkja. - Hljómar vel. Hérna… það er einn í hópnum reyndar með chilli ofnæmi. Yrði það eitthvað vandamál? - Ha?! Ofnæmi? Er hann með vottorð upp á það? - Ehm… Ég veit það ekki, ég treysti nú oftast fólki þegar það segist vera með ofnæmi. - Hann verður helst að koma með vottorð. Ertu viss um að þetta séu ekki bara einhverjir stælar? Ég get ekki snúið öllu eldhúsinu á haus bara út af því að einhver segist vera með ofnæmi. - Já. Ég… mér finnst þetta svolítið skrýtið. En ókei. Ef við kæmum með vottorð væri hægt að redda þessu? - Já, þá myndum við sleppa chillíinu. - Í kássunni hans? - Nei, við fjöldaeldum þetta. Við myndum þá bara sleppa chillíinu hjá öllum. - Hjá öllum í fyrirtækinu? - Hjá öllum gestum veitingastaðarins þetta kvöld. Við myndum náttúrlega þurfa að skýra þetta út. Ætli við myndum ekki setja miða á hurðina: „Kæru gestir, ástæða þess að þið þurfið að borða svona bragðdaufan mat í kvöld er sú að einhver veimiltíta hjá XYZ segist ekki höndla almennilegt krydd. Beðist er velvirðingar á þessum leiðindum. Eigendur.“ Helst væri gott að fá nafn á viðkomandi. Annars eru menn allt kvöldið að velta því fyrir sér hver þetta gæti verið. - En myndi þessari manneskju líða illa? - Af hverju ætti henni líða illa? Maður er bjóðast til að snúa öllu á hvolf fyrir fólk. Það fer varla að væla yfir því að vera nafngreint. - Ókei, geymum þetta aðeins. En svo er annað. Það eru tvö í hópnum sem borða ekki kjöt og… - Nei, nei, nei, þarna fórstu alveg með það. - Ha? - Já, sko. Í fyrsta lagi skil ég ekkert í þeirri vitleysu að vera ekkert að borða dýr. Ef dýrum væri ekki ætlað að verða étin þá hefði Guð ekki búið þau til úr kjöti. Kjöt er matur. Það er augljóst. Mér finnst persónulega þetta vera einhver fáránleg tíska, sem kemur hingað erlendis frá og hentar bara ekkert fyrir íslenskar aðstæður. En látum það nú vera. Fólk má borða hvað sem það vill heima hjá sér. En það getur ekki farið út meðal fólks og ætlast til að allir breyti öllu hjá sér til að uppfylla duttlunga fámenns minnihlutahóps. - Það er nú enginn að biðja um það. Ég er bara að athuga hvort þessir tveir starfsmenn okkar geti ekki fengið einhverja grænmetiskássu í stað kjötkássunnar og sömuleiðis einhvern annan forrétt. - Svona fólk… Svarið er nei. Við bjóðum ekki upp á neitt svoleiðis og höfum engin áform um að gera það. - Ég skil alveg að þetta yrði smá aukakostnaður fyrir ykkur en gætum við þá ekki bara borgað fyrir það? Er ekkert sem þið getið boðið þeim upp á? - Við getum boðið þeim að koma með nesti. Þau geta eldað eitthvert grænmetissull heima hjá sér og komið með það í boxum. - Og borðað þetta „grænmetissull“ með hinum? - Við leyfum fólki venjulega ekki að koma með sinn eigin mat og borða hann. Þetta er veitingastaður, sjáðu til. Það kostar líka alveg að þrífa diska. En við getum örugglega leyft þeim að borða frammi. Þau geta komið og setið hjá hinum í eftirréttinum. Borðar þetta fólk kannski ekki mjólkurís? - Jú, ég held það reyndar. En ég veit það samt ekki. Ég skal spyrja. - Gerðu það. Annars geta þau bara borðað litlu vöffluna. Þau borða vöfflur, er það ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
- Café-Borg, góðan dag. Get ég aðstoðað? - Já, góðan daginn. Ég er hringja frá XYZ hf. og er að tékka með pöntun fyrir árshátíð. Þetta er á laugardaginn eftir þrjár vikur. - Já, hvað eruð þið mörg? - Við erum fjörutíu… - Já, ok. Bíddu aðeins. Mér sýnist það geta gengið. Já, það er laust. - Frábært. Og hvað myndi þetta kosta? - Ég get boðið þér þriggja rétta matseðil. Glær kjúklingasúpa í forrétt, chillíkjötkássa í aðalrétt og ís í bikar í eftirrétt. Það væru 6.990 krónur á mann án drykkja. - Hljómar vel. Hérna… það er einn í hópnum reyndar með chilli ofnæmi. Yrði það eitthvað vandamál? - Ha?! Ofnæmi? Er hann með vottorð upp á það? - Ehm… Ég veit það ekki, ég treysti nú oftast fólki þegar það segist vera með ofnæmi. - Hann verður helst að koma með vottorð. Ertu viss um að þetta séu ekki bara einhverjir stælar? Ég get ekki snúið öllu eldhúsinu á haus bara út af því að einhver segist vera með ofnæmi. - Já. Ég… mér finnst þetta svolítið skrýtið. En ókei. Ef við kæmum með vottorð væri hægt að redda þessu? - Já, þá myndum við sleppa chillíinu. - Í kássunni hans? - Nei, við fjöldaeldum þetta. Við myndum þá bara sleppa chillíinu hjá öllum. - Hjá öllum í fyrirtækinu? - Hjá öllum gestum veitingastaðarins þetta kvöld. Við myndum náttúrlega þurfa að skýra þetta út. Ætli við myndum ekki setja miða á hurðina: „Kæru gestir, ástæða þess að þið þurfið að borða svona bragðdaufan mat í kvöld er sú að einhver veimiltíta hjá XYZ segist ekki höndla almennilegt krydd. Beðist er velvirðingar á þessum leiðindum. Eigendur.“ Helst væri gott að fá nafn á viðkomandi. Annars eru menn allt kvöldið að velta því fyrir sér hver þetta gæti verið. - En myndi þessari manneskju líða illa? - Af hverju ætti henni líða illa? Maður er bjóðast til að snúa öllu á hvolf fyrir fólk. Það fer varla að væla yfir því að vera nafngreint. - Ókei, geymum þetta aðeins. En svo er annað. Það eru tvö í hópnum sem borða ekki kjöt og… - Nei, nei, nei, þarna fórstu alveg með það. - Ha? - Já, sko. Í fyrsta lagi skil ég ekkert í þeirri vitleysu að vera ekkert að borða dýr. Ef dýrum væri ekki ætlað að verða étin þá hefði Guð ekki búið þau til úr kjöti. Kjöt er matur. Það er augljóst. Mér finnst persónulega þetta vera einhver fáránleg tíska, sem kemur hingað erlendis frá og hentar bara ekkert fyrir íslenskar aðstæður. En látum það nú vera. Fólk má borða hvað sem það vill heima hjá sér. En það getur ekki farið út meðal fólks og ætlast til að allir breyti öllu hjá sér til að uppfylla duttlunga fámenns minnihlutahóps. - Það er nú enginn að biðja um það. Ég er bara að athuga hvort þessir tveir starfsmenn okkar geti ekki fengið einhverja grænmetiskássu í stað kjötkássunnar og sömuleiðis einhvern annan forrétt. - Svona fólk… Svarið er nei. Við bjóðum ekki upp á neitt svoleiðis og höfum engin áform um að gera það. - Ég skil alveg að þetta yrði smá aukakostnaður fyrir ykkur en gætum við þá ekki bara borgað fyrir það? Er ekkert sem þið getið boðið þeim upp á? - Við getum boðið þeim að koma með nesti. Þau geta eldað eitthvert grænmetissull heima hjá sér og komið með það í boxum. - Og borðað þetta „grænmetissull“ með hinum? - Við leyfum fólki venjulega ekki að koma með sinn eigin mat og borða hann. Þetta er veitingastaður, sjáðu til. Það kostar líka alveg að þrífa diska. En við getum örugglega leyft þeim að borða frammi. Þau geta komið og setið hjá hinum í eftirréttinum. Borðar þetta fólk kannski ekki mjólkurís? - Jú, ég held það reyndar. En ég veit það samt ekki. Ég skal spyrja. - Gerðu það. Annars geta þau bara borðað litlu vöffluna. Þau borða vöfflur, er það ekki?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun