Garðar: Geri bara eins og Grétar Sigfinnur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2013 07:00 Garðar var markahæsti leikmaður ÍA í fyrra en næstmarkahæstur í sumar. Þrátt fyrir það telja Skagamenn sig ekki hafa not fyrir hann. Garðar skorar hér í leik gegn Stjörnunni. Mynd/Daníel Framtíð framherjans Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar er í óvissu eftir að knattspyrnudeild ÍA sagðist ekki hafa áhuga á að nýta hans krafta í framtíðinni. „Lokaleikurinn í deildinni fór fram á laugardag en ég fékk að vita á föstudeginum að minnar þjónustu væri ekki óskað lengur. Bjarki bróðir fór þá á fund með knattspyrnudeildinni þar sem frá þessu var greint. Mér fannst mjög ófaglegt að gera þetta daginn fyrir síðasta leik. Ég get ekki útskýrt þetta öðruvísi en að þetta var kjaftshögg fyrir mig,“ segir Garðar ósáttur en áhöld eru að hans mati um hvort ÍA geti sagt samningnum upp. Hann spilaði samt allan leikinn fyrir ÍA daginn eftir að hann fékk þetta kjaftshögg eins og hann orðar það. „Ég ákvað að gefa allt í leikinn og reyna að troða sokk upp í þessa stjórnarmenn. Því miður fór leikurinn eins og hann fór. Ég var samt stoltur af minni frammistöðu og þjálfarinn hrósaði mér fyrir að sýna karakter eftir leikinn. Ég sagði þjálfaranum frá þessu en hann hafði ekki hugmynd um þetta. Hann vissi samt að ég myndi spila. Það er þjálfarinn sem ræður.“Bíð eftir nýjum þjálfara Framherjinn er ekki alveg á því að hann sé hættur að spila fyrir ÍA þrátt fyrir þessi tíðindi frá stjórninni. „Ég ætla að bíða eftir því hver verður ráðinn þjálfari. Ég held að það ætti að vera hans ákvörðun en ekki ákvörðun stjórnar hverjir spila fyrir ÍA næsta sumar. Ég bý uppi á Skaga og ætlaði að vera hér næstu árin. Það getur vel verið að ég verði hér áfram. Geri bara eins og Grétar Sigfinnur,“ sagði Garðar léttur og vitnaði þar í KR-inginn sem neitaði að fara er KR vildi ekki hafa hann lengur. Hann svaraði því með að fara á kostum í sumar og spila allar mínútur fyrir liðið. „Mér er eiginlega alveg sama þótt stjórnin vilji losna við mig. Það að þjálfarinn vilji halda mér skiptir mestu máli. Ég er til í að spila með ÍA í 1. deildinni næsta sumar og hjálpa liðinu við að komast aftur upp. Ég vildi strax hjálpa liðinu að komast upp er við féllum. Ég hef metnað fyrir því að spila í Pepsi-deildinni en ef ég þarf að bíða í eitt ár eftir því að spila þar aftur er það ekkert mál.“ Garðar hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og byrjaði tímabilið í ár meiddur. Hann hefur þurft að fara í aðgerðir síðustu tvö ár en sér nú fram á bjartari tíma í þeim efnum. „Ég er heill og gat spilað þrjá leiki síðustu vikuna í mótinu og ekkert mál. Nú fæ ég loksins undirbúningstímabil og get þar af leiðandi komið til leiks næsta sumar í formi en það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna er ég líka svekktur með þetta því nú er tækifæri til að kýla almennilega á þetta. Ég er líka Skagamaður, vil hjálpa liðinu og ég hélt að menn vildu byggja þetta upp á heimamönnum.“ Skagamenn urðu neðstir í Pepsi-deildinni og svolítið síðan liðið féll.ÍA náði sér í raun aldrei á strik í sumar. „Ég á enga skýringu á þessu gengi. Við byrjuðum hrikalega og náðum okkur ekkert upp úr því. Æfingar og mórall var samt góður í allt sumar. Taflan lýgur samt ekkert,“ segir Garðar en bætir við að það hafi komið nokkuð ferskir straumar með Þorvaldi Örlygssyni er hann tók við liðinu af Þórði Þórðarsyni. „Það varð aftur gaman að mæta á æfingar er hann kom. Það var orðið svolítið þunglyndi er hann kom inn. Hann reif þetta upp en árangurinn lét á sér standa. Það hefur oft gert gæfumuninn að skipta svona um þjálfara en gerði það ekki núna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Framtíð framherjans Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar er í óvissu eftir að knattspyrnudeild ÍA sagðist ekki hafa áhuga á að nýta hans krafta í framtíðinni. „Lokaleikurinn í deildinni fór fram á laugardag en ég fékk að vita á föstudeginum að minnar þjónustu væri ekki óskað lengur. Bjarki bróðir fór þá á fund með knattspyrnudeildinni þar sem frá þessu var greint. Mér fannst mjög ófaglegt að gera þetta daginn fyrir síðasta leik. Ég get ekki útskýrt þetta öðruvísi en að þetta var kjaftshögg fyrir mig,“ segir Garðar ósáttur en áhöld eru að hans mati um hvort ÍA geti sagt samningnum upp. Hann spilaði samt allan leikinn fyrir ÍA daginn eftir að hann fékk þetta kjaftshögg eins og hann orðar það. „Ég ákvað að gefa allt í leikinn og reyna að troða sokk upp í þessa stjórnarmenn. Því miður fór leikurinn eins og hann fór. Ég var samt stoltur af minni frammistöðu og þjálfarinn hrósaði mér fyrir að sýna karakter eftir leikinn. Ég sagði þjálfaranum frá þessu en hann hafði ekki hugmynd um þetta. Hann vissi samt að ég myndi spila. Það er þjálfarinn sem ræður.“Bíð eftir nýjum þjálfara Framherjinn er ekki alveg á því að hann sé hættur að spila fyrir ÍA þrátt fyrir þessi tíðindi frá stjórninni. „Ég ætla að bíða eftir því hver verður ráðinn þjálfari. Ég held að það ætti að vera hans ákvörðun en ekki ákvörðun stjórnar hverjir spila fyrir ÍA næsta sumar. Ég bý uppi á Skaga og ætlaði að vera hér næstu árin. Það getur vel verið að ég verði hér áfram. Geri bara eins og Grétar Sigfinnur,“ sagði Garðar léttur og vitnaði þar í KR-inginn sem neitaði að fara er KR vildi ekki hafa hann lengur. Hann svaraði því með að fara á kostum í sumar og spila allar mínútur fyrir liðið. „Mér er eiginlega alveg sama þótt stjórnin vilji losna við mig. Það að þjálfarinn vilji halda mér skiptir mestu máli. Ég er til í að spila með ÍA í 1. deildinni næsta sumar og hjálpa liðinu við að komast aftur upp. Ég vildi strax hjálpa liðinu að komast upp er við féllum. Ég hef metnað fyrir því að spila í Pepsi-deildinni en ef ég þarf að bíða í eitt ár eftir því að spila þar aftur er það ekkert mál.“ Garðar hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og byrjaði tímabilið í ár meiddur. Hann hefur þurft að fara í aðgerðir síðustu tvö ár en sér nú fram á bjartari tíma í þeim efnum. „Ég er heill og gat spilað þrjá leiki síðustu vikuna í mótinu og ekkert mál. Nú fæ ég loksins undirbúningstímabil og get þar af leiðandi komið til leiks næsta sumar í formi en það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna er ég líka svekktur með þetta því nú er tækifæri til að kýla almennilega á þetta. Ég er líka Skagamaður, vil hjálpa liðinu og ég hélt að menn vildu byggja þetta upp á heimamönnum.“ Skagamenn urðu neðstir í Pepsi-deildinni og svolítið síðan liðið féll.ÍA náði sér í raun aldrei á strik í sumar. „Ég á enga skýringu á þessu gengi. Við byrjuðum hrikalega og náðum okkur ekkert upp úr því. Æfingar og mórall var samt góður í allt sumar. Taflan lýgur samt ekkert,“ segir Garðar en bætir við að það hafi komið nokkuð ferskir straumar með Þorvaldi Örlygssyni er hann tók við liðinu af Þórði Þórðarsyni. „Það varð aftur gaman að mæta á æfingar er hann kom. Það var orðið svolítið þunglyndi er hann kom inn. Hann reif þetta upp en árangurinn lét á sér standa. Það hefur oft gert gæfumuninn að skipta svona um þjálfara en gerði það ekki núna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira