…verra er þeirra réttlæti Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. september 2013 06:00 Heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni. Um það velkist enginn í vafa. Aðgerða er þörf, helst í gær, en hvaða aðgerðir það ættu að vera er öllu erfiðara að negla niður. Loka Hörpunni? Hætta að greiða listamannalaun? Sameina háskóla? Færa alla heilbrigðisþjónustu til einkaaðila? Láta þá sem veikjast bera allan kostnað af því sjálfa? Enginn þessara kosta er vænlegur, svo vægt sé til orða tekið. Eiginlega nær að segja að þeir séu hver öðrum verri. Með fullri virðingu fyrir nauðsyn þess að viðhalda hér blómlegu menningar- og listalífi er þó sú hugmynd að láta sjúklinga greiða fyrir innlagnir á sjúkrahús einna skelfilegust. Menning og listir brjóta sér farveg hverjar sem aðstæðurnar eru en dauðveikt fólk á ekki marga möguleika á því að koma sér sjálft til heilsu. Það er virkilega ógnvekjandi staða að eiga þess ekki kost að hljóta lækningu vegna fjárskorts. Óhuggulegast er þó að hugmyndin er sett fram sem réttlætismál og þjónusta við sjúklinga. „Markmiðið er að þeir sem eru mikið og langveikir og þurfa stöðugt og mikla þjónustu, bæði sérfræðinga, lyf, rannsóknir og myndatökur, að þeir séu verndaðir. En hinir sem verða einstaka sinnum veikir, kannski á fimm ára fresti, borgi þá þeim mun meira,“ sagði Pétur Blöndal, formaður þverpólitískrar nefndar um breytingar á kostnaðarþátttökukerfi sjúklinga, í fréttum Stöðvar tvö á sunnudagskvöldið. Verndin er þó ekki meiri en svo að talað er um að hver sjúklingur greiði 120.000 krónur áður en hann á rétt á ókeypis læknisþjónustu. Þannig eru hugmyndir hinnar þverpólitísku nefndar um fjárhagslegt bolmagn aldraðra, öryrkja og langveikra sem eðli málsins samkvæmt þurfa mest á þjónustu sjúkrahúsa að halda. 120.000 krónur er kannski ekki há upphæð í huga þeirra sem ekki þekkja skort. Skitnar tíu þúsund krónur á mánuði á ársgrundvelli. Hver hefur svo sem ekki efni á því? Svarið er einfalt: Þeir sem við verstu kjörin búa hafa ekki efni á því að borga 120.000 krónur á ári fyrir sjúkrahúsþjónustu. Og verði þessar tillögur að lögum er hætt við því að fólk kinoki sér við því að leita læknis, hvað þá leggjast inn á spítala þótt þörfin sé brýn. Fjöldi fólks er nú þegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að leita sér lækninga vegna fjárskorts og þessi hugmynd bætir gráu ofan á svart fyrir þá sem þurfa að velja milli þess að eiga fyrir mat ofan í börnin sín eða sjálfa sig eða leyfa sér þann lúxus að kaupa nauðsynleg lyf eða fara í dýrar rannsóknir á heilbrigðisstofnunum. Það hefur því verið þrautalending hjá læknum að leggja fólk, sem lífsnauðsynlega þarf á slíkri þjónustu að halda, inn á sjúkrahús þar sem rannsóknir eru enn sjúklingum að kostnaðarlausu. Verði þessar hugmyndir nefndarinnar að lögum er loku skotið fyrir þann möguleika og þá eru fáir valkostir eftir fyrir verst settu sjúklingana. Er það kannski markmiðið að láta þá sem erfiðast eiga deyja drottni sínum og létta þannig byrðar almannatryggingakerfisins? Það er auðvitað ein leið til sparnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni. Um það velkist enginn í vafa. Aðgerða er þörf, helst í gær, en hvaða aðgerðir það ættu að vera er öllu erfiðara að negla niður. Loka Hörpunni? Hætta að greiða listamannalaun? Sameina háskóla? Færa alla heilbrigðisþjónustu til einkaaðila? Láta þá sem veikjast bera allan kostnað af því sjálfa? Enginn þessara kosta er vænlegur, svo vægt sé til orða tekið. Eiginlega nær að segja að þeir séu hver öðrum verri. Með fullri virðingu fyrir nauðsyn þess að viðhalda hér blómlegu menningar- og listalífi er þó sú hugmynd að láta sjúklinga greiða fyrir innlagnir á sjúkrahús einna skelfilegust. Menning og listir brjóta sér farveg hverjar sem aðstæðurnar eru en dauðveikt fólk á ekki marga möguleika á því að koma sér sjálft til heilsu. Það er virkilega ógnvekjandi staða að eiga þess ekki kost að hljóta lækningu vegna fjárskorts. Óhuggulegast er þó að hugmyndin er sett fram sem réttlætismál og þjónusta við sjúklinga. „Markmiðið er að þeir sem eru mikið og langveikir og þurfa stöðugt og mikla þjónustu, bæði sérfræðinga, lyf, rannsóknir og myndatökur, að þeir séu verndaðir. En hinir sem verða einstaka sinnum veikir, kannski á fimm ára fresti, borgi þá þeim mun meira,“ sagði Pétur Blöndal, formaður þverpólitískrar nefndar um breytingar á kostnaðarþátttökukerfi sjúklinga, í fréttum Stöðvar tvö á sunnudagskvöldið. Verndin er þó ekki meiri en svo að talað er um að hver sjúklingur greiði 120.000 krónur áður en hann á rétt á ókeypis læknisþjónustu. Þannig eru hugmyndir hinnar þverpólitísku nefndar um fjárhagslegt bolmagn aldraðra, öryrkja og langveikra sem eðli málsins samkvæmt þurfa mest á þjónustu sjúkrahúsa að halda. 120.000 krónur er kannski ekki há upphæð í huga þeirra sem ekki þekkja skort. Skitnar tíu þúsund krónur á mánuði á ársgrundvelli. Hver hefur svo sem ekki efni á því? Svarið er einfalt: Þeir sem við verstu kjörin búa hafa ekki efni á því að borga 120.000 krónur á ári fyrir sjúkrahúsþjónustu. Og verði þessar tillögur að lögum er hætt við því að fólk kinoki sér við því að leita læknis, hvað þá leggjast inn á spítala þótt þörfin sé brýn. Fjöldi fólks er nú þegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að leita sér lækninga vegna fjárskorts og þessi hugmynd bætir gráu ofan á svart fyrir þá sem þurfa að velja milli þess að eiga fyrir mat ofan í börnin sín eða sjálfa sig eða leyfa sér þann lúxus að kaupa nauðsynleg lyf eða fara í dýrar rannsóknir á heilbrigðisstofnunum. Það hefur því verið þrautalending hjá læknum að leggja fólk, sem lífsnauðsynlega þarf á slíkri þjónustu að halda, inn á sjúkrahús þar sem rannsóknir eru enn sjúklingum að kostnaðarlausu. Verði þessar hugmyndir nefndarinnar að lögum er loku skotið fyrir þann möguleika og þá eru fáir valkostir eftir fyrir verst settu sjúklingana. Er það kannski markmiðið að láta þá sem erfiðast eiga deyja drottni sínum og létta þannig byrðar almannatryggingakerfisins? Það er auðvitað ein leið til sparnaðar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun