Bara ef við vissum allt! Pawel Bartoszek skrifar 20. september 2013 06:00 Ímyndið ykkur hvað hægt væri að byggja upp stórkostlegt samfélag, bara ef ríkið vissi allt um alla: „Áttu í fjárhagsvandræðum? Þú færð aðstoðarmann sem skipuleggur útgjöldin með fjölskyldunni. Hefurðu fitnað mikið að undanförnu? Sundkort dettur inn um lúguna. Þarftu að fara með bílinn í skoðun? Það er búið að panta tíma. Og láta vinnuveitandann vita. Ekkert að þakka!“ Það er vinsælt að biðja fólk um að fórna friðhelgi einkalífsins fyrir meint öryggi. En æ algengara er að menn biðji fólk um að fórna friðhelginni fyrir einhver þægindi. Stundum eru þetta okkar þægindi en oftast samt þægindi hins opinbera. Til dæmis: Ef ríkið vill gefa fólki pening í massavís þá er þægilegra að það viti hvað hver eigi mikinn pening fyrir. Eru ekki allir fullir skilnings?Mamma passar Í flestum sæmilegum ríkjum getur hið opinbera ekki valsað inn á heimili fólks án ástæðu. Vissulega geta lögreglumenn fengið að koma inn til að rannsaka glæp, að fengnu leyfi dómara, en þeir labba ekki bara inn til að „skoða sig um“ eða sjá „hvort ekki sé allt með felldu“. Sömu lögmál ættu að gilda í netheimum. Vill einhver skoða netnotkun grunaðs manns? Þá á að þurfa dómsúrskurð. Já, það er vesen en vesen er einmitt lykilorðið. Það á að vera vesen að fá að ganga á mannréttindi fólks. Og það á ekki að tortryggja þá sem vilja ekki að gengið sé á mannréttindin. Þetta snýst ekki um hver hefur hvað að fela. Það má heldur ekki gleyma því að oft er stutt frá hvers kyns kröfum um ótakmarkað eftirlit til krafna um bönn. Menn fara að heimta klámsíur, pókersíur, niðurhalssíur og lokanir á kreditkort eftir löndum. Sumum er illa við að fólk tjái sig nafnlaust á netinu og vilja banna fólki það. Allt eru þetta yndislega vondar hugmyndir.Mamma hjálpar En segjum nú að hið opinbera væri fullkomlega umhyggjusamt og algjörlega laust við hvers kyns forsjárhyggjutilburði. Væri þá ekki ágætt að slík undravera hefði fullkomnar upplýsingar um hagi og áform allra til að geta gert líf þeirra sem þægilegast? Nei, það eru til leiðir til að láta hluti gerast án þess að hafa miðlæga gagnagrunna með upplýsingum um allt og alla. Hve oft hefur einhver ekki getað fengið bensín á bensínstöð? Eða ætlað sér að kaupa í matinn en komist að því maturinn í búðinni væri búinn og það kæmi ekki meiri matur fyrr en á nýju fjárlagaári? Eða komið að sumarlokun í bíói? Ha, enginn? Bíóin vita ekki hver ætlar í bíó. Matarbúðirnar vita ekki hvað hver og einn ætlar sér að borða og hvenær. Bensínstöðvarnar vita ekki hver er að fara út á land. Jú, þessi fyrirtæki vita eflaust ýmislegt um markaðina sína. En þau vita ekki allt um alla. Það er alls ekki augljóst að við fengjum betri bensíndreifingu ef við hefðum eitt ríkisolíufélag sem væri beintengt við alla bíla landsins. Eða að ríkismatardreifing yrði betri. Reynslan sýnir að hún yrði líklega miklu verri. Frjáls markaður er auðvitað algjör kaos. Menn keppa í stað þess að vinna saman. Allir vilja græða og hugsa bara um sig. En samt virkar þetta sundurlausa dreifingarkerfi fáránlega vel. Ekkert betra virðist vera til. Við ættum alltaf að vera á varðbergi þegar ríkið ætlar sér í massífa upplýsingasöfnun til að gera líf okkar þægilegra. Í fyrsta lagi eigum við að standa vörð um friðhelgi einkalífsins, án þess að skammast okkar fyrir það. Í öðru lagi er hæpið að besta leiðin að þægilegu lífi felist í því að alvitrar, elskandi stofnanir fái að leika lausum hala. Dæmin sýna annað.Að lokum Nú er búið að ákveða að ráðast í massífar eignatilfærslur og til að reikna út hvaða eignatilfærsla sé best er búið að ákveða að safna saman upplýsingum um skuldir allra landsmanna. Það er byrjun. Reyndar ekki sérstaklega góð byrjun. Ég myndi frekar lækka skuldir ríkissjóðs. En það er bara ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Ímyndið ykkur hvað hægt væri að byggja upp stórkostlegt samfélag, bara ef ríkið vissi allt um alla: „Áttu í fjárhagsvandræðum? Þú færð aðstoðarmann sem skipuleggur útgjöldin með fjölskyldunni. Hefurðu fitnað mikið að undanförnu? Sundkort dettur inn um lúguna. Þarftu að fara með bílinn í skoðun? Það er búið að panta tíma. Og láta vinnuveitandann vita. Ekkert að þakka!“ Það er vinsælt að biðja fólk um að fórna friðhelgi einkalífsins fyrir meint öryggi. En æ algengara er að menn biðji fólk um að fórna friðhelginni fyrir einhver þægindi. Stundum eru þetta okkar þægindi en oftast samt þægindi hins opinbera. Til dæmis: Ef ríkið vill gefa fólki pening í massavís þá er þægilegra að það viti hvað hver eigi mikinn pening fyrir. Eru ekki allir fullir skilnings?Mamma passar Í flestum sæmilegum ríkjum getur hið opinbera ekki valsað inn á heimili fólks án ástæðu. Vissulega geta lögreglumenn fengið að koma inn til að rannsaka glæp, að fengnu leyfi dómara, en þeir labba ekki bara inn til að „skoða sig um“ eða sjá „hvort ekki sé allt með felldu“. Sömu lögmál ættu að gilda í netheimum. Vill einhver skoða netnotkun grunaðs manns? Þá á að þurfa dómsúrskurð. Já, það er vesen en vesen er einmitt lykilorðið. Það á að vera vesen að fá að ganga á mannréttindi fólks. Og það á ekki að tortryggja þá sem vilja ekki að gengið sé á mannréttindin. Þetta snýst ekki um hver hefur hvað að fela. Það má heldur ekki gleyma því að oft er stutt frá hvers kyns kröfum um ótakmarkað eftirlit til krafna um bönn. Menn fara að heimta klámsíur, pókersíur, niðurhalssíur og lokanir á kreditkort eftir löndum. Sumum er illa við að fólk tjái sig nafnlaust á netinu og vilja banna fólki það. Allt eru þetta yndislega vondar hugmyndir.Mamma hjálpar En segjum nú að hið opinbera væri fullkomlega umhyggjusamt og algjörlega laust við hvers kyns forsjárhyggjutilburði. Væri þá ekki ágætt að slík undravera hefði fullkomnar upplýsingar um hagi og áform allra til að geta gert líf þeirra sem þægilegast? Nei, það eru til leiðir til að láta hluti gerast án þess að hafa miðlæga gagnagrunna með upplýsingum um allt og alla. Hve oft hefur einhver ekki getað fengið bensín á bensínstöð? Eða ætlað sér að kaupa í matinn en komist að því maturinn í búðinni væri búinn og það kæmi ekki meiri matur fyrr en á nýju fjárlagaári? Eða komið að sumarlokun í bíói? Ha, enginn? Bíóin vita ekki hver ætlar í bíó. Matarbúðirnar vita ekki hvað hver og einn ætlar sér að borða og hvenær. Bensínstöðvarnar vita ekki hver er að fara út á land. Jú, þessi fyrirtæki vita eflaust ýmislegt um markaðina sína. En þau vita ekki allt um alla. Það er alls ekki augljóst að við fengjum betri bensíndreifingu ef við hefðum eitt ríkisolíufélag sem væri beintengt við alla bíla landsins. Eða að ríkismatardreifing yrði betri. Reynslan sýnir að hún yrði líklega miklu verri. Frjáls markaður er auðvitað algjör kaos. Menn keppa í stað þess að vinna saman. Allir vilja græða og hugsa bara um sig. En samt virkar þetta sundurlausa dreifingarkerfi fáránlega vel. Ekkert betra virðist vera til. Við ættum alltaf að vera á varðbergi þegar ríkið ætlar sér í massífa upplýsingasöfnun til að gera líf okkar þægilegra. Í fyrsta lagi eigum við að standa vörð um friðhelgi einkalífsins, án þess að skammast okkar fyrir það. Í öðru lagi er hæpið að besta leiðin að þægilegu lífi felist í því að alvitrar, elskandi stofnanir fái að leika lausum hala. Dæmin sýna annað.Að lokum Nú er búið að ákveða að ráðast í massífar eignatilfærslur og til að reikna út hvaða eignatilfærsla sé best er búið að ákveða að safna saman upplýsingum um skuldir allra landsmanna. Það er byrjun. Reyndar ekki sérstaklega góð byrjun. Ég myndi frekar lækka skuldir ríkissjóðs. En það er bara ég.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun