Drottningin á miðjunni hefur alla burði til að vera frábær þjálfari Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2013 07:00 Mynd/Daníel „Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðarsdóttur, í gær. Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta. Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á laugardaginn þegar Valsmenn unnu frábæran sigur, 4-0, og tryggðu sér í leiðinni annað sætið í deildinni. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt, með sigri og marki. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir á hillunni. „Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangstímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða aukaæfingar innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér og á að baki stórkostlegan feril.“Mynd/DaníelMikil reynsla og þekking Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með einstaklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knattspyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða. „Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið. Hún er ótrúlega metnaðarfull og ég vona innilega að hún verði frábær þjálfari. Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að halda Eddu.“Mynd/ArnþórMiðjumaðurinn lék 103 landsleiki með íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn fyrsta landsleik sjöunda september árið 1997 þegar hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu í undankeppni HM. 16 árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna. „Edda gæti orðið mjög góður þjálfari og ég veit að hún hefur tekið þjálfaranámskeið. Hún hefur alltaf verið dugleg að skrifa niður og punkta hjá sér, sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun er komið. Það væri ekki gott að missa svona flottan karakter út úr boltanum.“ Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val á sínum ferli og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari hér á landi. „Hún fer sannarlega í þann flokk að vera ein af þeim bestu í íslenskri kvennaknattspyrnusögu. Hún var kannski ekki tæknilega besti leikmaðurinn en ótrúlegur karakter sem reif ávallt alla með sér.“Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar framlag til kvennaknattspyrnu skipti sköpum. Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15 Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðarsdóttur, í gær. Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta. Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á laugardaginn þegar Valsmenn unnu frábæran sigur, 4-0, og tryggðu sér í leiðinni annað sætið í deildinni. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt, með sigri og marki. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir á hillunni. „Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangstímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða aukaæfingar innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér og á að baki stórkostlegan feril.“Mynd/DaníelMikil reynsla og þekking Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með einstaklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knattspyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða. „Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið. Hún er ótrúlega metnaðarfull og ég vona innilega að hún verði frábær þjálfari. Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að halda Eddu.“Mynd/ArnþórMiðjumaðurinn lék 103 landsleiki með íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn fyrsta landsleik sjöunda september árið 1997 þegar hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu í undankeppni HM. 16 árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna. „Edda gæti orðið mjög góður þjálfari og ég veit að hún hefur tekið þjálfaranámskeið. Hún hefur alltaf verið dugleg að skrifa niður og punkta hjá sér, sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun er komið. Það væri ekki gott að missa svona flottan karakter út úr boltanum.“ Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val á sínum ferli og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari hér á landi. „Hún fer sannarlega í þann flokk að vera ein af þeim bestu í íslenskri kvennaknattspyrnusögu. Hún var kannski ekki tæknilega besti leikmaðurinn en ótrúlegur karakter sem reif ávallt alla með sér.“Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar framlag til kvennaknattspyrnu skipti sköpum. Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15 Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15
Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20