Að flytja flugvöll losar peninga Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. september 2013 06:00 Sigurður Jóhannesson hagfræðingur skrifaði áhugaverða grein í vikuritið Vísbendingu, sem Fréttablaðið sagði frá fyrr í vikunni. Sigurður fjallar þar um deilur um Reykjavíkurflugvöll og rifjar upp fyrri greiningar á þjóðhagslegum ávinningi þess að færa hann úr Vatnsmýrinni. „Megingallinn við að hafa flugvöll í Vatnsmýrinni er að óvíða er land dýrara en þar. Á meðan ekki er íbúðabyggð á svæðinu verður að byggja fjær miðbænum og meiri tími fer í ferðir innan bæjar. Nýlegar erlendar rannsóknir benda til þess að náið samhengi sé milli þéttleika byggðar og framleiðni,“ skrifar Sigurður. Hann bendir á að núvirtur hreinn hagnaður af því að flytja flugvöll á Hólmsheiði eða færa innanlandsflugið til Keflavíkur sé 35-40 milljarðar króna og stærsti sparnaðarliðurinn sé minni ferðatími innan borgarinnar. Þó yrði ábatinn enn meiri ef miðað væri við lóðaverð. Landið undir flugvellinum er eftirsóknarvert byggingarland og dýrt eftir því. Sigurður áætlar að markaðsvirði þess gæti verið um 75 milljarðar króna. Í dag er ekki einu sinni greidd leiga af þessu landi, sem Sigurður áætlar að gæti verið þrír og hálfur til fjórir milljarðar króna ef miðað er við fimm prósenta raunvexti. Sigurður Jóhannesson segir að lengi megi deila um forsendur í kostnaðar- og ábatagreiningu á staðsetningu flugvallar, en fátt geti haggað meginniðurstöðunni. „Erfitt er að sjá annað en að landið undir flugvelli í Vatnsmýrinni sé of dýrt til þess að skynsamlegt sé að nota það undir flugvöll,“ skrifar hann. Stærsti eigandi lands í Vatnsmýrinni er ríkisvaldið. Ríkið gæti fengið í sinn hlut 30-40 milljarða, yrðu seldar byggingarlóðir á svæðinu. Að gera nýjan og flottari flugvöll yrði mun ódýrara, miðað við kostnaðaráætlanir sem á sínum tíma voru settar fram í skýrslu samráðshóps samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir utan annan efnahagslegan ávinning af flutningi flugvallarins myndi ríkissjóður því væntanlega hagnast vel. Og þá vaknar sú spurning hvort þingmenn og ráðherrar, sem nú sjá engan annan kost en að troða núverandi staðsetningu flugvallarins upp á Reykvíkinga með góðu eða illu, geti séð möguleika á aðgerðum sem hugsanlega breyttu forsendum í umræðunni um flugvöllinn. Aðalröksemd þeirra sem nú safna undirskriftum til stuðnings flugvelli á núverandi stað er til dæmis að mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutningum. Og vafalaust gera þær það stundum. En af hverju var þá ekki safnað undirskriftum á landsvísu þegar hætt var að hafa sjúkraflugvél í Vestmannaeyjum og útkallstíminn lengdist um 24 mínútur, eins og kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar? Gætu peningar sem fengjust fyrir lóðir í Vatnsmýri nýtzt til að bæta viðbragðstíma og aðstöðu í sjúkraflugi? Fjölga stöðum með sjúkraflugvél? Efla þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæzlunnar? Þannig mætti spyrja áfram. Röksemdafærsla þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri er of einhliða, meðal annars vegna þess að ekki er horft á fjárhagslega ábatann af því að flytja hann og hvernig má verja þeim peningum. Það skiptir að sjálfsögðu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Sigurður Jóhannesson hagfræðingur skrifaði áhugaverða grein í vikuritið Vísbendingu, sem Fréttablaðið sagði frá fyrr í vikunni. Sigurður fjallar þar um deilur um Reykjavíkurflugvöll og rifjar upp fyrri greiningar á þjóðhagslegum ávinningi þess að færa hann úr Vatnsmýrinni. „Megingallinn við að hafa flugvöll í Vatnsmýrinni er að óvíða er land dýrara en þar. Á meðan ekki er íbúðabyggð á svæðinu verður að byggja fjær miðbænum og meiri tími fer í ferðir innan bæjar. Nýlegar erlendar rannsóknir benda til þess að náið samhengi sé milli þéttleika byggðar og framleiðni,“ skrifar Sigurður. Hann bendir á að núvirtur hreinn hagnaður af því að flytja flugvöll á Hólmsheiði eða færa innanlandsflugið til Keflavíkur sé 35-40 milljarðar króna og stærsti sparnaðarliðurinn sé minni ferðatími innan borgarinnar. Þó yrði ábatinn enn meiri ef miðað væri við lóðaverð. Landið undir flugvellinum er eftirsóknarvert byggingarland og dýrt eftir því. Sigurður áætlar að markaðsvirði þess gæti verið um 75 milljarðar króna. Í dag er ekki einu sinni greidd leiga af þessu landi, sem Sigurður áætlar að gæti verið þrír og hálfur til fjórir milljarðar króna ef miðað er við fimm prósenta raunvexti. Sigurður Jóhannesson segir að lengi megi deila um forsendur í kostnaðar- og ábatagreiningu á staðsetningu flugvallar, en fátt geti haggað meginniðurstöðunni. „Erfitt er að sjá annað en að landið undir flugvelli í Vatnsmýrinni sé of dýrt til þess að skynsamlegt sé að nota það undir flugvöll,“ skrifar hann. Stærsti eigandi lands í Vatnsmýrinni er ríkisvaldið. Ríkið gæti fengið í sinn hlut 30-40 milljarða, yrðu seldar byggingarlóðir á svæðinu. Að gera nýjan og flottari flugvöll yrði mun ódýrara, miðað við kostnaðaráætlanir sem á sínum tíma voru settar fram í skýrslu samráðshóps samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir utan annan efnahagslegan ávinning af flutningi flugvallarins myndi ríkissjóður því væntanlega hagnast vel. Og þá vaknar sú spurning hvort þingmenn og ráðherrar, sem nú sjá engan annan kost en að troða núverandi staðsetningu flugvallarins upp á Reykvíkinga með góðu eða illu, geti séð möguleika á aðgerðum sem hugsanlega breyttu forsendum í umræðunni um flugvöllinn. Aðalröksemd þeirra sem nú safna undirskriftum til stuðnings flugvelli á núverandi stað er til dæmis að mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutningum. Og vafalaust gera þær það stundum. En af hverju var þá ekki safnað undirskriftum á landsvísu þegar hætt var að hafa sjúkraflugvél í Vestmannaeyjum og útkallstíminn lengdist um 24 mínútur, eins og kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar? Gætu peningar sem fengjust fyrir lóðir í Vatnsmýri nýtzt til að bæta viðbragðstíma og aðstöðu í sjúkraflugi? Fjölga stöðum með sjúkraflugvél? Efla þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæzlunnar? Þannig mætti spyrja áfram. Röksemdafærsla þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri er of einhliða, meðal annars vegna þess að ekki er horft á fjárhagslega ábatann af því að flytja hann og hvernig má verja þeim peningum. Það skiptir að sjálfsögðu máli.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun