Þriggja ára skattsvikarannsókn að klárast Stígur Helgason skrifar 7. september 2013 07:00 Steingrímur Þór Ólafsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald um leið og hann kom til landsins frá Venesúela haustið 2010. Fréttablaðið/anton Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess. VSK-málið Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess.
VSK-málið Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira