Sjáum samninginn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. ágúst 2013 07:00 Niðurstöður skoðanakönnunar, sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland, benda til að utanríkisráðherrann sé á hálum ís þegar hann vitnar í þjóðarviljann sér til fulltingis um að slíta í raun aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Meirihluti svarenda í könnuninni, eða tæplega 54 prósent, sagðist vilja klára aðildarviðræðurnar. Rúmlega þriðjungur, 35,1 prósent, segist vilja slíta viðræðunum og 11,3% segjast hlutlaus í málinu. Athygli vekur að stuðningur við að ljúka viðræðunum hefur aukizt nokkuð síðan í júní, á sama tíma og ný ríkisstjórn hefur gert hlé á viðræðunum og látið rækilega í það skína að þær verði aldrei hafnar aftur. Nú er það vissulega svo að minnihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna er fylgjandi því að halda viðræðunum áfram. Samt er rúmlega fjórðungur stuðningsmanna Framsóknarflokksins því fylgjandi og rétt tæpur þriðjungur þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mikill meirihluti stuðningsmanna annarra flokka er því fylgjandi að klára viðræðurnar. Þessi staða er og mun verða stjórnarflokkunum erfið. Minnihlutinn í Sjálfstæðisflokknum, sem vill klára viðræðurnar, er háværari en í Framsókn. Það eru kjósendur sem tóku mark á því loforði Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að gert yrði út um það í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðunum yrði haldið áfram eða ekki. Margir af þeim sem segjast í könnunum vilja klára aðildarviðræðurnar svara neitandi þegar þeir eru spurðir hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Enda hafa þeir ekki forsendur til að meta það á þessum tímapunkti, frekar en þeir sem segja já, hvort það sé fýsilegur kostur. Það fer eftir aðildarsamningnum – og niðurstöður kannana sýna ítrekað að meirihluti þjóðarinnar vill sjá slíkan samning. Andstæðingar þess að aðildarferlinu ljúki með samningum segja gjarnan að það sé ekki hægt að „kíkja í pakkann“ eða „kanna kosti og galla“ eins og fyrri ríkisstjórn var farin að kalla aðildarviðræðurnar vegna innri vandræðagangs. Og það er rétt að því leyti að ríki sem sækir um aðild að ESB hlýtur að stefna að því að verða aðildarríki og ná sem hagstæðustum aðildarsamningi. En þjóðin mun eiga síðasta orðið um aðildina. Engum dettur í hug að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að hún segi álit sitt á samningnum í atkvæðagreiðslu. Norska þjóðin hafnaði aðildarsamningi við ESB í tvígang; enginn þarf að hafa áhyggjur af að lýðræðið virki ekki við þær kringumstæður. Það getur verið skynsamlegt að fara rólega í aðildarviðræðum við ESB og ljúka þeim á einhverjum árum. Sjá á meðan hvort Ísland kemst út úr gjaldeyrishöftum á eigin spýtur, hvernig efnahagsþróunin verður innan ESB, hvernig makríldeilunni reiðir af og svo framvegis. En það er óskynsamlegt að slíta viðræðunum, skella dyrunum í lás og fækka þannig valkostum Íslands. Og að sjálfsögðu á að leyfa þjóðinni að höggva á hnútinn sem er í pólitíkinni og gera út um það hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða slitið. Sérstaklega þegar menn lofuðu því fyrir kosningar að sú leið yrði farin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Niðurstöður skoðanakönnunar, sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland, benda til að utanríkisráðherrann sé á hálum ís þegar hann vitnar í þjóðarviljann sér til fulltingis um að slíta í raun aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Meirihluti svarenda í könnuninni, eða tæplega 54 prósent, sagðist vilja klára aðildarviðræðurnar. Rúmlega þriðjungur, 35,1 prósent, segist vilja slíta viðræðunum og 11,3% segjast hlutlaus í málinu. Athygli vekur að stuðningur við að ljúka viðræðunum hefur aukizt nokkuð síðan í júní, á sama tíma og ný ríkisstjórn hefur gert hlé á viðræðunum og látið rækilega í það skína að þær verði aldrei hafnar aftur. Nú er það vissulega svo að minnihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna er fylgjandi því að halda viðræðunum áfram. Samt er rúmlega fjórðungur stuðningsmanna Framsóknarflokksins því fylgjandi og rétt tæpur þriðjungur þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mikill meirihluti stuðningsmanna annarra flokka er því fylgjandi að klára viðræðurnar. Þessi staða er og mun verða stjórnarflokkunum erfið. Minnihlutinn í Sjálfstæðisflokknum, sem vill klára viðræðurnar, er háværari en í Framsókn. Það eru kjósendur sem tóku mark á því loforði Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að gert yrði út um það í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðunum yrði haldið áfram eða ekki. Margir af þeim sem segjast í könnunum vilja klára aðildarviðræðurnar svara neitandi þegar þeir eru spurðir hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Enda hafa þeir ekki forsendur til að meta það á þessum tímapunkti, frekar en þeir sem segja já, hvort það sé fýsilegur kostur. Það fer eftir aðildarsamningnum – og niðurstöður kannana sýna ítrekað að meirihluti þjóðarinnar vill sjá slíkan samning. Andstæðingar þess að aðildarferlinu ljúki með samningum segja gjarnan að það sé ekki hægt að „kíkja í pakkann“ eða „kanna kosti og galla“ eins og fyrri ríkisstjórn var farin að kalla aðildarviðræðurnar vegna innri vandræðagangs. Og það er rétt að því leyti að ríki sem sækir um aðild að ESB hlýtur að stefna að því að verða aðildarríki og ná sem hagstæðustum aðildarsamningi. En þjóðin mun eiga síðasta orðið um aðildina. Engum dettur í hug að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að hún segi álit sitt á samningnum í atkvæðagreiðslu. Norska þjóðin hafnaði aðildarsamningi við ESB í tvígang; enginn þarf að hafa áhyggjur af að lýðræðið virki ekki við þær kringumstæður. Það getur verið skynsamlegt að fara rólega í aðildarviðræðum við ESB og ljúka þeim á einhverjum árum. Sjá á meðan hvort Ísland kemst út úr gjaldeyrishöftum á eigin spýtur, hvernig efnahagsþróunin verður innan ESB, hvernig makríldeilunni reiðir af og svo framvegis. En það er óskynsamlegt að slíta viðræðunum, skella dyrunum í lás og fækka þannig valkostum Íslands. Og að sjálfsögðu á að leyfa þjóðinni að höggva á hnútinn sem er í pólitíkinni og gera út um það hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða slitið. Sérstaklega þegar menn lofuðu því fyrir kosningar að sú leið yrði farin.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun