Tíundi bikarmeistaratitill Blika Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, lyftir hér bikarnum á laugardaginn. Greta Mjöll tók þátt í síðasta bikarúrslitaleik kvennaliðsins árið 2005 þegar liðið hafði betur gegn KR. Fréttablaðð/daníel Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks. Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks.
Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira