Íslenski boltinn

Það hefur enginn haft samband við mig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir hefur mikla þekkingu á íslenskri kvennaknattspyrnu.
Elísabet Gunnarsdóttir hefur mikla þekkingu á íslenskri kvennaknattspyrnu. Fréttablaðð/daníel
Staða íslenska landsliðsþjálfara kvenna er laus en Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, gaf ekki kost á sér í starfið áfram.

KSÍ hefur að undanförnu verið í leit að nýjum landsliðsþjálfara en Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, hefur nú þegar afþakkað starfið.

Nú þykir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads í Svíþjóð, líklegasti arftakinn en hún er margreyndur þjálfari sem þekkir íslenska kvennaknattspyrnu vel en Elísabet þjálfaði Val til margra ára og gerði liðið nokkrum sinnum að Íslandsmeisturum.

„KSÍ hefur ekkert haft samband við mig,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir í samtali við Fréttablaðið.

Hávær umræða hefur verið um íslenska kvennalandsliðið undanfarna viku og hafa sumir leikmenn liðsins verið gagnrýndir harðlega. Leikmenn liðsins virðast hafa sent Sigurði Ragnari Eyjólfssyni bréf þess efnis að hann skildi láta gott heita og stíga til hliðar.

„Mér finnst umræðan um kvennalandsliðið hafa farið út í miklar öfgar síðustu daga. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessar stelpur og hef þjálfað þær flestallar á einhverjum tímapunkti á Íslandi. Mér þykir því þessi umræða afskaplega leiðinleg. Þetta eru allt frábærir leikmenn í þessu liði og íslenska kvennalandsliðið mun halda áfram að standa sig vel inn á fótboltavellinum, sama hver tekur við þeim, segir Elísabet. “




Fleiri fréttir

Sjá meira


×