Ytra fullveldi Bjarni Már Magnússon skrifar 19. ágúst 2013 07:00 Algengt er þessi misserin að vísa í hugtakið fullveldi máli sínu til stuðnings þegar rætt er um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Oft vill þó gleymast að í hugtakinu felst vald til að gera samninga við önnur ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Fyrir níutíu árum, þann 17. ágúst 1923, tæpum fimm árum eftir að Ísland varð fullvalda, kvað Fasti alþjóðadómstóllinn, fyrirrennari Alþjóðadómstólsins í Haag, upp dóm í hinu svonefnda S.S. Wimbledon-máli. Umfjöllun dómsins um fullveldishugtakið er fyrir löngu orðin sígild og oft á tíðum vísað til hennar í fræðaskrifum sem og af alþjóðlegum dómstólum. Í málinu þurfti dómstóllinn að taka afstöðu til spurningarinnar hvernig ríki gæti verið fullvalda og á sama tíma skuldbundið alþjóðalögum með samningum við önnur ríki. Í stuttu máli, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. Legið fyrir í 90 ár Dómstóllinn tók skýrt fram að hann hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á þjóðréttarlegar samningskuldbindingar ríkis um ákveðnar athafnir eða athafnaleysi sem skerðingu á fullveldi þess. Vissulega legðu samningsskuldbindingar kvaðir á framkvæmd fullveldisréttar ríkis, í þeim skilningi að þær skuldbinda ríki til að framkvæma þær með ákveðnum hætti. Aftur á móti væri rétturinn til að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar einn af eiginleikum fullveldis ríkja. Nú hefur sá skilningur legið fyrir í níutíu ár að þegar ríki tekur á sig skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga sé ríkið að nota fullveldið en ekki afsala sér því. Af einhverjum sökum virðist þessu ekki mikið flaggað þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í íslenskri þjóðmálaumræðu. Vonandi að einhver breyting verði þar á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt er þessi misserin að vísa í hugtakið fullveldi máli sínu til stuðnings þegar rætt er um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Oft vill þó gleymast að í hugtakinu felst vald til að gera samninga við önnur ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Fyrir níutíu árum, þann 17. ágúst 1923, tæpum fimm árum eftir að Ísland varð fullvalda, kvað Fasti alþjóðadómstóllinn, fyrirrennari Alþjóðadómstólsins í Haag, upp dóm í hinu svonefnda S.S. Wimbledon-máli. Umfjöllun dómsins um fullveldishugtakið er fyrir löngu orðin sígild og oft á tíðum vísað til hennar í fræðaskrifum sem og af alþjóðlegum dómstólum. Í málinu þurfti dómstóllinn að taka afstöðu til spurningarinnar hvernig ríki gæti verið fullvalda og á sama tíma skuldbundið alþjóðalögum með samningum við önnur ríki. Í stuttu máli, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. Legið fyrir í 90 ár Dómstóllinn tók skýrt fram að hann hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á þjóðréttarlegar samningskuldbindingar ríkis um ákveðnar athafnir eða athafnaleysi sem skerðingu á fullveldi þess. Vissulega legðu samningsskuldbindingar kvaðir á framkvæmd fullveldisréttar ríkis, í þeim skilningi að þær skuldbinda ríki til að framkvæma þær með ákveðnum hætti. Aftur á móti væri rétturinn til að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar einn af eiginleikum fullveldis ríkja. Nú hefur sá skilningur legið fyrir í níutíu ár að þegar ríki tekur á sig skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga sé ríkið að nota fullveldið en ekki afsala sér því. Af einhverjum sökum virðist þessu ekki mikið flaggað þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í íslenskri þjóðmálaumræðu. Vonandi að einhver breyting verði þar á.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun