Hvernig verður hjólunum snúið? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. ágúst 2013 07:00 Greint var frá því í fréttum okkar á Stöð 2 í fyrrakvöld að hagvöxtur á Íslandi í ár stefndi í að verða í samræmi við svartsýnustu spár sem settar hafa verið fram, aðeins rúmt prósent. Hagvöxturinn í fyrra var líka undir væntingum, um 1,6 prósent. Íslenzkt efnahagslíf framleiðir ekki nóg og útflutningur hefur dregizt saman. Ákveðinnar bjartsýni gætti hjá fólki í viðskiptalífinu þegar ný ríkisstjórn tók við völdum, enda lofaði hún ýmsum aðgerðum sem áttu að koma margumræddum hjólum atvinnulífsins í hraðari snúning á ný. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að stjórnin sé að missa niður stemninguna. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja telja að þótt ríkisstjórnin hafi nú setið í nærri þrjá mánuði hafi enn sem komið er lítið gerzt til að koma atvinnulífinu í gang. Það sama á við um verkalýðshreyfinguna. Samtök bæði atvinnurekenda og launþega vilja sjá einhverjar handfastar aðgerðir til að örva efnahagslífið áður en gengið verður til kjarasamninga. Almenningur virðist líka svartsýnni en um það leyti sem stjórnin tók við. Í fréttinni á Stöð 2 var vitnað til þess að væntingavísitala Gallup hefði staðið í 101 stigi í maí 2013, rétt eftir kosningarnar, en verið komin niður í 78,5 stig í júlí. Það er lægra en í febrúar þegar síðasta ríkisstjórn var enn við völd. Ríkisstjórnin hefur ekki gert sjálfri sér auðveldara fyrir að koma með útspil sem endurvekur bjartsýni í atvinnulífinu. Hún er búin að útiloka nærtækasta kostinn á að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast út úr gjaldeyrishöftunum með því að gera hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, sem áttu fylgi að fagna víða í atvinnulífinu. Enginn hefur enn sett fram trúverðuga lausn á því hvernig á að fikra sig út úr höftunum. Staðan í ríkisfjármálum gerir stjórninni heldur ekki auðvelt um vik að standa við stóru orðin um skattalækkanir. Lækkun á tryggingagjaldinu og öðrum sköttum á atvinnulífið er þó ein nærtækasta leiðin til að ýta undir fjárfestingar hjá fyrirtækjum. Af sömu orsökum er snúið að ætla að setja fram stórkostleg áform um opinberar framkvæmdir. Kosningaloforð Framsóknarmanna um skuldaleiðréttingu sogar síðan að sér tíma, orku og athygli, auk þess að setja þróun efnahagslífsins á öðrum sviðum í óþarfa óvissu. Jafnvel þótt ríkisstjórnin fyndi einhverja töfralausn á því að lækka húsnæðisskuldir fólks án þess að skattgreiðendur eða lífeyrisþegar þyrftu að borga brúsann, dygði sú aðgerð skammt til að hressa við atvinnulífið. Hún myndi hugsanlega búa til hagvöxt en hann væri aðallega byggður á meiri einkaneyzlu, ekki meiri framleiðni eða fjárfestingu. Ríkisstjórnin þarf bráðnauðsynlega á því að halda að sem fyrst verði gripið til aðgerða sem endurvekja trú fólks á efnahagslífinu og hvetja fyrirtækin til að fjárfesta, ráða fólk og framleiða meira. Það styttist óðum í 100 daga starfsafmæli stjórnarinnar og enn hafa of fáar slíkar ráðstafanir litið dagsins ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Greint var frá því í fréttum okkar á Stöð 2 í fyrrakvöld að hagvöxtur á Íslandi í ár stefndi í að verða í samræmi við svartsýnustu spár sem settar hafa verið fram, aðeins rúmt prósent. Hagvöxturinn í fyrra var líka undir væntingum, um 1,6 prósent. Íslenzkt efnahagslíf framleiðir ekki nóg og útflutningur hefur dregizt saman. Ákveðinnar bjartsýni gætti hjá fólki í viðskiptalífinu þegar ný ríkisstjórn tók við völdum, enda lofaði hún ýmsum aðgerðum sem áttu að koma margumræddum hjólum atvinnulífsins í hraðari snúning á ný. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að stjórnin sé að missa niður stemninguna. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja telja að þótt ríkisstjórnin hafi nú setið í nærri þrjá mánuði hafi enn sem komið er lítið gerzt til að koma atvinnulífinu í gang. Það sama á við um verkalýðshreyfinguna. Samtök bæði atvinnurekenda og launþega vilja sjá einhverjar handfastar aðgerðir til að örva efnahagslífið áður en gengið verður til kjarasamninga. Almenningur virðist líka svartsýnni en um það leyti sem stjórnin tók við. Í fréttinni á Stöð 2 var vitnað til þess að væntingavísitala Gallup hefði staðið í 101 stigi í maí 2013, rétt eftir kosningarnar, en verið komin niður í 78,5 stig í júlí. Það er lægra en í febrúar þegar síðasta ríkisstjórn var enn við völd. Ríkisstjórnin hefur ekki gert sjálfri sér auðveldara fyrir að koma með útspil sem endurvekur bjartsýni í atvinnulífinu. Hún er búin að útiloka nærtækasta kostinn á að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast út úr gjaldeyrishöftunum með því að gera hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, sem áttu fylgi að fagna víða í atvinnulífinu. Enginn hefur enn sett fram trúverðuga lausn á því hvernig á að fikra sig út úr höftunum. Staðan í ríkisfjármálum gerir stjórninni heldur ekki auðvelt um vik að standa við stóru orðin um skattalækkanir. Lækkun á tryggingagjaldinu og öðrum sköttum á atvinnulífið er þó ein nærtækasta leiðin til að ýta undir fjárfestingar hjá fyrirtækjum. Af sömu orsökum er snúið að ætla að setja fram stórkostleg áform um opinberar framkvæmdir. Kosningaloforð Framsóknarmanna um skuldaleiðréttingu sogar síðan að sér tíma, orku og athygli, auk þess að setja þróun efnahagslífsins á öðrum sviðum í óþarfa óvissu. Jafnvel þótt ríkisstjórnin fyndi einhverja töfralausn á því að lækka húsnæðisskuldir fólks án þess að skattgreiðendur eða lífeyrisþegar þyrftu að borga brúsann, dygði sú aðgerð skammt til að hressa við atvinnulífið. Hún myndi hugsanlega búa til hagvöxt en hann væri aðallega byggður á meiri einkaneyzlu, ekki meiri framleiðni eða fjárfestingu. Ríkisstjórnin þarf bráðnauðsynlega á því að halda að sem fyrst verði gripið til aðgerða sem endurvekja trú fólks á efnahagslífinu og hvetja fyrirtækin til að fjárfesta, ráða fólk og framleiða meira. Það styttist óðum í 100 daga starfsafmæli stjórnarinnar og enn hafa of fáar slíkar ráðstafanir litið dagsins ljós.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun