Mæta brosandi í musteri gleðinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Mynd/Vilhelm „Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
„Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira