Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2013 06:00 íslenska landsliðið í knattspyrnu mun ekki geta notfært sér hæfileika Arons Jóhannssonar en leikmaðurinn hefur valið að leika fyrir bandaríska landsliðið. Fréttablaðið/Anton Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætli sér að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðsverkefni og því er hann gjaldgengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil vonbrigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær.Lars Lagerback.Mynd / Vilhelm„Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undanfarna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir landsliðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn.„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni.Aron JóhannssonMynd / Getty ImagesAð sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálfsögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherjastöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljótlega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanaðkomandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska landsliðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurning hvort Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hópinn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klinsmann hefur verið í sambandi við Aron undanfarna mánuði og telst líklegt að hann taki þátt í leiknum gegn Bosníu í ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætli sér að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðsverkefni og því er hann gjaldgengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil vonbrigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær.Lars Lagerback.Mynd / Vilhelm„Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undanfarna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir landsliðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn.„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni.Aron JóhannssonMynd / Getty ImagesAð sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálfsögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherjastöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljótlega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanaðkomandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska landsliðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurning hvort Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hópinn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klinsmann hefur verið í sambandi við Aron undanfarna mánuði og telst líklegt að hann taki þátt í leiknum gegn Bosníu í ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira