Aron enn á milli steins og sleggju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2013 06:30 Aron verður í aðalhlutverki í framlínu AZ Alkmaar á næsta tímabili eftir að Jozy Altidore var seldur frá félaginu. nordicphotos/getty Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira